Heima er bezt - 01.10.1967, Side 22

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 22
Hjónin á Ósi, börn peirra og tengdabörn. verið líkamlega hraust þá stundaði hún um mörg ár all- mikla vinnu utan heimilis til þess að afla því tekna um- fram þá björg, er bóndi hennar dró í búið. Og þetta gjörði hún á þeim árum, er börnin voru enn á ungum aldri og ósjálfbjarga og því ærið verkefni og meira en það húsmóður á slíku heimili. Það var órækur vitnis- burður um atorku hennar og vökula ábyrgðartilfinn- ingu: Að axla sjálf sínar byrðar, svo sem frekast er unnt, en látaj^ær ekki öðrum eftir. Mætti það fordæmi Berg- rúnar Arnadóttur vera mörgum manninum í þjóðfélagi voru holl lexía og vænlegri til nokkurs þroska, en sú skefjalausa kröfupólitík, er nú tröllríður þjóðfélaginu og mér skilst, að þjóni svipuðu hlutverki og mögru belj- urnar hans gamla Faraós. Það mun ekki hafa auðveldað þeim Bergrúnu og Jó- hanni harða lífsbaráttu, að þeim fór sem fleira fólki í alþýðustétt á þeim árum, sem ekki var borið til arfs, eða annarra skyldra hlunninda, að þau voru Iengi framan af hjúskaparárum sínum staðfestulaus að kalla mátti um dvalarstað og því útilokað, að þau gætu hlúð að, eða byggt upp nokkurn ákveðinn reit með það takmark í huga að þar gætu þau síðar notið nokkurs ávaxtar af erfiði sínu, er svo mætti létta þeim lífsbaráttuna. Fyrstu hjúskaparár sín dvöldu þau á Víkingsstöðum á Völlum og Fljarðarhaga á Jökuldal í vinnumennsku og hús- mennsku. En er þau stofnuðu sjálfstætt heimili bjuggu þau fyrst í Brúnavík og Kjólsvík í Borgarfjarðarhreppi og síðar í Tungu og á Hrauni unz þau eignuðust húsið Os í Bakkagerðisþorpi árið 1935. Það hafa þau síðan stækkað og endurbyggt, ræktað mikið land og reist stór peningshús, enda er nú rekið þarna myndarlegt sauðfjár- bú. Og á Ósi eyða nú þessi öldnu atorku- og sæmdar- hjón ævikvöldinu, ekki í hvíld eða aðgerðarleysi, þótt vel hefðu þau til þess unnið eftir langan og annasaman vinnudag heldur í starfi og önn. Og þótt það þyki nú ef til vill harðneskjuleg ósk, þá leyfi ég mér að vona, að Forsjónin verði þeim svo hliðholl, að þau fái haldið því áfram meðan ævin endist, því ég hygg, að aðgerðaleysi yrði þeim fremur dauði en líf. Það var hinn 17. ágúst 1966 að 5 bifreiðir, þéttsetnar fólki runnu í hlað á Osi. Þar voru þau komin börn þeirra Óshjóna, öll þau er búsett eru í öðrum landsfjórðungi, makar þeirra og börn. Tilefni þessarar óvenjulegu og ánægjulegu hópferðar voru merkisafmæli þeirra Berg- rúnar og Jóhanns á því ári og sem fyrr hefur verið getið hér. Heimsókn þessarar fjölskyldu til Borgarfjarðar og það, sem síðar verður getið hér að nokkru er fagur, hug- Ijúfur og lofsverður vitnisburður um hlýhug og ræktar- semi þessara systkina — sem öll eru manndóms- og drengskaparfólk — ekki aðeins í garð foreldra sinna, heldur og líka fæðingarbyggðar þeirra. Laugardaginn 20. ágúst héldu börn og tengdabörn þeirra Bergrúnar og Jóhanns þeim ánægjulegt og virðu- legt samsæti í Barnaskólanum á Borgarfirði. Mun fá- 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.