Heima er bezt - 01.10.1967, Side 27

Heima er bezt - 01.10.1967, Side 27
Reykjaskóli. kominn var. Hún kvaðst engan hafa séð. Og er þau töluðu þetta, laust Þorbjörn mikið högg á dymar. Þá mælti Atli: „Mig vill hann finna og mun hann eiga er- indi við mig hversu þarft, sem er.“ Gekk Atli þá fram í dyrnar. Hann sá engan út. Væta var úti mikil, og því gekk hann eigi út, en hélt sinni hendi í hvorn dyrastaf- inn og litast svo um. í því snaraðist Þorbjörn fram fyrir dyrnar og lagði tveim höndum spjótinu á Atla miðjum, svo að í gegnum hann stóð. Atli mælti við, er hann fékk lagið: „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin.11 Hann féll síðan fram á þröskuld- inn. Þetta var mikið níðingsverk, enda var skammt til hefndarinnar. Skömmu eftir að þetta gerðist kom Grettir heim frá útlöndum. Hann kom að landi í Borgarfirði syðra, og reið frá skipi með leynd norður yfir heiðar að Bjargi í Miðfirði. Móðir hans tók honum vel, en þá sagði hún það, sem síðan er í minnum haft: „Velkominn frændi,“ sagði hún, „en svipul verður mér sonaeignin. Er sá nú drepinn, er mér var þarfastur, en þú ert útlægur gerr og óbótamaður, en hinn þriðji er svo ungur, að ekki má aðhafast.“ Grettir sagði henni til hughreystingar að Atla myndi hefnt. Ekki spurðist það strax, að Grettir myndi heim kominn. Einn góðan veðurdag litlu síðar, reið Grettir vestur yfir háls til Þóroddsstaða. Hann kom þar nærri hádegi og drap á dyr. Konur gengu út og heilsuðu honum. Þær kenndu hann ekki. Hann spurði að Þorbirni. Þær sögðu hann farinn á engjar að binda hey, og með hon- um sonur hans sextán vetra. Þar gengur ein mýrr ofan úr hálsinum og hafði Þor- björn látið slá þar mikið hey, og var það þá full þurrt. Ætlaði hann það heim að binda og sveinninn með hon- um, en kona tók rökin. Grettir reið nú neðan á teiginn, en þeir feðgarnir voru ofar og höfðu bundið eina klyf, en voru þá að annarri. Þorbjörn hafði sett skjöld sinn og sverð við klyfina, en sveinninn hafði handöxi hjá sér. Grettir steig af baki. Hann hafði hjálm á höfði og gyrður saxi, og spjót mikið í hendi, og engir krókarnir á, og var silfurreldnn falurinn. Grettir settist niður og tók úr geirnaglann, því að hann vildi eigi að Þorbjöm mætti aftur senda. Þá mælti Þorbjörn við sveininn: „Þetta er mikill maður, og eigi kann ég mann á velli að sjá, ef þetta er ekki Grettir Asmundsson og mun hann þykjast eiga ærnar sakar við oss, og verðum við rösklega og lát- um engan bilbug á okkur sjá.“ Kvaðst Þorbjörn ætla að ganga framan að Gretti, en sagði að sveinninn skyldi ganga á bak honum og höggva milli herða honum með öxinni. „Þarftu ekki að varast, að hann geri þér mein, síðan er hann snýr að þér baki.“ Engan hafði Þorbjörn hjálm og hvorugur þeirra. Grettir gekk á mýrina, og þegar hann kemur í skot- mál við þá, skaut hann spjóti að Þorbirni, en það var lausara í skaftinu, en hann hugði, og geigaði á fluginu og hljóp af skaftinu og niður í jörðina. Þorbjörn tók skjöldinn og setti fyrir sig, en brá sverð- inu og sneri í móti Gretti. Grettir brá þá saxinu og sveipaði því til nokkuð, svo að hann sá, hvar pilturinn stóð að baki honum, og því hafði hann sig lausan við. En er hann sá að pilturinn var kominn í höggfæri við sig, þá reiddi hann hátt saxið. Laust hann bakkanum á saxinu í höfuð Arnóri, svo hart, að hausinn brotnaði, og var það hans bani. Þá hljóp Þorbjörn móti Gretti og hjó til hans, en hann brá við buklara* hinni vinstri hendi og bar af sér, en hann hjó fram saxinu og klauf skjöld- inn af Þorbirni og kom saxið í höfuð honum, svo hart að í heilanum stóð og féll hann af þessu dauður niður. Var þá fullkomnuð hefndin fyrir Atla. Seinna segir svo í Grettissögu: „Spjótið það, er Grettir hafði týnt, fannst ekki fyrr en í þeirra minnum er nú lifa (þ. e. þegar sagan var skráð). Það spjót fannst á ofanverðum dögum Sturlu * Buklari = lítill skjöldur. Safnhús bygðasafnsins á Reykjatanga. Ófeigsskáli til vinstri. Heima er bezt 363

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.