Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 14

Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 14
leið. Það var komið fram yfir venjulegan háttatíma þeg- ar við komum ofan úr Gönguskarðinu niður í Garðsár- dalinn. Þessi heitasti dagur lífs míns var liðinn og ég óskaði ekki eftir að fá annan slíkan síðar á lífsleiðinni. Ekki var farið í neina þeysireið út dalinn, þó hestarnir væru til með að taka sprett við og við, en mannskapurinn var ekki það burðugur að hann treysti sér til að hanga á hestunum ef hratt væri farið. Við þurftum sem sé að hafa okkur alla við að sofna ekki á hestbaki, okkur fannst það ekki gott til afspurnar ef það fréttist um sveitina, að rekstrarmenn hefðu oltið sofandi af hestun- um og jafnvel hálsbrotnað. Ferðin heim dalinn gekk vel og komum við heim um fótaferðatímann. Þá var gott að fá kalda mjólk og sýru- blöndu að drekka, hátta síðan ofan í rúm með kinda- jarm og hundgá í eyrunum. Við vöknuðum svo í mið- degismatinn endurnærðir og hressir eftir væran svefn, þá skorti heldur ekki matarlystina, sem hafði verið í lakara lagi í sólarhitanum á Bleiksmýrardalnum daginn áður, en allt er gott þegar endirinn er góður og fljótir vorum við að ná okkur eftir svefnleysið og þreytuna. Þetta vor og sumar var verið að byggja brú yfir Fnjóská hjá Skógum. Danskt félag hafði teldð að sér að byggja brúna í ákvæðisvinnu og sent hingað verkfræð- inga og verkstjóra ásamt einhverjum smiðum og jafnvel verkamönnum, en aðallega voru þó óbrotnir verkamenn hérlendir. Verkfræðingunum leizt þannig á ána, að ekki væri mikill vandi að koma fyrir stíllans undir brúna, þar sem áin væri eiginlega ekki nema eins og vænn bæjar- lækur. Heimamenn voru að vísu á annarri skoðun en þeir dönsku gerðu ekkert með það og fóru sínu fram. Þeir töldu ekki ástæðu til að ramma ofan í árbotninn staurana sem stillansinn skyldi hvíla á, heldur settu þeir þá í tunnuskrokka sem þeir svo fylltu með grjóti og töldu þeir að það mundi ekki haggast í ekld stærra vatns- falli. Tíðarfarið hafði verið ágætt þetta vor og sumar og vinnan hjá þeim dönsku hafði gengið vel og var svo komið í júnílok, að langt var komið að steypa brúna og skyldi því lokið næsta dag. En þá skeði óhappið. Daginn sem við lágum aðgerðarlausir á Bleiksmýrardalnum hljóp sú feikna forátta í Fnjóská, að elztu menn mundu ekki annað eins, enda var ekki að sökum að spyrja. Þegar kom fram á daginn varð að hætta allri vinnu við brúna því sjáanlegt var að stillansinn var farinn að gefa sig. Og ekki leið á löngu þar til í Ijós kom að farið var að grafa undan honum í árbotninum og fyrir kvöldið var áin búin að sópa öllu burtu, svo ekki var eftir nema smástöplar við landið sitt hvoru megin. Verkfræðingur- inn, sem sjá átti um verkið var ekki mönnum sinnandi, hann fór einförum seinnipart dagsins og var ekki laust við að félagar hans væru hræddir um að hann færi sér að voða. Svo illa tókst þó ekki til og næsta morgun sendi hann mann til Akureyrar með símskeyti, sem hann sendi heim til að láta vita hvernig komið væri og spyrjast fyrir um hvað gera ætti. Hann bjóst fyllilega við að hann yrði rekinn frá fyrirtækinu, sem hann hafði unnið hjá í mörg ár og notið trausts þess á allan hátt. Allan þennan dag var hann ekki mönnum sinnandi og tæpast að hann heyrði þó á hann væri yrt. Seint um kvöldið kom svo sendimaðurinn með svarið frá Danmörku, það voru ekki mörg orð og hljóðaði á þessa leið: Hvað á að senda? Það hfnaði heldur yfir verkfræðingnum þegar hann las skeytið og svaf hann víst ekki mikið þá nóttina frek- ar en þá næsthðnu, heldur tók hann saman í huganum hvað hann þyrfti að fá til brúargerðarinnar. Næsta morgun dreif hann sig snemma til Akureyrar til að athuga hvað hann gæti fengið þar af efni, svo hægt væri að hefja strax byggingu á nýjum stillansi undir brúna. Síðan sendi hann efnispöntun tíl Danmerkur og kom síðan heim um kvöldið glaður og hress og svaf ágætlega næstu nótt. Strax næsta dag var svo hafin brúarbyggingin á ný og gekk hún ágætlega eins og fyrri daginn. Nú voru staur- arnir rammaðir niður í árbotninn og traustlega frá öllu gengið, enda kom nú ekkert óhapp fyrir og brúin var fullbúin á tilsettum tíma um haustið, og þær sögur gengu manna á milli, að þó tvisvar hefði þurft að byggja brúna hefði félagið sem verkið tók að sér sloppið að mestu frá því skaðlaust. Þetta voru fyrstu fréttirnar sem við fengum þegar við komum á fætur. Okkur undraði ekki þó eitthvað hefði orðið undan að láta þeim ógnar vatnavöxtum, sem við höfðum orðið sjónarvottar að á Bleiksmýrardalnum þennan umrædda dag. Ég hef aldrei fyrr né síðar komið á þær slóðir og kynnzt veðurfarinu þar, en sagt er mér að oft hafi gangnamenn að haustinu til lent þar í vond- um veðrum og slæmri færð og mun svo vera víða á landi hér, að mikill munur er á veðurblíðu sumarsins og stór- hríðum og veðurhörku vetrarins. Þá er þessum hugleiðingum lokið og þykir sjálfsagt ekki merkilegt frásagnarefni, en fátt er mér eins minnis- stætt frá unglingsárunum eins og þessi heiti sólskins- dagur á Bleiksmýrardalnum. Jón í Kotí kalla má, kappa þann er segir frá, hann sízt þó getur samið neitt, sagan heitir ekki neitt. BRÉFASKIPTI Steinunn Þorsteinsdóttir, Reykholtsskóla Borgarfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Edda Þorvaldsdóttir, Reykholtsskóla, Borgarfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Inga Dóra Halldórsdóttir, Odda, Borgarfirði eystra, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Stefania Jónína Snorradóttir, Geitafelli, Reykjahverfi, S.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.