Heima er bezt - 01.10.1967, Side 5

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 5
Ingigerður Eiriksdóttir húsfreyja á Skipum. Jón Ingvarsson bóndi á Skipum. Forfeður Jóns í föðurætt lifðu flestir lífi sínu á Stokkseyri og nágrenni langt í aldir fram. I Stokkseyr- arsögu dr. Guðna Jónssonar, segir meðal annars um Hannes (mannlýsing Jóns Pálssonar): „Reglumaður var hann og snyrtilegur í framkomu, enda naut hann almenningshylli og virðingar. Hann mátti teljast meðal hinna bezt megandi manna í Stokks- eyrarhreppi, meðal betri formanna og beztu húsbænda, vinnusamur, nýtinn og sparsamur“. Um hann kvað Steingrímur Jónsson í formannavís- um sínum: Hannes þjóna heppinn má. Hannessonur er hann. Hvals á frónið hleypir sá húnaljóni Skipum frá. Föðuramma Jóns Ingvarssonar, kona Hannesar, var Sigurbjörg Gísladóttir hreppstjóra í Vatnsholti í Flóa, systir Guðlaugar móður Ásgríms Jónssonar málara. Ætt hennar bjó í Hrunamannahreppi og enn fyrr í Land- sveit. Um hana segir í Stokkseyringasögu dr. G. J. (mannlýsing Jóns Pálssonar): „Hún var meðal hinna merkustu kvenna þar eystra, höfðingleg í sjón og reynd, björt yfiriitum, greind og góð kona.“ Móðurforeldrar Jóns Ingvarssonar á Skipum, Jón Bjarnason og Margrét Eiríksdóttir, bjuggu í langa tíð í Sandlækjarkoti góðu búi. Þeirra ættir bjuggu um upp- sveitir Árnessýslu. Þau áttu sex dætur og tvo sonu. Tvær dæturnar giftust að Skipum: Vilborg Ingvari, en Mar- grét Gísla bróður Ingvars. Gísli bjó síðar í Gaulverja- bæ og í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi. Hann var faðir Bjarna á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi og dr. Jóns Gíslasonar skólastjóra Verzlunarskóla íslands og þeirra systkina. Uppeldi. Störf í æsku. Nám til fermingar. Jón Ingvarsson er alinn upp á Skipum hjá föður sín- um og seinni konu hans, Guðfinnu Guðmundsdóttur frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi, frá því að hann fjögra ára gamall missti móður sína. Hann vandist snemma á að taka þátt í lífsbaráttu heimilisins með föð- ur sínum, stjúpmóður og systkinum. Þarfirnar voru Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.