Heima er bezt - 01.11.1964, Page 15

Heima er bezt - 01.11.1964, Page 15
Bókahnútur úr Guðbrandsbiblíu. hinar fáu myndir, sem prýða Þorláksbiblíu, fengnar úr annarri Hólabók, Passionalnum, sem síðar verður getið. Eru þau rök vissulega þung á metunum, því að ósenni- lega hefðu rnyndir Guðbrands ónýtst svo fljótt, að þær hefðu hvergi komið fram aftur, er vér athugum hversu oft aðrar myndir úr bókum hans eru notaðar. Hins veg- ar finnst mér handbragð myndarinnar tæplega geta ver- ið nóg rök, þar sem myndirnar eru sundurleitar, en kunnugt var að Guðbrandur var hagleiksmaður mik- ill. Að vísu rná segja, að drjúgum fínlegra handbragð sé á umræddri postulamynd, en hinum heimagerðu myndum, sem síðar voru gerðar í Skálholtsbækur Þórð- ar biskups. En vitanlega er það ekkert sönnunargagn útaf' fyrir sig. En þó að Guðbrandur biskup hafi ekki sjálfur gert nokkra af myndum þeim, sem prýða Biblíu hans, þá er hún engu að síður fyrsta myndskreytta bók- in, sem prentuð er hér á landi, og verður ætíð fagur vitnisburður urn smekkvísi og stórhug biskups í bóka- gerð. Enginn vafi mun á, að hann hafi sjálfur gert ýmsa af upphafsstöfunum og öðru skrauti bókarinnar. Næsta útgáfa Biblíunnar á Hólum, Þorláksbiblía var einungis með 4 myndum, sem eins og fyrr segir voru teknar úr eldri bók, en nýr skrautrammi var þar á titil- blaði. Þriðja útgáfan, Steiiisbiblía notaði hin gömlu titil- blöð, en var myndalaus, og fátæklegust í alla staði. Næstu myndskreyttu bækurnar frá Hólum eru Pas- sionall þ. e. Píslarsaga Krists, 1598 og Leikmanna biblía Sáðmaðúrinn úr Harmoniu. 1599. I hinni fyrri eru 52 myndir en 27 í hinni síðari. Næstum því samtímis eru myndir þessar notaðar í aðr- ar guðsorðabækur Eintal sálarirmar 1599 og Passio 1600. í Bamaprédikunum Dietrichs 1603 eru 61 mynd, Guð- spjöllum og pistlum 1617 65 myndir og í Pangratius Postillu 1649 66 myndir. Ekki er mér kunnugt um, hvort hér sé að einhverju leyti um nýjar rnyndir að ræða, eða notaðar hafa verið myndirnar úr Passionaln- urn og Leikmanna biblíu. En um töluna er þcss að gæta, að oft er sama myndin prentuð á fleiri en einum stað í sömu bók. Myndir þessar ganga síðan aftur æ ofan í æ í bókum frá Hólum og Skálholti. Sú bókin, sem mynd- auðugust var, er Harmonia evangelica eða Guðspjall- anna samhljóðan 1687, en í henni voru 85 rnyndir alls, Marteinn Lúther úr Sálmabók 1589. allar úr eldri bókum, og var hún prentuð í Skálholti. Önnur útgáfa hennar var prentuð á Hólum 1749, með hinum sömu myndum, sem þá voru teknar rnjög að mást, sem vænta mátti, því að mörg mótin höfðu þá verið notuð oftsinnis í aðrar bækur. Þriðja útgáfa Har- moníu var prentuð í Viðey 1838 myndalaus. Mikið mun fólki hafa þótt koma til hinnar myndskreyttu bók- ar Harmoníu, enda þótt myndirnar væru að lokum máðar og klesstar. Alkunnugt er máltækið og samlík- ingin um andskotann uppmálaðan á Harmoníu, þar sem endurlausnarinn er að troða hann undir fótunum. Þess minnist ég frá bernsku minni, að ég heyrði gamalt fólk tala um bók þessa af mikilli aðdáun, og harma mjög, að hún skyldi ekki lengur vera til, fannst mér af þeirn um- mælum öllum, að hún hlyti að vera hið mesta dýrindi. Ef til vill er ekkert dæmi átakanlegra um fátækt ís- lenzkrar bókagerðar og raunar þjóðarinnar yfirleitt, en þetta, að rnyndir, sem í upphafi eru fengnar af miklum stórhug, til að prýða tilteknar bækur Guðbrands Þor- Heima er bezt 399

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.