Heima er bezt - 01.11.1964, Page 39
Og Jósafat hann æpti:
Við höfum okkur fest
höfum fest fest fest, höfum höfum okkur fest.
Ég held ég verði að kasta
minni balla balla lest
ballalest-lest-lest, balla balla ballalest.
Það fyrsta sem hann kastaði
var saumamaskínan,
maskína-na-na, sauma saumamaskína.
Á eftir fór í hafið
hans kæra Pálína,
Pálína-na-na, Pála Pála Pálína.
Nú reikar hann um og syrgir
sína góðu kærustu,
kærustu-stu-stu, sína kæru kerlingu,
sem situr niðri á hafsbotni
og snýr saumamaskínu
maskínu-nu-nu, sauma saumamaskínu.
Þá kemur hér að lokum lítið ljóð eftir Tólfta septem-
ber. Ljóðið heitir Litla stúilkan við hliðið.
Það er sungið á hljómplötu af Erlu Þorsteinsdóttur.
Tólfti september hefur samið mikið af léttum ljóðum
og lögum. Það er opinbert leyndarmál, að Tólfti sept-
ember er dulnefni Freymóðs Jóhannessonar, sem er
bæði ljóðskáld og lagasmiður:
Við hliðið stend ég eftir ein,
— ó elsku pabbi minn, —
og tárin mín svo heit og hrein,
þau hníga á gangstíginn.
En höndin veifar, — veifar ótt.
— Þú veizt ég sakna þín. —
Ó komdu aftur — komdu fljótt,
æ, komdu þá til mín.
Oft réna sorgir furðu fljótt
hjá fjögra ára snót.
Og langir dagar líða hljótt
við leik og margs kyns dót.
En kætin vaknar hvert sinn, er
þú kemur, pabbi minn.
Þá hendist ég um háls á þér
og halla kinn að kinn.
Já, þá er gaman, — hlegið hátt,
og hjalað margt um stórt og smátt
og hoppað, sungið, svalað þrá,
unz svefninn lokar brá.
Fleiri ljóð birtast ekki að þessu sinni.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
Lífshamingja og gullpeningur
Framhald af bls. 416. --------------------------
Gekk svo alllengi, að þetta var talinn reitingsafli.
Straumur var mikill og barst báturinn meira suður í sjó
en gott þótti. Nú fór að vinda lítið eitt á suðvestan og
segir formaður, að bezt sé að hafa upp færin og halda
til lands, svo fallið verði okkur hagstætt við ósinn. Við
vorum nokkuð vestarlega fyrir, út af Vestra-Homi,
sem skilur Lónssveit og Homafjörð — áttum við því að
fara inn á milli Skerja-Fjarðarskerja. Sigurður lætur nú
setja upp segl, til að létta okkur róðurinn til lands. Ekki
var mér vel við það, þótt ég þegði. Ég minntist þess, að
tveir af Þorgeirsstaðabræðrum höfðu farizt við siglingu
í Stöðvarfirði fyrir nokkmm ámm. Var gizkað á, að
þeir hefðu bundið seglið fast, en enginn vissi um ástæð-
ur til slyssins. Hér hlaut samt öllu að vera óhætt. Mað-
ur hélt í skautið tilbúinn að slaka á og hleypa vindinum
úr, ef á reyndi. Var nú góður skriður á bátnum og
skipshöfnin í sólskinsskapi.
Allt í einu kemur vindhviða svo snörp, að báturinn
leggst alveg á hliðina, undan henni, seglið liggur í sjón-
um, allt lauslegt, munir og menn, kastast í það borðið
og sjórinn fossar inn í bátinn. Það hlýtur að fylla eða
hvolfa á næsta augnabliki, en svo varð ekki. Mastrið
flaut við hlið bátsins, það hafði brotnað við þóftuna.
Þá hætti sjórinn að renna inn. Ég leit til formannsins,
hann brosti og sagði, ailir menn yfir í hitt borðið, farið
að ausa. Hættunnar stund var liðin hjá, af því að mast-
ur úr völdum viði reyndist ekld óbrjótandi. Ekki man
ég nú hvort mér kom í hug gullpeningurinn góði, en
allir lofuðum við hinn góða guð, sem okkur var í æsku
kennt að hefði líf mannanna í hendi sér.
BRÉFASKIPTI
Jónas Sigurjónsson, Stóru-Giljá, Austur-Húnavatnssýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 17—20 ára.
Rósa E. Reynisdóttir og Kristjana G. Friðriksdóttir, báðar á Al-
þýðuskólanum að Laugum, Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, óska
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt að
mynd fylgi fyrsta bréfi.
Einar Magnús Matthiasson, Hraðfrystistöð Keflavíkur, Keflavík,
óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 25—30 ára. Æski-
legt að mynd fylgi.
Svandis G. Magnúsdóttir, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—17 ára.
Ingibjörg G. Jóhannsdóttir og Kristbjörg R. Magnúsdóttir, báð-
ar á Hólmavík, Strandasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða
stúlkur á aldrinum 10—12 ára.
Sigfriður Magnúsdóttir, Hólmavík, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 9—11 ára.
Þorbjörg Magnúsdóttir og Sigrún Ásgeirsdóttir, báðar á Hólma-
vík, Strandasýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á
aldrinum 12—14 ára.
Heima er bezt 423