Heima er bezt - 01.11.1964, Síða 41

Heima er bezt - 01.11.1964, Síða 41
oð eyðileggja framtíð föður þíns! Hvað kallar þú slíkt athæfi? Líklega ekki glæpsamlegt? — Ég hefi aldrei ætlað mér að spilla framtíð þinni á neinn hátt, pabbi, síður en svo. En ég skal ónýta það ómannsæmandi áform þitt að ætla að eyðileggja lífs- hamingju ungrar stúlku með því að þröngva henni til að giftast þér fyrir nokkrar krónur, sem þú hefur látið af hendi rakna við foreldra hennar! Ég hefi hingað til álitið þig heiðarlegan mann með samvizku, og geri það enn. Og nú skaltu beygja þig til fundar við þína eigin samvizku og hugsa þetta mál fyrir dómstóli hennar, og þá vona ég, að þú berir gæfu til þess að sjá þetta athæfi þitt í réttu Ijósi og breytir samkvæmt því, svo að til frekari átaka þurfi ekki að koma. En ég hopa aldrei af hólmi í þessu máli, því að þar berzt ég fyrir réttum málsstað! Þorgrímur æðir að syni sínum með kreppta hnefana. — Burt með þig héðan! Burt með þig strax! hrópar hann hásri röddu og reiðir hnefana til höggs. En Trausti horfir óhræddur á reidda hnefa föður síns og hreyfir sig hvergi. — Þú skalt bara berja mig, pabbi minn, finnist þér það sæmandi, segir hann rólega. Þorgrímur hikar andartak, en lætur síðan hnefana falla án þess að snerta son sinn. — Burt með þig! Út með þig héðan! hrópar hann að ný)u- — Já, nú skal ég ganga héðan út í þetta sinn, svo að þú getir einn í næði gert upp reikningana við samvizku þína og sjálfan þig. Góða nótt! Trausti rís á fætur og gengur hægt og rólega fram úr svefnherbergi föður síns og lokar dyrunum á eftir sér. Þorgrímur æðir fram að hurðinni og læsir henni með lyklinum. Hingað inn skal enginn komast, fyrr en hann leyfir! Síðan tekur hann á rás um gólfið í óstjórnlegum æsingi. Hvílíkur sonur sem hann á! Að voga sér að koma svona fram við hann. Hvílíkur sonur! Þorgrímur skelfur eins og hrísla fyrir vindi, og höfuð hans verður skyndilega eitthvað svo einkennilega þungt. Hann missir af föstum hugsanaþræði, og máttinn dreg- ur úr líkama hans. Ofsaleg geðshræringin er að bera hann ofurliði. Hann reikar að rúmi sínu og hnígur út af í það. Þokukenndur dvali færist yfir hann, og hann getur ekki lengur hugsað neitt í samhengi. En svo hverf- ur vitund hans brátt með öllu eins og í algleymissvefni. Og nóttin sezt hljóð að völdum .... Sólin ljómar í hádegisstað. Steinvör og Svanhildur hafa sameiginlega framreitt hádegisverð, og karlmenn- irnir á Fremra-Núpi eru allir samankomnir í eldhúsinu til máltíðarinnar nema Þorgrímur. Hann hefur enn ekki komið fram úr svefnherbergi sínu á þessum morgni, og enginn orðið hans var á neinn hátt. Svanhildur hefur nú í fyrsta sinn, síðan hún veiktist, tekið þátt í morgunverkunum með Steinvöru. Hún er nú orðin svo vel hress, að Steinvör getur ekki lengur haft neitt á móti því, að hún fari að sinna léttum störf- um á ný með henni. Þorgrímur hefur lítið talað við Svanhildi, síðan hjóna- vígslan fórst fyrir, og ekkert minnst á þau mistök, svo henni er með öllu ókunnugt um afstöðu hans í því máli. Sjálf reynir hún að hugsa sem minnst um það. En verði hún krafin þeirrar fórnar að nýju, að giftast Þorgrími, ætlar hún ekki að bregðast heiti sínu við foreldra sína, heldur setjast á brúðarbekkinn með honum öðru sinni, hvernig sem það fer. En það verður á ábyrgð þeirra, sem til þess stofna. í gegnum þessa reynslu hefur Svan- hildur öðlazt örugga óbifanlega ró, sem hún hefur aldrei áður þekkt, og hún kvíðir engu. Steinvör lítur yfir heimilisfólkið og spyr það um Þorgrím, en ekkert þeirra hefur séð hann þennan morg- un. Hún óttast að eitthvað kunni að vera að honum, þar sem hann hefur ekki farið til vinnu í morgun, hann, sem er vanur að ganga til starfa á morgnana með þeim allra fyrstu. Trausti óttast það einnig, að faðir sinn kunni að vera eitthvað lasinn. Gamli maðurinn var yfir sig reiður, er þeir skildu í gærkvöld, og ekki gott að vita, hve fljótt honum hefur tekizt að jafna sig að fullu eftir allan þann geðofsa. Það gæti hafa haft slæm eftirköst. En Trausta finnst, að þar sem faðir hans vísaði honum á dyr í gær- kvöld, ætti hann ekki að leita til fundar við hann að fyrra bragði, nema nauðsyn krefji, eða gamli maðurinn æski þess sjálfur. En þá skal heldur ekki standa á hon- um. Trausti segir því við Steinvöru: — Viltu ekki athuga fyrir okkur, hvernig gamla manninum líður, Steinvör mín? — Jú, góði minn, ég skal gera það. Hún gengur síð- an inn að svefnherbergi Þorgríms og drepur þar létt á dyr, en fær ekkert svar. Hún reynir aftur, en árangurs- laust. Þá ætlar hún óboðin að opna dyrnar og líta inn, en hurðin er afiaest. Hún kallar þá allhátt: — Ertu inni, Þorgrímur? — Hver er þar? heyrir hún spurt veikri röddu fyrir innan. — Það er Steinvör. — Ertu ein? — Já. — Ég skal opna fyrir þér. Þorgrímur lýkur brátt upp hurðinni og hleypir Stein- vöru inn fyrir, en læsir svo dyrunum aftur. Hann er í nærklæðunum einum og líkist frekar vofu en mennsk- um manni. Eitthvað meira en lítið hlýtur að hafa kom- ið fyrir hann. Hann reikar strax aftur að rúmi sínu og leggst fyrir án þess að yrða frekar á Steinvöru. En hún færir sig nær rúminu til hans og spyr rólega: — Ertu veikur, Þorgrímur? — Já, ég er veikur. — Hvað er hægt að gera fyrir þig? — Ekkert! Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.