Heima er bezt - 01.11.1964, Page 43

Heima er bezt - 01.11.1964, Page 43
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Jón Helgason: Tyrkjaránið. Reykjavík 1963. Setberg. Tyrkjaránið er einn af ægilegustu atburðum sögu vorrar, og vafasamt er, hvort nokkur einstakur atburður hefur markað jafn djúp spor í hugum jrjóðarinnar og fyllt þá skelfingu öldum sam- an, og jafnvel framundir vora daga. Margt hefur verið ritað um Tyrkjaránið fyrr og síðar, bæði í bundnu máli og óbundnu, en flest af því er fremur óaðgengilegt lesefni nútímamönnum, þótt á prenti sé. Þessa nýju Tyrkjaránssögu hefur Jón Helgason ritað eft- ir þeini samtímaheimildum, sem fyrir liggja, bæði íslenzkum og því, sem hann hefur skyggnzt um atburði og ástand suður x Al- geirsborg á þeim árum, sem sagan gerist. Hefur hann gert úr þessu mjög læsilega bók, sem gefur oss glögga hugmynd um ógnir ráns- ins sjálfs og ævi og örlög þess fólks, sem hertekið var, að svo miklu leyti sent það er kunnugt. Höfundur hefur sýnt það fyrr, að hon- um er lagið að blása lífi í þurrt efni, og skapa læsilega frásögn úr brotasilfri heimilda. Hvorttveggja hefur honum tekizt hér á hinn bezta hátt. Jónas Jónsson: Aldir og augnablik. Akureyri — Reykja- vík 1964. Afmælisútgáfan. Þótt deilurnar um Jónas Jónsson hafi oft risið hátt, hefur aldrei verið um það deilt, að hann væri einn af ritsnjöllustu mönnum þjóðarinnar, og kunnað þá list að gera jafnvel dægurflugur blaða- greina að bókmenntum. Bók þessi, sem er að mestu samsafn blaða- greina, frá síðari árum, sannar þetta áþreifanlega. Greinarnar eru eins og höfundur segir í formála „í eðli sínu áróður", en engu að síður eru þær lífvænlcgar og verða áreiðanlega lesnar löngu eftir að höfundur þeirra er liðinn. Eins og nærri má geta kemur höf- undur víða við, lofar og lastar, varar við og eggjar til dáða. Vafa- laust verða margir honum ósammála um einstök atriði, eins og ætíð hlýtur að vera, þegar rxett er um almenn mál, en hitt er jafn óumflýjanlegt að viðurkenna, að það er fullkomið andvaraleysi að láta sér orð hans sem vind um eyrun þjóta. Enginn fær neitað reynslti höfundar. Framsýni hans og skarpskyggni verður heldur ekki í efa drcgin, og þótt höfundi ef til vill missjáist sums staðar, er það vondur vitnisburður um lesendurna, ef þeir sinna í engu máli hans, því að bókin er orð í tíma töluð. í þessum þætti er nú getið annarrar bókar sem flvtur blaðagreinar. Þótt höfundarnir kunni mér e. t. v. litlar þakkir fyrir að nefna þá saman, get ég ekki varizt því að gera lítilsháttar samanbuið. Höfundarnir eru ólíkir að aldri og lífsviðhorfum. En báðir hafa þeir opin augun fyrir ýmsum meinsemdum, scm þjóðfélag vort þjá og rita um þær hispurslaust. Þcir eiga því skilið að eftir þeim verði tekið. Hilmar Jónsson: Rismál. Reykjavík 1964. Þetta er safn blaðagreina, sem höfundur hefur skrifað slðustu árin. Skiptast þær í tvo flokka: Stjórnmál og Bókmenntir. Víða er komið við og höfundur er hispurslaus og ómyrkur í máli bæði til lofs og lasts. Hann hikar ekki við að segja þeim til syndanna, sem honum þykir eiga það skilið, og undanskilur þar engan stjórnmála- flokk. Fyrir þær sakir er bókin hressandi lestur, og á skilið að vera lesin, því að hún vekur til umhugsunar um að ýmsir í þjóðfélagi voru séu ekki eins og vera bæri, hvort sem menn eru höf. sammála í hverju smáatriði eða ekki. Og vissulega geta allir aðrir en stein- blindir einræðissinnar tekið undir með höfundi urn þá hættu, sem vofir yfir lýðræði og mannlegu frelsi, vegna dekurs við einræðis- öflin og kæruleysis um að fylgjast með hvert stefnt sé, og þess skorts á æðri siðferðilegum sjónarmiðum, sem alltof víða virðist koma fram. í bókmenntakaflanum fá atómskáldin sinn skerf mæld- an að verðleikum, og höfundur hikar ekki við að taka dýrlinga nútímabókmenntanna, Nóbelsskáldið I.axness, Þórberg og fleiri til verðugrar bænar. Mætti ef til vill svo fara að menn hættu að gapa af hrifningu yfir hverju orði, sem út gengur frá þeirra nnxnni. Höfundur á þakkir skilið fyrir djarfmæli sín, þótt hann ef til vill hefði náð betri árangri og áhrifum með hógværari orðum en hann við hefur. Dr. Stefán Einarsson: Austfirzk skáld og rithöfundar. Akureyri 1964 Bókaforlag Odds Bjömssonar. Hinn mikilvirki og góðkunni fræðimaður, Stefán Einarsson pró- fessor, sendir hér frá sér mikið rit um austfirzk skáld og rithöf- unda frá fornöld til nútímans. Hefur hann safnað þar saman mikl- um fróðlcik með atorku og eljusemi, sem endurnærð hefur verið á ást höfundar á efninu og átthögunum. Þarna er getið margra tuga manna, sem við bóklega iðju hafa fengizt. Sumir þeirra að vístl löngu þjóðkunnir, en hinir munu þó fleiri, sem lítt eða ekki hef- ur verið við getið utan næsta nágrennis síns. Er vel farið að minn- ingu slíkra manna sé á loft haldið, þótt blettur þeirra í bókmennt- unum sé ef til vill ekki stór. Skemmtilegt er að sjá hversu skáld- mennt og fræðimcnnska hefur legið þar eystra í tilteknum ættum, og er þar um merkilegt rannsóknarefni að ræða, sem bók Stefáns gefur nokkurn lykil að. Hins vegar má deila tim, hvort allir þeir, sem þarna eru taldir, séu í raun réttri Austfirðingar. Virðist höf. ekki halda sig við nokkra fasta reglu um það. Þannig er síra Einar í Heydölum talinn austfirzkur, og var hann þó norðlenzkur mað- ur, sem ekki kom í Austurland fyrr en roskinn að árum. Einar Kvaran var að vísu fæddur eystra, og austfirzkrar ættar, en dvald- ist aldrei í þeim landshluta eftir að hann fluttist þaðan á fyrsta ári. Þorsteinn Gíslason er einnig talinn austfirzkur, þótt fæddur væri við Eyjafjörð og æli mestan aldur sinn frá skólaárum utan Austurlands. Eins og vænta má um fræðirit af þessu tagi er það ekki beinn skemmtilestur, en það flytur margvíslegan fróðleik, sem fengur er að hafa á einum stað, og hlýtur því að verða kærkomið öllum þeim, sem unna íslenzkum bókmenntum og mannfræði, og ekki sízt Austfirðingum. llókin er VI. bindi í ritsafninu Austurland. St. Std. Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.