Heima er bezt - 01.11.1964, Page 38
í ágústblaðinu spurðist ég fyrir um Ijóð, sem kona á
Siglufirði óskaði að fá birt í Heima er bezt. Fyrsta ljóð-
línan var þannig: Ég sendi ykkur kveðju yfir sæinn.
Nú hefur Vigdís Einbjörnsdóttir á Rauðamel bent
mér á, að ljóðið er eftir Sig. Júl. Jóhannesson og er
prentað í einni ljóðabók hans. Og hér birtist ljóðið, það
heitir: Til vinanna heima.
Ég sendi ykkur kveðju yfir sæinn,
og sendi hana langt út í geim,
og hjarta mitt biður þess blæinn
að bera hana til ykkar heim.
Á morgnana er sól skín á sæinn
og söngfugla heyri ég lag,
af alhuga bið ég þess blæinn
að bera ykkur góðan dag.
Þá sólin er hnigin í sæinn,
og sofnar hvert auga rótt
af alhuga bið ég þess blæinn
að bera ykkur góða nótt.
Ég sendi ykkur kveðju yfir sæinn,
og sendi hana langt út í geim,
og hjarta mitt biður þess blæinn
að bera hana til ykkar heim.
Margir hafa beðið um Ijóð, sem heitir: Mærin frá
Mexíkó, sem mikið var sungið fyrir nokkrum árum.
Ljóðið er eftir Ólaf Gauk, og lagið eftir Lord Burgess.
Ragnar Bjarnason hefur sungið ljóð og lag á hljóm-
plötu:
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.
Hvert sem ég fer um fjarlæg lönd,
hvert sem fleyið ber mig að sjávarströnd.
Ætíð, er lít ég í augun brún,
heitt ég óska, að þarna stæði hún.
:,: Því mín æskuást mun aldrei mást,
enga gleði mér lífið bjó,
þar til ég fer um fjarlæg ver
og færi hana burtu frá Mexíkó :,:
Þá kemur hér ljóð, sem oft hefur verið beðið um og
mikið var sungið fyrir tveimur áratugum, en það eru
vísur Pálínu eða Pálína. — Ekki er mér kunnur höfund-
urinn, en Ragnar Bjarnason hefur sungið ljóð og lag á
hljómplötu:
Það var einu sinni kerling
og hún hét Pálína,
Pálína-na-na, Pála Pála Pálína.
Það eina sem hún átti
var saumamaskína,
maskína-na-na, sauma saumamaskína.
Og kerlingin var lofuð
og hann hét Jósafat,
Jósafat-fat-fat, Jósa Jósa Jósafat.
En hann var voða heimskur
og hún var apparat,
apparat-rat-rat, appa appa apparat.
Hann átti gamlan kútter
og hann hét gamli Larz,
Gamli Larz, Larz, Larz
Gamli, Gamli Gamli Larz.
Hann erfði hann frá mútter
og hún var voða skarz
voða skarz, skarz, skarz,
voða voða voða skarz.
Eitt sinn kom til mín yngismær
með augun brún, sem ljómuðu, blíð og skær.
Ég gerðist bráður og bað um hönd,
og biddu fyrir þér, mér héldu engin bönd.
Ég var ungur þá og hýr á brá,
en ekki féll henni við mig þó.
Hún kvaðst ei vilja væskils grey,
og ég varð að skilja hana eftir í Mexíkó.
Mætt hef ég síðan meyjafjöld,
og margar buðu mér hjarta sitt, auð og völd.
Að orðum þeirra ég aðeins hló,
mér efst í huga var mærin frá Mexíkó.
Svo hripaði hann línu
til hennar Pálínu,
Pálínu-nu-nu Pálu Pálu Pálínu.
Og bauð henni út á Larz
með sína saumamaskínu
maskínu-nu-nu sauma saumamaskínu.
Svo sigldu þau á blússi
út á hið bláa haf
bláa haf haf haf bláa bláa bláa haf.
Svo rákust þau á blindsker
og allt ætlaði í kaf
allt í kaf kaf kaf, allt í bóla bláa kaf.
422 Heima er bezt