Heima er bezt - 01.11.1964, Page 37

Heima er bezt - 01.11.1964, Page 37
Karlakórinn. vegglampi, sem kveikt var á þegar dimma tók. Fyrir ofan lampann héltk mynd af Maríu mey með Jesúbarn- ið. Fleira var ekki til skrauts í baðstofunni. Rúmstæðin voru fjögur, tvö meðfram hvorri hlið. Á þeim sat heimilisfólkið við vinnu sína á kvöldin, þegar afi gamli las, með sinni rámu rödd, eitthvað til fróð- leiks og skemmtunar. Aðalhúsgagnið í eldhúsinu var gömul geggjuð elda- vél, sem spjó ösku og reyk í allar áttir, ef nokkur gola var. Fyrir nokkrum árum flutti ég frá þessum bæ. Og nú er hann í eyði. Þilin hallast fram, og þakið er dottið niður að mestu leyti. Bráðum verður ekkert eftir á þessum stað, nema ólöguleg hrúga af torfi og grjóti. Og enginn man eftir að þar hafi nokkurn tíma verið bær. Þetta var þó bernskuheimili mitt, sá staður, sem ég ann mest.“ LOKAORÐ. Fleiri sýnishorn af ritsmíðum og áhugamálum Reyk- holtsnemenda verða ekki birt að sinni. Eins og ég tók fram í byrjun, þá var mikill vandi að velja. Ég vona þó að ég hafi hitt á að birta sumt af því bezta, sem í skóla- blaðinu hefur birzt á undanförnum þremur áratugum. Reykholt í Borgarfirði er eitt af elztu og merkustu sögustöðum landsins, og saga þess er bæði glögg og merk. Frá fyrstu tímum sögualdar hefur Reykholt átt merka sögu og nú er það þjóðfrægt menntasetur. Ingi- björg Baldursdóttir hefur í þættinum hér að framan brugðið upp skyndimynd af Reykholtsskóla eftir 100 ár. Frumlegast hjá henni fannst mér lýsingin af súlunni í skólastofunni með myndræmunni, sem nemendur sátu í kringum á gólfinu. Af þessari myndræmu var allt lært. Nemendur þeirra tíma þurftu ekki að þreyta sig á bóklestri. Allt lá opið fyrir á myndræmunni. En hvað ber framtíðin í skauti sér í skólamálunum? Þeirri spurn- ingu er ekki auðvelt að svara, en hinir ótrúlegustu hlut- ir geta átt eftir að gerast á næstu áratugum. En hver verður framtíð Reykholtsdalsins? Þeirri spurningu verður naumast svarað í stuttum þætti. En það er dálítið spennandi að láta hugann fljúga fram í tímann og reyna að geta sér til um stórstígar breyting- ar sem væntanlega verða á næstu öld í Reykholtsdal. Reykholt heldur vitanlega áfram að vera þjóðfrægt menntasetur og skólastarfið tekur þeim breytingum og framförum, sem breyttir tímar krefjast. Byggingar auk- ast og kennslutækni breytist og fullkomnast og nem- endahópur hvers skólaárs stækkar. Reykholt með sínu umhverfi, — Snorragarði og stórbyggingum, verður fríðastur helgireitur í hinum frjósama og fagra Reyk- holtsdal. En hvað um sveitina, — dalinn sjálfan? Það þarf ekkert hugarflug eða spádómsgáfu til að spá því, að eftir nokkra áratugi, — eða segjum eina öld, — verði meginhluti Reykholtsdals allfjölmenn iðnaðar- borg, eins og þær gerast nú, t. d. í Englandi og Þýzka- landi, með háum reykháfum og kolareyk. — Nei. Það verður reyklaus iðnaðarborg. Það getur naumast liðið margir áratugir, þar til búið verður að beizla eða virkja á einhvern hátt hið geysilega afl og hitamagn, sem býr í Deildartunguhver. Hinn mikli konungur jarðhitans á cftir að gjörbreyta nágrenni sínu í sambandi við hina miklu tækniöld, sem framtíðin ber í skauti sínu og eng- inn getur stöðvað, jafnvel þótt margir ágætir menn ótt- ist áhrif hennar á allt mannkyn. Reykholtsskóli hefur á liðnum þremur áratugum skil- að héraðinu stórum hópi af framsæknum, dugmiklum ungmennum, sem unna skóla sínum og héraði. Munu þeir í framtíðinni verða samtaka um að efla hag og framfarir skólans og héraðsins. Stefán Jónsson. Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.