Heima er bezt - 01.10.1967, Side 35
„Einar, finnurðu ilminn?“ sagði hún og horfði
björtum augum á blómskrúðið, „því hefurðu ekki
boðið mér hingað fyrr!“
„Hingað ætla ég ekki að bjóða neinni nema stúlk-
unni minni, og það er ég búinn að bjóða þér ótal
sinnum að vera.“
„Æ, Einar, láttu nú ekki svona, það er alltof yndis-
legt hérna til að við förum að jagast,“ sagði Vala.
„Þetta gæti verið paradís ástarinnar ef þú bara vild-
ir, þér stendur það til boða nú eins og áður.“
Einar stökk í land og batt bátinn vel. Síðan sneri
hann sér að Völu, horfði á fagurt andlit hennar ljóm-
andi og hugfangið af náttúrufegurðinni, greip hana
síðan í fang sér og hljóp af stað.
Vala spriklaði, en það var ekki til neins, hann hélt
henni eins og í skrúfstykki.
„Þú ert sterkur,“ sagði hún með ertni í rómnum.
„Miklu sterkari en þú heldur, litla mín,“ svaraði
hann. „En reyndu nú að hugsa þér, til hvers þú gæt-
ir bezt notað hendurnar, eins og nú er ástatt fyrir
þér.“
Vala leit upp í andlit hans og mætti augum svo
fullum af ást og kærleika að henni brá í brún. Hún
lokaði augunum andartak, henni fannst hún fá of-
birtu í augun af að mæta tilliti hans, svo bjart var
það.
Svo vafði hún handleggjunum um háls hans og
hallaði höfðinu að vanga hans. „Einar,“ hvíslaði hún
lágt. „Einar minn.“
„Velkomin í ríki mitt, ástin mín. Það fór þó aldrei
svo að sá draumur minn rættist ekki, að þú ættir eftir
að koma hingað með mér einum. En hvort það verð-
ur oftar, er á þínu valdi, Vala, ég get ekkert sagt
nema velkomin, þegar þú vilt!“
Svo setti hann hana niður í blómum vafða brekk-
una, lagðist sjálfur endilangur með höfuðið í kjöltu
hennar.
Augu Völu fylltust tárum. Hún sagði ekki neitt,
en strauk fingrunum mjúklega gegnum hár hans aft-
ur og aftur. Einar lá með lokuð augun. Það voru við-
kvæmir drættir í brúnu karlmannlegu andliti hans.
„Einar, ég veit ekki hvernig ég á að reyna að segja
þér sögu mína. Ég held þú megir ekki horfa á mig á
meðan.“
„Það skal ég ekki gera, ef ég fæ að liggja SVOna,“
svaraði hann, tók utan um báðar hendur hennar og
kyssti á lófa hennar. „En ef þú vilt ekki segja mér
neitt, skal ekki gera það. Mér er alveg sama hver for-
tíð þín er, ég vil bara fá þig eins og þú ert.“
„Kannski ég eigi betra með að taka ákvörðun eftir
að hafa r.fjað upp allt þetta,“ svaraði hún stillilega.
Þau þögðu bæði langa stund. Hann hélt annarri
hendi hennar fast að vanga sínum, með hinni togaði
hún í hrokkinn lokk sem ekki vildi liggja í réttum
skorðum heldur hringaði sig ofan á enni hans.
Loks hóf hún mál sitt lágri hikandi röddu, stund-
um rak hana í vörðurnar og varð þá að fara til baka
til að ná þræðinum á ný. Smátt og smátt hafði frá-
sögnin hana meir á valdi sínu. Hún lifði aftur upp
dapra daga æsku sinnar og bernsku, þar til hann varð
þáttur í lífi hennar og gerbreytti því.
Þannig var saga hennar sögð í þriðju persónu:
II.
HERNÁMSÁRIN
Inn úr flóanum skarst mjór og fremur stuttur
fjörður. Þverhnípt fjöll gengu í sjó fram á annan
veginn. Þar hét Forvaði. Nokkurt undirlendi var á
hinn veginn. Það var kallað Skeiði. Snarbrattir bakk-
ar sneru að sjónum sem í aftakaveðrum gróf sig
lengra og lengra innundir þá, unz fyllan féll fram og
skildi eftir mórautt skarð eins og opið sár í bakk-
anum.
Inn af firðinum gekk þröngur, en nokkuð langur
dalur umgirtur háum hrikalegum fjöllum sundur-
skornum af gjám og giljadrögum. Sum giljagljúfrin
voru svo mjó að einstaka ofurhugi hafði stokkið yfir
þau á klettabeltinu. En hrollvekjandi var það, marg-
ir tugir metra lóðrétt fall niður í gljúfrið ef stökkið
misheppnaðist. Enginn hafði þó æft þessa íþrótt í
minni elztu manna sem þá lifðu.
Fjöllin lækkuðu eftir því sem innar dró í dalnum,
og fyrir botni hans runnu þau saman í lágan háls eða
fell hvert upp af öðru eins og þrep í stiga. Sæmilega
greiðfært var þar á hestum upp úr dalnum, enda farið
þar stundum á sumrum yfir í næsta dalsbotn, og leið-
in þannig stytt að miklum mun.
Er upp úr dalnum kom, blasti við mikill sjóndeild-
arhringur sem freistaði til enn meiri landkönnunar.
Þarna var paradís sauðkindarinnar. Á vorin mátti
Heima er bezt 371