Heima er bezt - 01.11.1964, Side 21

Heima er bezt - 01.11.1964, Side 21
samgöngur takmarkaðar bæja milli af fremsta megni. Einkum voru samgöngur við Hóla með öllu niður lagð- ar, og þorði enginn þar að koma. Þá var það einn morgunn að Guðbjörg í Hólakoti veitti því athygli að ekki rauk í Hólum, sem þýddi það að þar væri ekki kveiktur upp eldur. Fór hún þá út að Hólum og komst að raun um að þar var ríkjandi neyð- arástand, því flest fólkið lá rúmfast og sumt dauðvona. Þegar heim kom hafði hún orð á því við Svein bónda sinn, að nauðsyn bæri til að liðsinna Hólafólkinu og kvaðst vera fús til þess. Latti Sveinn þess mjög, og taldi að með því væri heimili þeirra stefnt í voða, en veikin var enn ekki þangað komin. Þá mælti Guðbjörg: „En Sveinn minn. Guð hefur alltaf hjálpað mér, því skyldi ég þá ekki hjálpa nauðstöddum nágrönnum mínum.“ Og svo varð að vera. Daglega gekk hún út í Hóla, hjúkraði sjúklingunum, eldaði matinn, mjaltaði og gerði annað það, sem nauð- synlegt var. Hún fór jafnan í sérstakan klæðnað, þegar hún sinnti um sjúklingana. Annan geymdi hún í útihúsi og fór í hann þegar hún fór aftur heim, og þvoði sér rækilega um andlit og hendur. Þessu starfi hélt hún áfram þar til fólk í Hólum var aftur orðið rólfært, og þess megnugt að sinna verkum sínum. En aldrei kom veikin í Hólakot, og sýktist þar enginn. Fáum árum síðar hét einn bóndinn í Hólum Jósef Jó- hannsson. Kona hans var Rannveig Sigurðardóttir. Dótt- ir þessara hjóna var Helga Jósefsdóttir, fædd 30. júlí 1856, dáin 14. janúar 1935, og hafði hún frásögn þessa, og fleiri, eftir móður sinni. IX. Og svo liðu árin eitt af öðru. Elfa tímans streymdi áfram án afláts, hreif sumt með sér í haf gleymsku og eyðingar, en skolaði öðru á land, sem líf átti fyrir hönd- um langt eða skammt. Meðal þess, er lifði var minning- in um hjónin í Hólakoti. Elli kerling fór hvorki fyrir ofan garð eða neðan í Hólakoti, frekar en annars staðar. Nú voru þau Hóla- kotshjónin, Sveinn Sveinsson og Guðbjörg Pálsdóttir, farin að byrja sjötugsaldurinn, en þó þau væri farin að beygja allmikið af,voru þau þó ennsæmilega hress, eink- um hún, sem erfitt virtist að koma á kné. Öll börn þeirra voru uppkomin og flogin úr hreiðr- inu nema Páll yngsti sonurinn, sem nú var kominn yfir tvítugt, og hafði til þessa verið heima og aðstoðað for- eldra sína við búhokrið. Elztu dæturnar, Guðbjörg og María, voru báðar nýgiftar og farnar að búa. Nú varð það að ráði með fjölskyldunni að búskapnum í HÓla- koti skyldi hætt, og tæki Guðbjörg Sveinsdóttir föður sinn tií sín til aðhlynningar, en Guðbjörg Pálsdóttir sæi um sig sjálf og fóstursoninn. Fór hún því í hús- mennsku að Hrísum til Maríu dóttur sinnar. Þessi ráða- breytni gerðist vorið 1862. Höfðu þau Sveinn og Guð- björg þá búið í Hólakoti í 33 ár. Frá hœgri: Valdemar Pálsson, Jóhann Valdemarsson, Gunn- ar ]óhannsson og Gunnar Gunnarsson (fjórir œttliðir). Guðbjörg Pálsdóttir undi því vel, úr því sem komið var, að Sveinn færi til Guðbjargar dóttur þeirra. Hún þekkti skapferli dóttur sinnar, og vissi að hjá henni mundi Sveini líða svo vel sem unnt væri. En við það var hugur hennar enn bundinn sem fyrr. Ékki var laust við að nágrannar Sveins í Hólakoti létu, sín í milli, falla nokkur hnjóðsyrði í hans garð fyr- ir ómennsku og áníðslu á eiginkonunni, sem hvergi fannst hliðstæða við. Má vera að þeir hafi líka séð nokkrum ofsjónum yfir því, að á meðan þeir urðu að vinna hörðum höndum fyrir daglegu brauði sínu og sinna, gat Sveinn leyft sér að liggja uppi í rúmi eða sunnanundir vegg og lesa í bók, án þess lasleika væri til að dreifa. Þeir voru fastir í sinni barnatrú, að bókvitið yrði ekki látið í askana, og þótti þeim það nokkuð sann- ast á Sveini. Hins var sjaldnast gætt né tillit tekið til þess, að Sveinn var að upplagi önnur manngerð en allur þorri manna þar um slóðir. Hann virtist lifa og hrærast í öðr- um hugarheimi en þeir. Hann lifði sig inn í þá andlegu tilveru sem bækurnar, sem hann las, opnuðu honum, og reyndi af alefli að verða samstíga þeim kenningum, sem þær fluttu og brjóta fræði þeirra til mergjar. Ekki gat heldur hjá því farið, að uppeldi hans, dekur og hlífisemi móður hans, og síðar eiginkonu, steypti hann nokkuð í öðru móti en allan fjölda manna á þeim tíma. Það var hin mikla lífshamingja Sveins, að eiga þá móður og eiginkonu, sem eigi aðeins tóku fullt tillit til séreiginleika hans, heldur blátt áfram hlúðu að þeim með athöfnum sínum og ástríki. Óljósar sagnir eru um það, að Sveinn Sveinsson hafi látið eftir sig eitthvað skrifað og frumsamið, sem eng- inn man nú hvað mundi hafa verið. Sennilega hafa það ekki verið ljóð, því ekki er vitað að hann hafi verið hag- mæltur. En auðveldlega gat það hafa verið ýmislegt annað, svo sem dagbækur, minningar um atburði úr Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.