Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 22
ævi hans, sagnir um látna menn eða lifandi, eða máske
eitthvað trúarlegs eðlis. En hvað sem um þetta hefur
orðið, þá er það allt glatað fyrir löngu, sem hann kann
að hafa samið og skrifað, sem mjög sennilegt er að hafi
verið. Verður því ekkert um þetta fullyrt að sinni.
Og þannig leið ævi Sveins til hinztu stundar. Síðustu
æviárin, sem hann dvaldi hjá Guðbjörgu dóttur sinni,
var í engu breytt um aðhlynninguna, sem hann alla æv-
ina hafði notið. Reyndist Guðbjörg honum hin ástrík-
asta dóttir.
Sveinn Sveinsson andaðist á Vatnsenda, hjá Guð-
björgu dóttur sinni og tengdasyni Helga Sigurðssyni,
þann 24. marz 1872, 71 árs að aldri.
X.
Um 1870 voru öll börn þeirra Sveins og Guðbjargar
gift og farin að búa. Öll voru þau mannvænleg að vexti
og ásýnd og hög á hendur. Er mjög algengur og áber-
andi hagleikur og listhneigð meðal niðja þeirra Hóla-
kotshjóna. Má eflaust rekja þá eiginleika til þeirra
beggja og þó engu síður til Sveins. Yngsta barnið misstu
þau ársgamalt, sem Sigríður hét, hin voru þessi:
1. Guðbjörg Sveinsdóttir, fædd á Gilsá 23. desember
1827. Dáin í Ameríku. Hún ólst upp í föðurhúsum í
Hólakoti. Þegar hún var 18 ára fór hún fyrst að heim-
an, og réðst í vist að Jórunnarstöðum. En þegar hún
var 26 ára kom hún aftur til foreldra sinna þeim til að-
stoðar, því þá var Lilja systir hennar farin að heiman.
Árið 1860, þann 10. nóv., giftist hún nágranna sínum
Helga Sigurðssyni á Vatnsenda. Hann var fæddur 24.
nóv. 1839. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi á Vatns-
enda Gíslason og seinni kona hans Guðrún Kristjáns-
dóttir bónda í Torfufelli Hallgrímssonar.
Sigurður var sonur Gísla bónda á Vatnsenda Egils-
sonar og konu hans Maríu Sigurðardóttur. Sigurður bjó
allan sinn búskap á Vatnsenda og var góður bóndi. En
nú voru synir hans teknir við jörð og búi á Vatnsenda,
fyrst Kristján, síðan Helgi Sigurðsson, sem bjó á Vatns-
enda frá 1861—1874.
Páll Sveinsson kvæntist 1865 Kristjönu Sigurðardótt-
ur, systur Helga, og fór að búa á Vatnsenda í tvíbýli
við Helga mág sinn.
Helgi og Guðbjörg eignuðust 5 börn á fyrstu bú-
skaparárum sínum á Vatnsenda. Þau hjón voru bæði
hraust og dugmikil. Helgi hefur séð fram á það, að erf-
itt mundi verða fyrir sig að komast sæmilega af með
barnahópinn sinn á svo litlu jarðnæði sem hálfur Vatns-
endi var. Hann hefur því haft hug á að útvega sér stærra
jarðnæði. En bújarðirnar í Eyjafirði lágu síður en svo
á lausu um þær mundir. Alls staðar var þröngt setið og
fátækt nær almenn. Þá tóku þau hjón þá ákvörðun að
freista gæfunnar í Ameríku. Þar hugði hann að meira
olnbogarúm fengist fyrir dugandi og tápmikil hjón og
börn þeirra. Hann fór því frá Vatnsenda vorið 1874,
og hvarf til Ameríku. Með þrotlausu erfiði þeirra hjóna
Helga og Guðbjargar, sem landnemar í Ameríku, tókst
honum að verða þar allmikill bóndi.
Börn þeirra, sem með þeim fóru til Ameríku 1874,
voru:
a. Kristján Jóhann Helgason, fæddur 30. júní 1861,
á 14. ári. Hann kvæntist í Ameríku Halldóru Jóhannes-
dóttur, fædd í Kambfelli í Eyjafirði 20. júlí 1864. For-
eldrar hennar voru:
Jóhannes bóndi í Kambfelli og síðar Stóradal, Bjarna-
son og kona hans Lilja Guðrún Daníelsdóttir bónda á
Skáldsstöðum Pálssonar bónda á Jökli Jónssonar. Voru
forfeður hennar í Eyjafirði merkir menn og skáld góð.
Halldóra Jóhannesdóttir, Bjarnasonar í Stóradal, flutt-
ist með foreldrum sínum og systkinum til Ameríku
sumarið 1883, þá á tvítugsaldri.
Kristján Jóhann gerðist athafnasamur og dugmikill
stórbóndi í Foam Eake-byggð í Ameríku. Hann rak
aðallega mikið nautgripa-kynbótabú. Námu gripir hans
hundruðum talsins.
b. Guðrún Þórunn Helgadóttir, fædd 18. febr. 1864,
á 11. ári.
c. Kristjana Sigríður Helgadóttir, fædd 6. sept. 1868,
á 7. ári.
d. Þóra Ingibjörg Helgadóttir, fædd 2. apríl 1872, á
3. ári.
2. María Sigríður Sveinsdóttir, fædd í Hólakoti 12.
des. 1829. Þegar hún var 8 ára, var henni komið niður
í Leyningi. Hún varð snemma tápmikil og mildlvirk.
Þegar hún var 13 ára gömul réðst hún í fyrstu vistina,
sem fullgild vinnukona, og vann fyrir sér úr því. Rúm-
lega þrítug giftist hún Jóhanni Jóhannessyni bónda á
Sámsstöðum, Grímssonar græðara, Magnússonar. Þau
bjuggu fyrst á Hrísum og síðan Ölvesgerði og Mið-
gerði í Mildagarðssókn. María missti mann sinn 29.
ágúst 1888, en bjó eftir það tvö ár í Miðgerði. Þá tóku
við jörð og búi Anna dóttir hennar og tengdasonur,
Friðfinnur Sigurðsson. Með þeim fluttist hún síðan að
Árgerði 1892. Síðustu æviárin dvaldi hún á vegum Indí-
önu dóttur sinnar frá 1914, fyrst í Árgerði, síðan Við-
arholti í Glerárhverfi. Þar andaðist María Sveinsdóttir
3. maí 1923, 95 ára gömul.
Böm þeirra Jóhanns og Maríu voru:
a. Hannes Júltus, fæddur á Hrísum 11. júlí 1863, d.
23. febr. 1885. Kona hans var María Jónsdóttir bónda í
Austari-Krókum í Fnjóskadal Magnússonar. Júlíus dó
eftir aðeins 5 mánaða hjónaband.
b. Anna María, fædd á Hrísum 12. okt. 1865, d. 17.
nóv. 1913. Hún giftist Friðfinni Sigurðssyni bónda í
Árgerði.
c. Indíana, fædd á Hrísum 27. apríl 1869. Hún gift-
ist Jóhanni Gíslasyni bónda í Árgerði Ólafssonar. Þau
bjuggu í Miðgerði og Ytra-Gili. Jóhann var fæddur 18.
febr. 1862, d. 8. des. 1906. Seinni maður Indíönu var
Kristján Þorláksson í Viðarholti í Glerárhverfi. Indí-
ana er enn á lífi (1964) 95 ára.
3. Kristján Sveinsson, fæddur í Hólakoti 11. marz
1831. Sex ára var honum komið niður á Jórunnarstöð-
406 Heima er bezt