Heima er bezt - 01.04.1964, Page 34

Heima er bezt - 01.04.1964, Page 34
Síáasti |)á((uiinn í verálaunagetrauninni um trefjaplastbátinn Við höfum nú í 2 síðustu heftum birt tvo fyrstu hluta verðlaunagetraunarinnar um 10 feta trefjaplastbát og sagt ykkur ýmislegt um þennan öndvegis bát, sem gæti innan tíðar einmitt lent í eigu þinni, lesandi góður, al- veg ókeypis, ef heppnin er með. Við erum þess full- vissir að þú gætir haft mikla ánægju af að eignast slíkan bát, eða þá ef þú teldir það henta þér betur, þá bát af einhverri annarri stærð, því eins og tekið hefur ver- ið fram áður, þá getur verðlaunahafinn hæglega valið sér stærri bát af framleiðslu verksmiðjunnar Trefja- plast hf. á Blönduósi, ef hann vill sjálfur greiða verð- mismuninn. Hér neðst á síðunni sjáið þið 3. og síðustu þrautina sem ykkur er ætlað að leysa í þessari skemmtilegu get- raun, ef þið viljið hafa möguleika til að eignast plast- bátinn góða fyrir ekki neitt. Þrautina á að leysa alveg á sama hátt og fyrstu 2 þrautirnar, það er að segja, þið eigið að reyna að segja til um hvar plastbáturinn á myndinni er niðurkominn. En að þessu sinni er báturinn ekki við stöðuvatn, held- ur í einum af stærstu kaupstöðum landsins. Það er óþarfi að klippa miðana úr blaðinu til að senda ráðningarnar. Skrifið bara ráðningarnar á þraut 1, 2 og 3 á sérstakt blað ásamt nafni ykkar og heimilisfangi og sendið það í lokuðu umslagi til „Heima er bezt“, póst- hólf 45, Akureyri. Svörin þurfa að hafa borizt afgreiðslu blaðsins í síð- asta lagi 15. júní nk. Ef margar réttar ráðningar berast verður dregið um nafn sigurvegarans. Takið þátt í get- rauninni, því það getur margborgað sig að vera með. 3. ÞRAUT. Báturinn er 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.