Heima er bezt - 01.11.1964, Síða 40
SJÖUNDI HLUTI.
— Það er ekki að þakka. Ertu þá ánægður með þetta?
— Já, ég er það.
— Mér þykir gott að hevra það. Og þá er að snúa
sér að starfinu á ný og drífa áfram húsbygginguna með
fullum krafti.
— Já, og eftir því sem afköstin hafa verið í sumar,
ætti það að takast að koma húsinu undir þak fyrir
haustið.
— Það vona ég líka að verði. Þú getur svo leigt mér
íbúð í nýja húsinu, pabbi, þegar það er fullgert, ef ég
skyldi þá brátt stofna mitt eigið heimili. Hvað segir þú
um það?
— Ertu að hugsa um að fara að búa, drengur?
— Já, því ekld það. Slíkt er eðli ungra manna að fá
sér konu og hefja síðan búskap.
— Nú, ertu kannski kominn að því að kvænast? Það
vottar fyrir kaldhæðni í rödd Þorgríms, en Trausti
sinnir því engu og segir jafnrólegur og áður:
— Já, fái ég þá stúlku, sem ég felli hug til, dreg ég
það ekki lengi að kvænast.
Þorgrímur tekur að ókyrrast í sæti sínu, og óþægileg
geðbrigði leyna sér ekki í svip hans. En Trausti heldur
áfram:
— Mér finnst það sjálfsagt og eðlilegt, að á milli okk-
ar feðganna sé fullkominn trúnaður, og þess vegna ætla
ég að segja þér í hreinskilni, hver stúlkan er, sem ég
felli hug til, þó að ég hafi enn ekki leitað eftir svari
hennar. Það er hún Svanhildur, bústýra þín.
Þorgrímur sprettur upp af stólnum. — Svanhildur er
heitbundin mér, segir hann þungri röddu.
— Heitbundin þér, gömlum manni, og hún svona
ung!
— Það skiptir engu máli um aldurinn, hún er mér
gefin!
— En gafst hún þér þá af frjálsum vilja? RöddTrausta
er einbeitt og festuleg.
— Hvað eiga svona spurningar að þýða, drengur?
Þorgrímur er að missa valdið á skapi sínu. En Trausti
svarar alveg rólegur:
— Þær eiga að þýða það, að hér skal sannleikurinn
knúinn fram í dagsljósið. — Var Svanhildur ekki upp-
haflega neydd til þess að lofast þér?
— Hefur einhver sagt þér það?
— Ég er að spyrja þig. Þú hlýtur að vita það bezt, á
hvern hátt hún var þér gefin, eins og þú orðaðir það
áðan.
— Það eru mín einkamál!
— Já, vitanlega, en svo ljót geta þau einkamál verið,
að það sé ekki mannsæmandi, að þú ráðir þeim einn!
Nokkur andartök er Þorgrímur orðvana af reiði. Slík-
an talsmáta hefur enginn þorað að bjóða honum áður.
Svo slær hann krepptum hnefanum harkalega í borðið
og segir skjálfandi röddu:
— Þér kemur þetta ekkert við! Þú hefur engan rétt
til að blanda þér í mín einkamál.
— Ég ætla nú samt að taka mér þann rétt til þess að
forða þér frá þessu glæpsamlega athæfi þínu!
— Glæpsamlega! Ertu að bera það á föður þinn, að
hann sé glæpamaður! Þorgrímur skelfur af heift og
undrun yfir dirfsku sonar síns. En Trausti hikar hvergi
og segir rólega með þungri áherzlu:
— I mínum augum er það glæpsamlegt athæfi að
neyða unga og saklausa stúlku til hjúskapar, og engu
síður þó hjónabandið eigi að heita greiðsla fyrir jarðar-
kaup og annan fjárhagslegan stuðning við fátæka for-
eldra hennar! En liggur ekki þannig í málinu? Gætir
þú borið á móti því með réttu?
— Hver hefur frætt þig um þetta?
— Það skiptir engu máli. En er þetta ekki satt?
Þorgrímur svarar því engu, en slær krepptum hnef-
anum í borðið að nýju og segir hás af geðshræringu:
— Þú ert dálaglegur sonur! Kemur hingað og ætlar
424 Heima er bezt