Heima er bezt - 01.11.1964, Page 14

Heima er bezt - 01.11.1964, Page 14
Mynd Páls postula úr Gaðbrandsbiblíu 1584. að hafa verið um bætt. Þó er elzta bókin, sem kunn er frá Hólum, Passio 1559 með myndskreyttu titilblaði, og er það vel gert. Myndin er súlnahlið með boga yfir, og framan við hliðið mynd af krossfestingunni. Auða svæðið undir boganum hefur sýnilega verið ætlað fyrir titil bókarinnar en reynzt of lítið, svo að hann er prent- aður fyrir ofan myndaumgjörðina, og stingur hið lé- lega letur mjög í stúf við myndina, og allt verður titil- blaðið ankannalegt vegna þessa fyrirkomulags. Með prentverki Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum hefst ný öld íslenzkrar bókagerðar. Margar bækur hans eru enn í dag eftirlæti þeirra, sem kunna að meta fallegar bækur. Hæst þeirra allra ber þó Biblíuna frá 1584. Hefur naumast önnur bók á íslandi verið gerð af meiri reisn. Fer saman skemmtilegt brot, svipmikið letur, þótt ekki sé það allt fagurt, og hreinn og heiður svipur allrar bókarinnar. En hér skal þess þó einkum minnst, að Biblíuna prýða 29 tréskurðarmyndir og auk þess er myndaumgerð á titilblöðum, hin sama á þeim öllum. Þá eru stórfagrir upphafsstafir og bókahnútar, sem gefa bókinni sérkennilegan og fagran svip. Skortir enn mjög á að slík Biblíuútgáfa hafi verið gerð á ís- lenzku. Svo hefur löngum verið talið, og vitnað til samtíðar- manna, að Guðbrandur biskup hafi sjálfur gert sumar myndirnar, teikningu og tréskurð, svo og upphafsstafi og bókahnúta, en alkunnugt er, að hann var bæði drátt- hagur og skurðhagur, og finnast óræk vitni um hvort tveggja. Halldór Hermannsson var og þeirrar skoðun- ar 1916 í riti sínu um 16. aldar bækur í Islandica IX. bindi. Taldi hann einkum mikilsverðan vitnisburð síra Magnúsar Ólafssonar í Laufási í erfidrápu hans um Guðbrand biskup, en þar segir svo: Handverksmennt, sem meisturum mundi mætum reiknast til ágætis, listamanns á letri glæstu líta má en hvergi víta, sett þar hefur bókstaf breyttan borinn hugviti og sjálfur skorið, fígúrur þar allar eirninn eru prísandi — biblía vísar. Taldi Halldór þá, að merki á mynd af Páli postula væri einkennisstafir biskups G. T. samandregnir, þó þannig að T-ið myndar krossmark. Væri sú mynd því óhrekj- anlega frá hendi biskups, en engin önnur mynd í Biblí- unni er merkt höfundi sínum. Síðar féll Halldór þó frá þeirri skoðun, að Guðbrandur hefði gert myndina eða aðrar myndir bókarinnar, segir hann svo þar um: „Tré- skurðarmynd þessi er gerð af meiri leikni en hægt er að vænta af ólærðum áhugamanni í listinni. Einkennis- stafirnir eru vafalaust stafir einhvers erlends listamanns, enda þótt ég hafi ekki getað fundið nafn hans.“ Einnig bendir Halldór á að myndir biblíunnar séu nokkuð sundurleitar að gerð, og telur líklegt, að biskup hafi fengið þær að láni, og orðið að skila þeim aftur, því að þær sjáist aldrei framar í Hólabókum. Þannig séu t. d. Upphafsstafur úr Guðbrandsbiblíu. 398 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.