Heima er bezt - 01.03.1973, Page 6

Heima er bezt - 01.03.1973, Page 6
Systkinin í Asum: Sveinn, Stefania, Þorvaldur. veikur og hugurinn var allur heima í gull-Hreppunum við bóndans önn og starf. Árið 1917 giftist Ágúst Kristínu Stefánsdóttur frá Ásólfsstöðum og tók þá við búi af foreldrum sínum eins og fyrr er sagt. Kristín í Ásum var glæsileg kona og annáluð ágætis húsfreyja, kunn að manngæzku og myndarskap, sem setti svip virðingar, reglusemi og híbýlaprýði á heimilið bæði innan og utan bæjar. Þau Ágúst eignuðust þrjú börn, þau eru: Stefanía húsfreyja í Ásum, gift Guð- mundi Ámundasyni frá Sandlæk, Sveinn, kennari og Þorvaldur, fulltrúi hjá ríkisféhirði. Auk þess ólu þau upp frá 6 ára aldri bróðurdóttur Ágústs, Guðbjörgu Einarsdóttur. Hún er nú húsfreyja í Reykjavík. Kristín í Ásum andaðist árið 1963. Ásar eru með notadrýgri jörðum í Eystri-Hrepp, metin á 20,6 hundruð í jarðamati 1861. Hún hefur sömu kosti og flestar Hreppajarðirnar yfirleitt, þar mátti reka farsælan búskap á gamla vísu, meðan sauðfjárbeit var ein aðaluppistaða í rekstrarafkomu búsins. Og hún var líka vel fallin til að taka þeim margvíslegu umbótum, sem gerðar eru í framfaraátt á vélaöld. Þetta hvort tveggja kom í hlut Ágústs í Ásum, því að búskapartíð hans spannaði yfir þessi aldahvörf í íslenzkum sveita- búskap. Meðan hann bjó, urðu hin miklu tímamót í þessu efni með öllum þeim stórfelldu breytingum, sem vélvæðingin hefur haft í för með sér og óþarft er að lýsa. Og Ágúst í Ásum er einn af þeim mörgu bændum, sem með mikilli giftu hafa stýrt fieyi sínu yfir ólgu þessara byltingarára og komið því heilu í höfn tryggrar afkomu, ómetanlegrar hagræðingar og mikillar fram- leiðslu í þágu þjóðarheildarinnar. Með því sannast enn sem fyrr, að bóndi er bústólpi — bú er landstólpi — því skal hann virður vel. Ágúst húsaði sína fallegu jörð með miklum myndar- skap, þótt meira hafi verið gert að síðan, ræktaði hana og endurbætti hana á allan hátt, tók í þágu búskaparins fullkomnustu tæki hvers tíma, því að vel var fylgzt með öllum nýjungum — líklega hvergi betur heldur en í góð- ’sveitum Árnesþings, þar sem svo mikið reið á að geta 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.