Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 33
Menntasetur í strjálbýl
inu
(Niðurlag.)
Næst birtist hér sönn frásaga frá stríðsárunum, sem
heitir
FLUGMAÐURINN.
Höfundurinn skrifar undir dulnefni:
„Þessi saga gerðist snemma vors 1943. Það var sunnu-
dagur og klukkan var að verða tólf. Eg var inni að ljúka
við að raka mig. Þá kom bróðir minn hlaupandi inn og
sagðist hafa heyrt ógurlega sprengingu uppi í heiði, og
séð jafnframt mikinn eldblossa og reyk og enn þá sæ-
ist reykurinn, Við fórum upp á loft og þaðan sáum við
mikinn reyk lagði upp frá þeim stað, sem sprengingin
hafði orðið. Var reykurinn í austurátt séð frá okkur og
sást austan við Keili. En rétt í þessu kom ellefu ára
strákur frá næsta bæ og sagðist hafa séð flugvél hrapa.
Við ákváðum strax að fara upp eftir að sjá flugvélina,
ef eitthvað væri eftir af henni. Strákarnir lögðu strax
af stað, en ég fór niður að sjó og hóaði fénu upp, áður
en ég lagði af stað. Það var suðaustan gola og léttskýj-
að, en þó huldu skýin sólina annað slagið. Ég hljóp við
fót á eftir strákunum. Af hæðunum sá ég reykinn læð-
ast eftir jörðinni. „Þetta hlýtur að hafa verið stór flug-
vél, sem þarna hefur hrapað,“ hugsaði ég. En af hverju
skyldi hún hafa hrapað? Auðvitað hefur eitthvað bilað,
sem ekki er gott að segja, hvað hefur verið. Hvergi sá
ég strákana. Þeir hafa auðvitað hlaupið eins og ég, en
svo fóru þeir líka svolítið sunnar, og þá var það auð-
skilið að ég gat ekki séð þá. Ég stefndi á reykinn, sem
virtist koma upp úr lægð og smátt og smátt færðist ég
nær og nær. Allt í einu sá ég þrjá menn á hæð framund-
an og voru þeir þá farnir að hægja á sér. Ég nálgaðist þá
óðum. Sá ég þá að þetta voru strákarnir og flugmaður
með þeim. Ég fór að rifja upp það sem ég kunni í ensku,
því að ég vissi að strákarnir kunnu ekkert í henni. Það
fyrsta var að reyna að heilsa honum. Ég hafði heyrt
Ámeríkumenn segja: How do you do? þegar þeir hitt-
ast og ætlaði ég að reyna að apa það eftir. Bróðir minn
hélt á nokkurs konar tösku, en flugmaðurinn var með
hvíta tusku í hendinni. „How do you do?“ sagði ég um
leið og ég kom til þeirra. Hann rétti vinstri hendina upp
áð gagnauganu og heilsaði eins og hermönnum er títt.
Við stoppuðum svo allir. Hann var frekar lágvaxinn og
þrekinn í grænum samfesting, sem var með eintómum
rennilásum, en hvergi hnepptur. Utan á honum hékk
tæki til að tala í og fleira, sem ég gat ekki gizkað á hvað
var. Á höfðinu hafði hann þykka leðurhúfu, sem á voru
fest heyrnartól og út frá þessu hengu þráðarspottar.
Flann var í háleista á hægra fæti, en hafði nælt báthúf-
unni sinni á vinstra fót og hafði bundið utan um hvít-
um linda. Hann tók af sér hálsklútinn og sá ég að hann
var blóðugur, og hélt ég að hann væri svo mikið meidd-
ur, að hann gæti ekki talað. Hann var líka hruflaður á
nefinu og bar sig heldur illa. Ég gat ekki annað en vor-
kennt þessum aumingja manni. Hann fór ofan í vasa
sinn og kom með súkkulaði, sem hann gaf okkur. Síðan
tók hann upp vindling og kveikti í. Ég spurði á bjag-
aðri ensku, hvar félagar hans væru. Elann hristi höfuð-