Heima er bezt - 01.11.1964, Side 36

Heima er bezt - 01.11.1964, Side 36
mestu vandamálum ungmenna, en það er skemmtana- lífið. Höfundur skrifar ekki undir nafni. Hann nefnir UM SKEMMTANIR OG ÁFENGI. „Það mun vera álit flestra, að fátt sé eins nauðsynlegt fyrir unga fólkið eins og hollar og góðar skemmtanir. Væri því ekki úr vegi að athuga, hvaða skemmtanir séu helzt á boðstólum. í flestum kauptúnum og kaupstöðum landsins munu vera starfandi kvikmyndahús. Um það eru allir sammála, að góðar kvikmyndir séu með betri skemmtunum, sem völ er á. En á því hefur oft viljað vera misbrestur. Það kann að vera, að mörgum þyki æs- andi og spennandi að sjá glæpamenn fremja innbrot, myrða menn og annað þvílíkt, en flestir hygg ég þó að hafi andstyggð á slíku. Og því verður ekki á móti mælt, að slíkt getur ekki haft góð áhrif á æskulýðinn. Margir hafa leiðzt á glapstigu sökum þess, að þeir hafa fyllzt svo mikilli aðdáun á slíkum ævintýrum, sem þeir hafa séð á kvikmyndatjaldinu, og er slíkt hörmu- lega farið. Það er hörmulegt, að jafn dásamleg upp- götvun og kvikmyndirnar, skuli verða til að draga menn niður í sorpið. Dansinn mun vera sú tegund skemmtana, sem algeng- ust er, enda er hann góð skemmtun. Það er líka svo, að minnsta kosti út um sveitir landsins, að dansinn er oft og tíðum eina skemmtun sem við verður komið. En leiður gestur vill oft verða samferða á dansleiki, án þess að honum sé boðið. Þessi gestur er Bakkus konungur. Konungur sá er mesti harðstjóri og leikur þegna sína illa. Varla getur ömurlegri sjón en ungan og efnilegan æskumann veltast ofurölvi fyrir hunda- og manna-fót- um. Áfengisnautn í miklum mæli er blettur á samkom- um, og væri óskandi, að menn kynnu svo fótum sínum forráð, að ekki þyrftu þeir að vera samkomum og sjálf- um sér til skammar. Og víst er um það, að mildu verða Við eldhúsborðið. skemmtanir allar ánægjulegri, þar sem áfengi hefur ver- ið gert útlægt. Eins finnst mér mjög óviðfelldið á skemmtisamkom- um, þegar tóbaksreykurinn ætlar allt að kæfa. En marg- ir virðast vera með þeim ósköpum gerðir, að þeir geta ekki komið svo á mannamót, að þeir ekki þurfi að drekka frá sér ráð og rænu, og eru svo bæði sjálfum sér og öðrum til leiðinda. Heyrt hef ég það sagt, að lestur góðrar bókar væri sú bezta skemmtun, sem til væri. Þar finnst mér nú of djúpt tekið í árinni, en samt er bóldestur máske sú tóm- stundaiðja, sem flestir stunda. Auk þess telja margir iðk- un íþrótta beztu skemmtunina, og svona mætti lengi telja. Hér skal ekki reynt að dæma um það, hver sé bezta skemmtunin, enda eru skoðanir manna í þeim efnum svo mismunandi, að vonlaust er að reyna að sam- ræma þær. En um það ættum við öll að sameinast, að skemmta okkur án áfengis.u Þá birtist hér að lokum snotur ritgerð, sem heitir BERNSKUHEIMILI MITT. Höfundur er Ingibjörg Sigjónsdóttir: „Ég ólst upp í litlum, lélegum torfbæ. Hann stóð á sléttum bala neðan undir litlu, vingjarnlegu fjalli. Bær- inn minn var heldur óásjálegur ásýndum, en þó fannst mér hann fallegur. Bæjarþilin breiddu sig móti birtunni og virtust vera svo hjartanlega ánægð með lífið og til- veruna. í mörg ár höfðu þau staðið þarna og boðið heiminum byrginn. Á sumrin, þegar allt var umvafið alls konar gróðri, var bærinn minn eins og ofurlítill hóll til að sjá. Á þak- inu voru hellusteinar, sem áttu að halda því niðri í stór- viðrum, en um gagnsemi þeirra veit ég annars ekki. Baðstofan var ekki stór, en þó var hún heimur út af fyrir sig. Á veggnum beint á móti uppgöngunni var / matsal. Við kvennaborðið. 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.