Heima er bezt - 01.03.1973, Side 8

Heima er bezt - 01.03.1973, Side 8
JAMES BRYCE: NIÐURLAG. mér sjónir Þegar allt kemur til alls, munu sumir segja, er þessi eymd ekki verri en gerist í fátækustu kotunum á ír- landi og Skotlandi, hálöndunum, og ekki eins afleit eins og það sem á hverjum degi blasir við í aumustu hverfunum í Liverpool. Satt er það; en í Liverpool er fáfræðin og andlegur vesaldómur fólksins í samræmi við hina ytri eymd, þar sem aftur á móti á íslandi and- stæðumar milli mannsins og hússins, sem hann býr í, eru svo miklar sem hugsazt getur, og þær kollvelta á einkar skemmtilegan hátt öllum okkar ensku hugmynd- um um það, hvað saman eigi. íslendingurinn er snauð- ur, það er mála sannast, snauður í þeim skilningi, að hann hefir lítið fé handa milli. Á öllu íslandi er minna reiðufé heldur en í margri sveitaborginni á Englandi. En hann er eigi að síður maður sem á dálítið til, og hann er ákaflega virðingarverður maður. Sú hætta, að hann kunni að líða skort, vofir ekki yfir honum. Hann á hross, kindur og nautgripi, og mjög sennilega einnig vænan jarðarskika, sem öldum saman hefir gengið að erfðum í ættinni. Ætt hans verður að öllum líkindum rakin lengra aftur en nokkur ætt á Englandi, að þrem einum undanskildum. Hann lítur á sig sem allskostar jafningja þinn og hann kemur fram sem slíkur (enda þótt nú sé hann hættur að hika við að taka móti þókn- un fyrir að hýsa þig), og jafningi þinn er hann í raun og sannleika. Þó að hann kunni að vissu leyti að skorta nokkuð á fágun í sumum háttum sínum, er hann samt algerlega eðlilegur í framkomu og sjálfstæður í hátta- lagi, og það er ekki minnsta hætta á að sú einfalda kurt- eisi, sem af þessu sprettur, verði af misskilningi tekin fyrir undirlægjuhátt. Hann er þar að auki menntaður maður, og vilji svo til, að hann sé prestur, talar hann dálitla latínu, og dönsku með svipuðum hætti. Hann hefur numið hartnær allt það, sem land hans getur kennt honum, og ekki að efa að hann sé handgenginn meistaraverkum sinna eigin fornu bókmennta. Það er kunnátta hans í fornsögunum sem um fram allt annað hefir gefið hugsunum hans nokkra reisn og menningu. Hún hefir örvað ímyndun hans og gefið þjóð hans og ættarjörð einskonar sögulegan virðuleik, sem þeim gæti aldrei hafa hlotnazt fyrir þeirra eigin stöðu í veröld nútíðarinnar. Þetta hefir líka göfgað smekk hans og vakið hjá honum almenna lestrarfýsn og gert hann hæfan til að veita hugmyndum móttöku. Þau eru fá heimilin á íslandi sem ekki eiga dálítið bókasafn, og tvisvar, þar sem vesöldin virtist einna mest, fann ég þau söfn, er reyndust sérstaklega góð. Á öðru heimil- inu lutu bækurnar einkum að lögfræði og sagnfræði, en á hinu var ágætt safn af fornsögum og skáldskap — í vesölu koti skammt frá Heklu. Þetta er merkileg sönn- un um máttarvald hinna fornu bókmennta, sem náð hefir djúpri rótfestu í hugum og hjörtum þjóðarinnar. Og þegar undan er skilin um það bil hálfönnur öld myrkurs fyrir siðaskiptin, hefir hún alla tíð átt merk skáld, og líka merka rithöfunda á óbundið mál. Á síð- astliðnum fimmtíu árum hafa komið fram nokkrir slík- ir menn, mjög mikils metnir af þjóðinni, og réttilega svo, að svo miklu leyti sem erlendur maður getur um það dæmt. Og að vera „skáld gott“, eins og sögumar orða það, er sagt að sé enn í dag ekki fátíður hæfileiki. Ýmsir þeirra bænda og presta, sem við gistum, geta ort góða vísu, engu síður en forfeður þeirra, er létu streyma af vörum sér vísur þær sem nútíðarmenn fá sig fullreynda á, er til þess kemur að túlka þær. Merki- legast af öllu er það, að þessar bókmenntir hafa varð- veitt tunguna hartnær óbreytta, þrátt fyrir öll þau áhrif tímalengdarinnar og samskiptanna við erlendar þjóðir, sem gnúið hafa á henni. Nútíðarmálið íslenzka hefir veitt viðtöku fáeinum dönskum og latneskum orðum, varpað fyrir borð nokkrum fomum beygingum og ör- lítið breytt orðskipun. En um allt það, er máli skiptir, er það íslenzka tólftu aldar, og minni munur á því og máli Egils Skallagrímssonar, það sem hann talaði er hann barðist gegn Skotum fyrir Áðalstein konung árið 936, heldur en munurinn er á máli Tennysons og Gowers (á fjórtándu öld). Þessar sögulegu minningar hafa þau áhrif á erlenda ferðamanninn er hann fer um landið vafinn í þeim, að þær fremur auka á raunasvip þann, er landið nú ber. Það er eins og svipir þessara fomu kappa þrammi um auðnirnar, harmandi hnignun landsins. Oll dýrðin heyr- ir til löngu liðnum dögum, hún heyrir til dögum þjóð- veldisins. Síðan ísland gaf sig Noregskonungi á vald, er það horfið Evrópu sjónum. Veðurfar hefir þar versn- að og þjóðin hefir misst sinn forna þrótt og glæsibrag. Hún býr nú ekki lengur í hinum rúmgóðu húsakynn- um sögualdar, eins og íslendingasögur lýsa þeim. Nú flytur hún ekki lengur heim í skipsförmum dýra ráns- 80 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.