Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 23
um. Þar var hann framundir fermingu, en eftir það í vistum á ýmsum stöðum. Hann gerðist snemma mikill vexti og talinn ramur að afli. Kona hans var Guðrún Jó- hannesdóttir, alsystir Jóhanns manns Maríu Sveins- dóttur. Kristján bjó á Hjálmsstöðum í Hrafnagilshreppi, dáinn 6. maí 1901. Sonur hans var Jóhannes Samúel, fæddur 26. des. 1873, d. 21. ágúst 1916. Kona hans var HalldóraTryggvadóttir 'oónda á Vögl- um Ólafssonar. 4. Jón Sveinsson, fæddur í Hólakoti 15 :Vúst 1832, d. 31. marz 1879. Hann ólst upp hjá íore'drum sínum, en um tvítugt fluttist hann austur í Þingeyjarsýslu. Ár- ið 1858 er hann vinnumaður, 26 ára, á Fremsta-Felli í Kaldakinn. Þar kvæntist hann, það ár, vinnukonu á sama bæ, Kristbjörgu Jónsdóttur, fædd, 5. nóv. 1838. For- eldrar hennar voru: Jón Hallgrímsson og Sigríður Jósefsdóttir, hjón í Nesi í Fnjóskadal. Árið 1861 byrjuðu þau búskap á Finnsstöðum í Kinn, en fluttust þaðan búferlum 1865 að Fjósakoti í Eyja- firði. Jón Sveinsson lézt þar 31. marz 1879. Börn þeirra voru: a. Jón Valdemar, fæddur á Barnafelli í Kinn 10. okt. 1859. Dáinn 24. maí 1892. Kona hans var Kristín Guð- mundsdóttir bónda á Æsustöðum Guðmundssonar. Þau bjuggu í Fjósakoti. b. Guðbjörg Jónsdóttir, fædd á Finnsstöðum í Kinn 9. júní 1863, dáin 3. ágúst 1943. Hún var kona Sigur- jóns bónda í Holti í Grundarsókn, Þorkelssonar. 5. Lilja Sveinsdóttir, fædd í Hólakoti 29. apríl 1834. Úr föðurgarði fór hún 17 ára vinnukona að Torfufelli í Hólasókn. Tvítug eignaðist hún þar sveinbarn með kvæntum húsbónda sínum, Sigurði Jóhannessyni, síðar bónda á Jórunnarstöðum. Sveinninn var fæddur 24. júlí 1854, og skírður Valdemar. Síðar giftist Lilja Jósefi Guðmundssyni bónda á Hall- dórsstöðum í Hólasókn Gottskálkssonar. Þau bjuggu lengst í Ölvesgerði í Miklagarðssókn. Lilja andaðist í Syðra-Dalsgerði hjá Guðbjörgu dóttur sinni 27. marz 1899. Börn Jósefs og Lilju voru: a. Jóhannes, fæddur 5. ágúst 1860, dáinn 24. marz 1925. Hann bjó á Gilsbakka. Kona hans var Lilja Ol- geirsdóttir Hinrikssonar. b. Guðbjörg, fædd 22. sept. 1836. Dáin 24. jan. 1941. Hún var kona Sigurðar bónda í Syðra-Dalsgerði Bjarna- sonar í Hlíðarhaga Bjarnasonar. c. Kristján, fæddur 11. nóv. 1864. Dáinn 22. marz 1926. Kona hans var Sigrún Pálsdóttir bónda á Vatns- enda Sveinssonar. Þau voru systkinabörn. d. Pálmi, fæddur 30. des. 1868. Dáinn 1. apríl 1930. Hann bjó í Samkomugerði og var listfengur trésmið- ur. Kona hans var Sigríður Vigfúsdóttir bónda í Sam- komugerði Gíslasonar. 6. Páll Sveinsson, fæddur í Hólakoti 17. ágúst 1838. Hann ólst upp í föðurhúsum fram um tvítugt, og var aðalstoð foreldra sinna síðustu búskaparár þeirra. Hann var mjög verkhagur, sérstaldega var hann afburðagóð- ur vegghleðslumaður. Hann var greindur og glaðsinna. Kona hans var Kristjana Sigurðardóttir bóndaá Vatns- enda Gíslasonar. Þau bjuggu á Vatnsenda. Páll Sveins- son andaðist 19. okt. 1903. Páll og Kristjana eignuðust 11 börn, en 5 þeirra dóu í frumbernsku. Sex náðu fullorðinsaldri. Þau voru þessi: a. Sigrún Pálína, fædd 27. ágúst 1869, dáin 20. nóv. 1925, kona Kristjáns Jósefssonar á Vatnsenda. Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.