Heima er bezt - 01.11.1964, Qupperneq 35
Ég vil að hann fari vel í rúmi, og hrjóti ekki, svo að
einhvern tíma sé hægt að sofa fyrir honum. Ég vil að
hann sé stundvís í matinn og ætíð hreinlega til fara, og
ekki teprulegur, þegar hann borðar. Svo má hann alls
ekki sötra, þegar hann drekkur. Ég vil að hann fari á
fætur á sunnudagsmorgna og gefi mér kaffi í rúmið.
Ég vil að hann sé ákaflega nærgætinn og blíður við mig,
og geri mig aldrei afbrýðisama. Helzt vil ég að hann
segi mér, hve heitt hann elski mig á hverjum degi. Hann
á alltaf að kyssa mig fyrir matinn, og hrósa mér, ef
honum finnst hann sérstaklega góður. Ykkur finnst ég
ef til vill vandlát, og vel get ég trúað, að ég finni aldrei
þann rétta.“
HVERNIG ÉG VIL EKKI HAFA
EIGINKONUNA.
„Hérna um daginn var birt grein í blaðinu undir dul-
nefninu X. Hún hét: „Hvernig ég vil hafa eiginmann-
inn.“ Býst ég við að hún hafi verið samin af einhverri
ungfrúnni. En þar sem ég er nú af hinu kyninu, finnst
mér að ég ætti að segja ykkur, hvernig ég vil hafa eigin-
konuna, en það ætla ég ekki að gera. En ég ætla að gefa
dálítið sýnishorn af því, hvernig hún má alls ekki vera.
En ef ég fer að fara út í þau mál, þá má vera að sumum
finnist ég taka nokkuð djúpt í árinni, en þar er líka úr
mildu að moða.
í fyrsta lagi má hún ekki vera feit. Það getur dregið
slæman dilk á eftir sér og ef til vill marga. En hún má
fara illa í rúmi, ef hana langar til, því að ég sef fast, og
er sæmilega hraustbyggður, að því er ég held.
Ég sá kvenmann fyrir skömmu. Það sýndist vera
allra laglegasta stelpa á bakið að sjá, en þið hefðuð átt
að sjá hana að framan. Ég er viss um, að hún hefur séð
báða sunnudagana í miðri viku, svo var hún hrottalega
rangeygð. Ekki hefði mér litizt á að ganga að eiga hana.
Ég er líka hræddur um að það hefði farið að fara um
minn mann, ef við hefðum slegið okkur saman, því að
mér hefur heyrzt það á sumum stúlkunum, að þær vilji
fá morgunkaffið í rúmið sem oftast. Að minnsta kosti
um helgar.
Ég ætla svo að slá botninn í þetta með því að segja
það, að fyrirmyndin er ekki úr næsta nágrenni. Og við
drengina vil ég segja þetta: Verið varkárir í vali ykkar,
því að ekki er allt gull, — jafnvel þótt það glói.“
Þá kemur hér stutt saga, sem höfundur nefnir:
MISTÖK.
Hann skrifar undir dulnefni:
„Það var fyrir allmörgum árum, að menntaður og
gáfaður maður af Suðurlandi fór að hugsa um, hvernig
hann ætti að fara að því að ná sér í konu, því að hann
var orðinn vel fullorðinn. Einhverju sinni fór hann í
Deildartunguhver.
erindum sínum vestur um land og kom víða við. Á ein-
um bænum gisti hann í tvær nætur, vegna veðurs. Þar
átti heima ríkur bóndi, sem átti tvær dætur gjafvaxta.
Önnur hét Hildur, en hin Guðný. Gestinum leizt strax
vel á Hildi. Hún var vel vaxin með mikið, dökkt liðað
hár, en hin var ljóshærð, nokkuð minni og gildvaxnari.
En nú heldur hann ferðinni áfram og lifir í yndis-
legum endurminningum á meðan á ferðalaginu stóð,
þar til að hann kom heim. Hálfum mánuði eftir heim-
komuna tekur hann sig til og stílar langt og mikið bón-
orðsbréf. En þegar hann ætlar að byrja á því, þá brá
honum heldur í brún. Hann var algjörlega búinn að
gleyma, hvað stúlkurnar hétu. Hann bíður því með að
senda bréfið frá sér í tvo til þrjá daga, til að vita, hvort
hann geti ekki rifjað upp nöfnin og áttað sig á því,
hvor þeirra hét hvoru nafninu. Að lokum taldi hann það
alveg öruggt, að það hafi verið Guðný, sem honum
leizt betur á, og lætur hann nú bónorðsbréfið fara með
þeirri utanáskrift. En meðal annars stóð í því, að hún
ætti að koma með næstu ferð.
Nú líður að því að ferð verður að vestan og bíður
hann fullur eftirvæntingar, að hún komi, og var hann
nú búinn að kaupa hús fyrir þau. Hann fer niður á
bryggju á bíl sínum og bíður þar komu skipsins. Þegar
skipið hafði lagzt að bryggjunni, fór hann strax um
borð. Hann hitti þar strax ljóshærðu systurina, sem
hann átti ekki von á. Hún ávarpar hann að fyrra bragði
og sagði „Komdu blessaður og sæll, elskan.“ En ekki
verður því með orðum lýst, hve illa honum brá við. En
hann lét sem ekkert væri og tók hana sér fyrir konu.
Þau eru mestu myndarhjón, en aldrei hafa þau átt
barn.“
Næsti þáttur fjallar um málefni, sem ætíð er eitt af
Heima er bezt 419