Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 28
sjálfs á sjálfum sér. Séra Grímur kemur við mörg opin-
ber skjöl og heitir aðeins Grímur og Grímssynir hétu
synir hans. Það sem sker úr um þetta er, að í vitna-
leiðslum í réttarsölum í Sunnefumáli, gat það ekki lið-
ist né viðgengist, að hann bæri ekki rétt nafn, en þar
heitir hann Grímur, og allir hlutu að vita hvað hann
hét, um þrítugsaldur og móðir hans þá lifandi. Hún hét
Kristín, býr ekkja á Hrafnkelsstöðum 1753, dóttir Sig-
urðar á Kleppjárnsstöðum 1703, Þórðarsonar, líklega
Snjólfssonar prests á Asi, Bjamasonar. Systir Kristínar
var Guðrún í Dagverðargerði, móðir Einars skálds á
Brekku í Tungu, Steingrímssonar, svo ætla má að Grím-
ur hafi haft skáldskapinn úr þeirri ætt. Grímur hét föð-
urbróðir séra Gríms, drukknaði í Lagarfljóti og Grím-
ur hét bræðrungur hans, sennilega dáinn í stórubólu
1708, 15 ára. Þetta Grímsnafn hefur séra Grímur Bessa-
son borið. Kona séra Halldórs Eiríkssonar á Hjaltastað,
og móðir séra Brynjólfs á Kirkjubæ, var ekki Þorbjörg
Magnúsdóttir, heldur Þorbjörg Hallgrímsdóttir prests
í Glaumbæ, Jónssonar, systir Sesselju konu Jóns sýslu-
manns Þorlákssonar, móður Hallgríms skálds á Beru-
nesi á Berufjarðarströnd. Kona Rustikusar skálds á Kó-
reksstöðum var ekki Helga Árnadóttir, heldur Helga
Einarsdóttir, hálfsystir Áma auðga á Arnheiðarstöðum.
Það er víst að Ingunn Rustikusdóttir, hin mikla ætt-
móðir Vopnfirðinga á 19. öld, var laundóttir Rustikus-
ar og Vilborgar Jónsdótmr, þótt þetta sé dregið í efa
í Æviskrám. Ingunn var fædd 1714, og Eiríkur skáld
sonur Rustikusar, var ekki fæddur fyrr en eftir þann
tíma, en ekki 1712, enda talinn 88 ára er hann deyr í
Bót 1804. Sigurður blindur er talinn deyja 1520, þó
með spurningarmerki. Það er með öllu rangt, saman-
ber orðspor af honum og Jóni Arasyni, er hann var
orðinn biskup. Þá er hér nokkurt skemmtiefni, sem ekki
er neitt einstakt í þessu austfirzka efni. í sambandi við
Jón skálda á Berunesi við Reyðarfjörð, getur dr. Stefán
um handrit í safninu, og séu þar nokkur kvæði rituð og
segir dr. Stefán: „Er nafn höfundar bundið í síðustu
vísu, en þótt sú gáta sé óleyst, getur ráðningin tæplega
verið Jón Jónsson, en hér er gátan:
Holdfúinn og höggvinn ís
þér með þekjan runna
óða verks um æðar gýs
og aldrei gatan þunna
laufgað tré með lista prís
líka mæddi hún jórinn sinn.
Þessu svaraði kerlingin
höggvið sár með heiður gýs (kýs)
og hamrafeldurinn breiði
kemst hún þá í kvöld undir heiði.
Þetta er nefnilega undirskriftin og það er hart að geta
ekki Iesið undirskrift manna, jafnvel þótt hún sé meira
en einföld. Þetta var lengi leikur íslendinga með nöfn
sín og er þetta í ætt við Eddukenningarnar nema enn
harðara í hausi viðskiptis og þó eins og Eddukenning-
arnar, vitanlegt hugmyndasmíði, og allt er þetta merki-
legt í menningarsögunni. Mér finnst rétt að reyna að
lesa þetta og í rauninni ekki annað hæfilegt. Eins og
menn sjá er hér ekkert lestrarmerki og er þetta ekki
uppsett í samfelldu máli. Holdfúinn ætla ég að sé gam-
all, og höggvinn ís er sundurlaus ís, jakar, gisinn ís, og
ætla að hafa það fyrir Gizur, gamli Gizur. Hér með
þekjan runna. Það ætla ég að sé skriða. Óða verks ódáða-
verks, æðin, Skriðdalsáin, kemur frá Ódáðavötnum og
myndar dalinn. Þetta er Skriðdalur. Aldin gatan þunna.
Aldin gatan, elzta gatan er þinggatan, þetta er Þing, get-
ur þýtt fjall. Þunnt fjall er .Múli. Þetta er Þingmúli.
Laufgað tré með listaprís, alkunn kristni og prestakenn-
ing. Líka mæddi hún jórinn sinn. Menn mæða hestinn á
að ferðast, sækja til bæja. Þetta mundi þýða sókn, sókn-
arprestur. Höggvið sá með heiður kýs. Eg ræð ekki við
þetta, en gæti trúað því, að þetta þýði heiðvirður ekkju-
maður eða uppgjafa-prestur. Getur verið sótt til Biblí-
unnar um Job, raunamaður. Og hamrafeldurinn breiði,
geislafeldurinn frá sólinni, breiðist yfir jörðina, sólin
kannske hugsuð sem bjarg, hamar, geisli = Gísli.Undir-
skriftin er þá Heiðvirður ekkjumaður Gissur gamli
Gíslason sóknarprestur Þingmúla í Skriðdal. Þetta er
presturinn í Þingmúla, d. 1647, faðir Bjarna skálds og
prests í Þingmúla.
Nú víkur sögunni til Páls Eggerts. í Æviskrám segir
hann, að séra Gissur eigi kvæði í Landsbókasafni. Nú
hefur dr. Stefán ekld veitt því athygli, því séra Gissur
er ekki með í þessu skáldatali. Þetta gæti bent á það,
að Páll Eggert hefði lesið undirskriftina á þessum nefnd-
um kvæðum og trúandi var honum til þess og annað
eigi séra Gissur ekki af skáldskap í safninu, fyrst dr.
Stefán kom ekki auga á það, því fátt mun hafa farið
framhjá honum er hann kannaði þetta efni í safninu.
Dr. Stefán tileinkar bókina konu sinni með svofelld-
um orðum: „Til Ingu minnar elskulegrar, því án henn-
ar hefði þessi bók ekki orðið til.“ Þetta er fallega sagt
og frá fallegu sagt, og ber að minnast þessa með þakk-
læti, og ég flyt þeim hjónum báðum þakklæti fyrir bók-
ina. Ég gleðst mjög af útkomu þessarar bókar. Ég þyk-
ist hafa komizt nokkuð á snoðir um það hvílíka námu
menningarsaga þjóðarinnar á í þessum kveðskap Aust-
firðinga og trúi því, að dr. Stefán hafi hér höggvið ís,
og allt sé nú greiðara eftir en áður, að fleyta þessu máli
fram úr sjálfheldunni.
Að síðustu hæfir það, að flytja eina efnislega ívitnun
í bókina. Björn Hjaltastaðarþinghárskáld, f. 1801, ekki
1807 eins og í bókinni stendur, á Vindfelli í Vopnafirði,
kvað þá vísu er mestur húsgangur var á Austurlandi á
19. öld:
Margt er það, sem gremur geð
glöggra kennir spora.
Illa fór hann ormur með
Evu móður vora.
412 Heima er bezt