Heima er bezt - 01.11.1964, Blaðsíða 26
verið óþreytandi í þessu efni, að koma bókinni út, væri
hún sennilega í handriti enn, og hefði farið á safnið inn-
an tíðar. Að svo mæltu sný ég að bókinni sjálfri og því
sem ég þarf þar fyrir að svara.
Bókin byrjar á því sem heitir Fornöld, bls. 13—24,
og er um hinar fornu bækur Austfirðinga og þann
skáldskap sem þær hafa að geyma. Er þar allt í stíl við
nútíma háskólafræði. Úlfijótur sækir lögin til Noregs
meðan Haraldur hárfagri, sem Islendingar flýðu und-
an í Noregi, er þar enn konungur, lagalaus. Þarf ekki
að því að spyrja, að lærðir menn hafa ekki kunnað
þetta betur að þessum tíma, en yfir þetta norræna
„narr“ er nú þegar búið að strika. Svo margt af bókum
Islendinga um forn fræði hefur byggzt á þessu narri,
að það getur ekki talizt sérstakur galli á þessari bók,
þótt hún fylgi þar dyggilega í slóð. Allt bíður síns tíma.
Næsti kafli heitir „Kristni“, bls. 25—31. Eiga Aust-
firðingar þar sinn Síðu-Hall og svo hana Rannveigu „í
Fjörðum austur“, sem dreymdi að Helvíti var djúpur
pyttur „ok í bík vellandi“. „Hún sá þar í nær alla höfð-
ingja ólærða“. Rannveig átti að fara í bíkið, því hún
hafði fylgt tveimur prestum í hórdómi. Um prestana
getur ekki, en það er hætt við að þeir hafi látið Rann-
veigu dreyma til að kúga fé af ólærðum höfðingjum,
og ekki sé þetta í ætt við neitt annað en velþekkta kat-
ólskra presta fjárkúgunarlygi og engin kristni, og síð-
an samvizkuleysi í sagnaritun, sem sagan geldur í fleiru.
Segir líka sagan að „af vitran þessari tóku margir menn
mikla bót,“ þ. e. gáfu fyrir sál sinni.
Þá kemur þáttur um Sigurð blind, skáldið, og þar
með komið í höfuðefni bókarinnar og nú þarf ég við
nokkru að sjá um húmorinn á Austurlandi. Segir svo í
bókinni „Einhverstaðar mun Benedikt frá Hofteigi hafa
látið það í ljós, líklega í Hallgrímsþætti frá Sandfelli (og
með vísun í bréfi til mín), að hægt mundi að rekja hinn
austfirzka skáldaskóla og þá líklega kímnina, alla leið
aftur í kveðskap Sigurðar blinds“. Og nú vitnar höf-
undur í sir William A. Craigie í útgáfu hans af rím-
um eftir Sigurð blind, en hér er sá galli á að engin ör-
ugg vissa er fyrir því, hvað Sigurður kvað og ekki
kvað, og hann hafði ekki getað fundið að þær stingi
neitt í stúf við aðrar rímur frá sama tíma að stíl eða
kímni. Síðan segir höfundur: „Eina ríman, sem stingur
í stúf fyrir kímni er Skíðaríma (líklega víst að Sigurð-
ur hafi kveðið), enda mundu bæði sir William A. Crai-
gie og rímnameistarinn Björn Karel hafa getið þess, ef
nokkur brögð væru að sérkennum Sigurðar blinds. Hér
eru ekki bornar brigður á það, að einkenni hins aust-
firzka skáldaskóla sé húmor, en reynt að afsanna það,
sem mér sýndist um fararbrodd hins austfirzka skálda-
skóla.
Hér er það efni fyrir hendi, sem ekki gefst að ræða
í blaðagrein. En ef á að halda því fram að skáldaskólinn
byrji ekki fyrr en með Eydalafeðgum, þá ætla ég að
halda því fram, að séra Einar í Eydölum hafi ekki dott-
ið ofan í neitt blindhús á Austurlandi, þegar hann kom
þangað 1591. Séra Einar er einn af þeim sem glögglega
sést í sögu Austurlands, að sækir þroska á Austurland.
Þar fyrst verður hann hið mikla skáld. Skáldmennt hans
þarf ekki að skríða þar um nein blindhús og heldur
ekki afkomenda hans og þess ætla ég að skáldskapur
þurfi með, jafnvel frekar öllu öðru. Maður veit að rót-
in er fyrir þegar grasið fer að vaxa, og án þess kemur
ekkert gras. Það var að þessari rót sem mér fannst
nauðsynlegt að leita, og nú var allt blint nema eitt nafn,
Sigurður blindur. Það er satt, að ég bar mig ekki sam-
an um þetta, að Sigurður blindur mundi hafa verið í
fararbroddi hins húmoriska austfirzka skáldaskóla, við
lærða menn, utan Pál, sem sagði mér að illt mundi að
greina á milli þess sem Sigurður bhndur hefði kveðið
og Sigurður blindi í Fagradal á Skarðsströnd og með
vissu ætti hann sumt, sem hinum væri eignað. Það datt
upp úr Jóni lærða, hraknings karlgreyinu, sem enginn
rengir, að segja „Sig-urður blindur í Fagradal“, og telja
hann í skáldaröð, og nú datt mönnum í hug, að hér
ætti Jón við lögréttumanninn í Fagradal, sem ótrúlegt
er að Jón mundi kalla blind, þótt hann hefði verið blind-
ur á efri árum. Nú sagði Jón Arason:
Blind hafa bragnar fundið ,
bragtraustan fyrir austan
og fyrst hann er orðinn bragtraustur maður á dögum
Jóns Arasonar, og hann er fyrir austan, er hann ekki
sami maður og Sigurður í Fagradal, sem deyr líklega
um 1540 og búinn þá að eiga lengi heima í Fagradal.
Kannske alla ævi. En það geymdist vitnisburður alþýð-
unnar um Sigurð blind, vísa, sem talin er að vera kveð-
in eystra:
Það er að segja af Sigurði blind
samdi hann Ijóð um hverja kind,
sá hann hvorki sól né vind
seggjum þótti hann kveða með hind.
Hér kemur fram nafnið, Sigurður blindur, sem ekki er
vitað að neinn annar blindur maður hafi borið, sama
orðmyndin sem Jón Arason notar. Blind hafa o. s. frv.
Og hvað sem nú er að ræða um allan skáldskap Sigurð-
ar blinds, þá liggur hér fyrir vitnisburður um skáldskap
hans, sem tæpast verður rengdur. Hann samdi ljóð um
hverja kind og það er nóg til að bregða ljósi yfir kveð-
skap hans. Það er alþýðukveðskapur um lífsviðhorfin,
lífsnautnina. Og af því að ég veit að rniklu fleiri „kind-
urnar“ eru skemmtilegar en leiðinlegar, þá ályktaði ég
að kveðskapur Sigurðar hefði verið skemmtinn, húmor-
iskur, og ætla að halda því, þangað til lærðir menn koma
mér í skilning um annað. Þessi víðfeðmi skáldskapur
um alla skapaða hluti — hverja kind — gat ekki byggst
á öðru en frjórri lífssýn og glöðu hugmyndaríki, og má
hver hrekja sem vill og Páll Eggert hafði ekkert við
þetta að athuga. Þess vegna hélt ég því fram, að skálda-
410 Heima er bezt