Heima er bezt - 01.10.1967, Síða 32

Heima er bezt - 01.10.1967, Síða 32
sumt,“ svaraði Einar, „en gaman er samt að vera ungur. Hugsaðu þér, ég er nærri helmingi eldri en Svanur, og þó finnst mér stundum, að ég sé varla orðinn fullorðinn.“ Harpa bað fyrir sér, þegar hún sá augað á Svan, en Vala bað hana blessaða að hætta þessu guðstali, það væri miklu nær fyrir hana að setja bakstur á augað, svo honum liði betur. Svanur var þögull og leit aldrei upp, en Harpa skotraði augunum til hans af og til. „Nú fer ég og tala við Möngu,“ sagði Vala og reis á fætur, „fáið ykkur meira kaffi á meðan, ef þið viljið“ Manga reis upp þegar Vala kom inn. Hún var komin yfir sjötugt, bogin í baki og kræklótt, grátt hárstrýið stóð út í allar áttir þótt hún reyndi að laga það til með hálfkrepptum lófunum. Vala kyssti gömlu konuna á vangann og bað hana að gæta Úllu daginn eftir, þangað til hún kæmi. „Hvort ég skal reyna það, blessuð mín, fyirgefðu forvitnina, en ætlarðu með Einari?“ Vala játaði því. „Segðu nú já, dragðu hann nú ekki lengur á þessu, þið eigið eftir að verða hjón, hvort sem er, góða mín,“ sagði gamla konan áköf. „Þú segir það, Manga mín, en Úlli?“ „Úlli kemur, en þið giftizt aldrei.“ „Hvers vegna heldurðu það, Manga mín?“ „Ég veit það, mig dreymdi það, heillin mín. Farðu nú að mínum ráðum og segðu já við Einar, hann er valmenni.“ „Ég veit það, og hann gengur næst tJlla, en hon- um get ég ekki gleymt,“ sagði Vala. „Það er engin þörf á að þú gleymir honum, heillin mín, en ég held að hann sé að verða að hálfgerðum draug í huga þínum, Vala mín, getur ekki hugsazt að pilturinn sé giftur.“ „O, nei, Manga mín, hvers vegna segir þú þetta?“ „Fyrirgefðu, góða mín, en mér þykir leitt að sjá þig eyða öllum þínum beztu árum í einlífi, og eiga þó völ á bezta manninum í sýslunni.“ „Máske var það draumur sem ég get ekki gleymt, en eitt er víst, að síðan er í huga mínum reimt,“ raulaði Vala lágt, en svo sagði hún: „Það getur verið að þú hafir rétt fyrir þér, Manga mín, en ég get ekki annað en beðið og vonað að hann komi.“ „Og þegar hann kemur, eruð þið bæði orðin full- orðin og ókunnug, þið yrðu að kynnast upp á nýtt, þú veizt að þú ert nú ekkert lík þeirri telpu sem hann þekkti,“ sagði gamla konan. Vala varð hugsi. Þetta var rétt hjá Möngu. Úlh gat ekki verið sami maðurinn eftir allan þennan tíma, og ef hann hefði breytzt eins mikið og hún, þá myndi hún varla þekkja hann aftur. Hún strauk um vanga gömlu konunnar og kyssti varlega rjóða kinn dóttur sinnar. „Góða nótt,“ hvísl- aði hún. „Sofðu rótt, engillinn minn.“ Svo brosti hún til gömlu konunnar og læddist fram úr herberginu. Rödd Möngu kom henni til að nema staðar: „Hefði ég átt þeirra kosta völ sem þú átt nú, hefði ævin mín orðið önnur. Gáðu að hvað þú gerir, góða mín.“ Vala svaraði engu, enda vissi hún að ekki var til þess ætlazt. Eftir að hún hafði haft fataskipti, farið úr ljósa sumarkjólnum flegna í síðbuxur og blússu og jakka, héldu þau Einar af stað, en ungu skötuhjúin sátu eftir við borðið og sögðu ekki orð. „Þau jarma sig saman, þegar við erum farin. — Hvaða skýringu á ég að gefa mömmu á því, að Svan- ur kemur ekki heim?“ „Þér dettur eitthvað í hug á leiðinni,“ svaraði Vala. „Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af þessum krakkakjánum, þau verða að sjá um sig sjálf.“ „Þetta segir þú, sem ræður fram úr öllum vanda á eigin spýtur,“ sagði Einar. En það eru nú ekki allir eins ákveðnir og skynsamir og þú.“ Vala fór að hlæja. „Þegar ég var jafngömul Hörpu, var ég mörgum sinnum meiri krakki en hún er nú, heldurðu að ég hafi þá verið farin að líta á stráka. Onei, ég var eins og nýfæddur kettlingur í þeim efnum. Var varla búin að losa mig við drauga- og forynjutrúna, sem Mál- fríður barði inn í okkur krakkana frá fæðingu.“ „Var mikill draugagangur á Hamri?“ spurði Einar. „Hvernig dettur þér það í hug?“ „Vegna þess að maður var alltaf að heyra sögur þaðan um ótrúlegustu hluti, ég man sérstaklega eftir einum vetri, þá komu ótal kynjasögur þarna úr fjörð- unum.“ „Var það veturinn eftir að njósnararnir þýzku voru teknir?“ spurði Vala. „Já, ætli það ekki, bíddu annars hæg, — já, það var 368 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.