Heima er bezt - 01.10.1967, Qupperneq 37
auga frá því hún fæddist. Honum fannst víst hún
vera orsök í dauða konu sinnar, en hún hafði látizt
eftir fæðingu telpunnar. Hitt virtist aldrei hafa
hvarflað að honum, að væri um sök að ræða mundi
hún vera hans megin, sem stuðlað hefði að því að
telpan varð til.
Hann hafði komið vinnumaður að Hamri ungur
piltur og glæsilegur, unnið ástir einkadótturinnar á
bænum, kvænzt henni og tekið við búi af foreldrum
hennar, er þau fluttu burt, fyrst til Hauganess, en
síðan suður til Reykjavíkur.
Hamingjusól ungu hjónanna stóð þó stutt aðeins
tæp fjögur ár, en þeim árum átti hann bágt með að
gleyma. Tengdaforeldrar hans komu og tóku soninn
Hörð, sem var þriggja ára gamall, en vildu ekki
telpuna, sem hét þó nafni móður sinnar.
Manga sá um telpuna fyrstu vikurnar, en svo varð
hann að fá sér vinnukonu eða ráðskonu. Manga gat
ekki annað öllu úti og inni með ungbarninu sem auk
þess var sílasið og óvært. r
Málfríður kom um vorið að Hamri. Það var stutt
að fara, aðeins yfir víkina. Það bar svo að segja upp
á sama dag árið eftir, að fyrsta barn þeirra fæddist.
Það hneykslaði svo tengdaforeldrana í höfuðborg-
inni, að þau heimtuðu að hann borgaði að fullu skuld
sína við þau. Það gerði Sveinn bóndi, en seldi um leið
sjálfan sig, því bræður Málfríðar lánuðu honum pen-
ingana.
Nú var það Adálfríður sem öllu réði. Skuldin við
bræður hennar hafði ýmist aukizt eða minnkað þessi
ár, og aldrei hafði hún verið hærri en nú. Þessi skuld
lá eins og mara á Sveini. Alltaf fjölgaði börnunum,
og svo þurfti hann að verða fyrir því óhappi að hrapa
úr klettum og brotna svo illa um hnéð, að upp frá
því hafði hann staurfót og gekk við staf.
Bærinn hinumegin víkurinnar hét Kálfskinn. Það
fannst Málfríði hræðilegt nafn, og mátti helzt eng-
inn nefna það í hennar eyru. Oftast var því talað
aðeins um að fara yfrum, eða að þeir handanað væru
að koma. Ekki var samkomulagið milli bæjanna gott.
Hundbeittu þau féð og jafnvel kýr hvert fyrir öðru,
að ckki væri talað um hrossin.
Þrír bræður Málfríðar bjuggu með foreldrum sín-
um ókvæntir. Hétu þeir Guðvarður, Jónatan og
lijarni Andrés, aldrei kallaður annað en Brakandi,
cn hinir Varði og Tani. Þeir voru eins og Málfríð-
ur hörundsárir fyrir Kálfskinnsnafninu, þar sem þeir
voru oft nefndir nöfnurn eins og Tani á Rófunni,
Varði á Náranum eða Brakandi í Kálfsskinni. Allir
vissu við hvaða menn var átt, og því höfðu þeir sótt
um leyfi að breyta nafninu og kalla bæinn bara Vík.
Var það nafn að smáfestast, og töldu þeir þá vini
sína er kölluðu þá bræðurna frá Vík.
Einar gat ekki annað en brosað. Vala hætti frá-
sögninni, en horfði út á sjóinn.
„Haltu áfram,“ hvíslaði hann.
„Ég var víst komin langt frá efninu.“
„Það gerir ekkert til, mig langar til að heyra allt
frá æskuárum þínum. Þau hafa verið talsvert erfið,
vina mín.
„Ojæja, margur hefur víst haft það verra, — ég
hafði þá Möngu, hún var mér alltaf góð.“
„Ég skal alltaf muna henni það,“ sagði Einar.
„Ég var víst að segja þér frá, þegar ég fór að
leita að nokkrum kindum, sem átti að taka af . . .
Telpan var með samanbrotna flatköku í vasa sín-
um. Henni skipti hún nú bróðurlega á milli þeirra
þriggja, Brúns, Snata og sjálfrar sín. Um þessar
mundir var ekki um auðugan garð að gresja í búr-
skápnum. Eftir að skömmtunin komst á, var aðal-
maturinn fiskur og flatkökur úr rúgmjöli. Hún var
orðin hundleið á þessum rúgkökum. Þær voru góð-
ar með smjöri, en síðan Krúna gamla dó, nýborin, og
mjólkin var rétt fyrir krakkana, var lýsisbræðingur
hafður sem viðbit. Telpan hataði lýsi og fannst betra
að eta brauðið þurrt en með bræðingi. Ut yfir tók
þó, þegar farið var að hafa helming af lýsi saman
við feitina út á fiskinn. Þetta sagði Málfríður herra-
mannsmat.
Vala var samt ekki viss um, að hún æti þetta sjálf.
Snata og Brún var alveg sama, hvort brauðið var
þurrt eða smurt, þeir tóku því með þökkum, seill að
þeim var rétt.
Það var þokuslæðingur fram með hlíðunum og
þvert yfir dalbotninn. Og þar var nú verri sagan. í
þoku gat margt gerzt, og þó Vala væri nú að mestu
vaxin upp úr drauga-, trölla- og útilegumanna-trúnni
sem þjáði hana á barnsaldri, eimdi samt eftir af gamla
óttanum. Hefði nú Málfríður rétt fyrir sér, og að til
væru allar þær óvættir sem hún sagði þeim frá? í
þoku var mörgu hægt að trúa. Svo var sagt að uppi
á Hálsinum væru njósnarar, Þjóðverjar sem hefðu
verið látnir svífa til jarðar í fallhlíf. (Fravihald.)
Heima er bezt 37 3