Heima er bezt - 01.03.1973, Page 16
lagður. En það kom í sama stað niður. í rökræðum hafði
ég ekki í hálfu tré við Jens, hversu mannalega sem ég
bar mig. Það hefði ekki leynt sér ef allt það spjall hefði
verið tekið á segulband. En því fór betur að svo var
ekki. Samt bar nú ýmislegt á milli. En það man ég enn,
að Jens samsinnti eitt, sem mér þótti ekki ónýtt. Og það
var sú skoðun mín, að stúdentar, kandídatar og meira að
segja prófessorar, sem alla þessa elda þekktu víst
eins og fingurna á sér, mættu sannarlega vara sig á henni
Ólöfu okkar, ef hún beitti töfralömpunum b á ð u m.
Fyrir mitt leyti var ég ekki í vafa um, að þeir mundu
s t e i n-liggja.
Þegar við Jens skildum hafði ég kynnzt honum betur
en nokkru sinni fyrr. Rök hans voru svo sannfærandi og
hugsanagangur allur svo fagur og göfgandi og trúin á
það góða í mannssálinni, sem hann skilgreindi svo vel að
mundi sigra að lokum, að ég varð djúpt snortinn. Og
sumt af þessu spjalli man ég enn.
Þegar við kvöddumst minntumst við aftur á þessi
skriftamál okkar, sem voru leyst úr læðingi fyrir þetta
eina augnabliks ævintýri, sem mér varð svo minnisstætt,
og sem þó var ekki annað en óvænt, töfrandi augna-
leiftur umvafið blíðu brosi.--
Við vorum að nálgast Akranes. Skjöldur beygði upp
undir land og hægði ferðina. Við sjáum hvar árabátur
kemur í veg fyrir okkur og miðar vel. Þegar Skjöldur
nemur staðar, er árabátnum iagt við hhð hans. Mér lék
hugur á að vita hvað þeir höfðu í bátnum og teygði
álkuna út fyrir borðstokkinn. En þar sem ég var svo
aftarlega á Skildi, sá ég óglöggt hvað lá í honum miðj-
um. Einhver fiskur var það sýndist mér, því ólíklega var
það hnísa. Rétt á eftir kom lausnin. Geysistór lúða svíf-
ur allt í einu upp fyrir grindverkið á Skildi. Þvílíka lúðu
hafði ég aldrei séð. Hún sveiflast yfir dekkið og er látin
síga niður um ferkantað gat. Mikið öfundaði ég þann,
sem fengi hausinn og rafabeltin af henni, því þau vissi
ég hvernig voru á bragðið. Nokkrum sinnum hafði ég
gómað þau og brutt og sogið og betra bragð þekkti ég
ekki af neinu úr sjó nema ef vera kynni af nýveiddum
rauðmaga. Kemur þá ekki önnur lúða upp á króknum,
mun stærri en sú fyrri. Ég hefði ekki trúað því, að svona
stór lúða væri til. En sjón er sögu ríkari. Ég mældi hana
með augunum og ekki gat ég bctur séð en hún hlyti að
vera minnst 200 pund, eða þyngsla hestburður. Vafa-
lítið áttu einhverjir í Reykjavík að njóta góðs af henni.
Ég var viss um að þessum lúðum mundi ég aldrei
gleyma. Mér flaug í hug að þeir væru ekki mösulbeina
þarna á Akranesi fyrst þeir hefðu þetta hnossgæti
aflögu. Og ekkert var þá líklegra en þeir hefðu nóg af
rauðmaga líka.
Skömmu eftir að Skjöldur fór frá Akranesi fór hann
að vagga sér meira. Og stundum urðu svo mikil brögð
að því, að ætla mátti að hann væri að grípa hliðarsund,
svona rétt að gamni. Samt var stafalogn. En fyrir þctta
uppátæki hans varð ótrúleg og snögg breyting á farþeg-
unum. Fyrst voru það frúrnar, sem létu á sjá. Þær urðu
sumar náfölar. Svo gubbuðu þær allt í cinu, fvrst út
fyrir borðstokkinn, síðan á dekkið. Ég sárkenndi í
brjóst um þær. Og samt stórversnaði líðanin. Það var
ekki um að villast. Þetta var hræðilegt. Ég hafði aldrei
séð neitt líkt þessu á Sterling. Þær aumustu bókstaflega
engdust sundur og hljóðuðu svona ógurlega. Og — þær
upphrópanir: „Jesús minn! Góður guð! Gu-a-a-ú-vú-
ugg gvu-úr-u-u-u-úrrrg.“ Og ég sá ekki betur en það
kæmu grænar gusur síðast, eða voru þær heldur bláar?
Það var í öllu falh ekkert líkt kaffi. Og nú fóru að
byrja einhver bölvuð ónot innan í sjálfum mér. En ég
var ekki alveg viss um hvort þau voru að brjótast um í
brjóstinu eða kviðnum. Ég fann aftur á móti fyrir víst,
að það sem kom þeim af stað var að horfa á veslings
konurnar, sem hðu þessar óbærilegu kvahr. Og mér varð
sérstaklega starsýnt á blessaða frúna stórglæsilegu, —
með gullið í eyrunum og víðar. Hún kúgaðist alveg
hræðilega. Samt var eins og guð heyrði bara alls ekki til
hennar. Það sárnaði mér.
Ég var svo upptekinn af að fylgjast með þessu þar
sem ég ýmist stóð hjá Munda bróður eða var á stjái
aftast á dekkinu, að ég veitti því ekki strax eftirtekt, að
frúnum hafði fækkað. Þó hafði ég séð dökkklædda.
menn koma upp á dekkið og hverfa niður aftur. Nú
skildi ég að þeir höfðu verið að vísa þeim leið niður í
bátinn. Auðvitað var það eina fróunin fyrir þær að
liggja kyrrar og láta fara vel um sig. Og sá varð líka
endirinn. Þær hurfu allar, eða hér um bil allar, — niður
í bátinn. Það hlaut að vera meira rúm þar en mig grun-
aði. Þó gat varla hjá því farið að loftið yrði alveg voða-
legt af öhu þessum------, púff, — ef afköstin yrðu eitt-
hvað svipuð og hér uppi. Og nú komu ónotin aftur. Og
mér til skelfingar fann ég fyrir víst, að þau áttu upptök
sín í maganum. Ég varð aldrei var við þennan skratta á
Sterling. Mér þótti þetta ískyggilegt og fór að rölta um.
Þó væri það allt smámunir kæmi það bara th baka, eins
og hjá frúnum. En — færi það hina leiðina, og það með
þrumum og eldingum, sem ég auðvitað þekkti vel, —
ja — þá satt að segja sá ég engin ráð nema þá að skvetta
öhu út fyrir borðstokkinn. Én það var ekki andskota-
laust í svona umhverfi. Og þótt ekki sé til frásagnar þá
átti ég ekki hálfa spönn til að biðja guð að forða mér
frá þeim ósköpum. Við nánari athugun kom það þó
varla til greina. Það var að leggja nafn hans við hégóma.
Já. Og í svona tilfelli alveg óguðlegt. En — hvernig
sem á því stóð, var öh þessi vanlíðan og umbrot hðin
hjá þegar ég óttaðist hvað mest um afleiðingarnar. Ne-
hei. Það skyldi enginn bera á móti því, að margt furðu-
legt og okkar skilningi ofvaxið fáum við oft að þreifa
Ég fékk nýja von, enda létti mér stórum. Hvað það
var líka hressandi að anda að sér blessuðu svala loftinu,
sem kom eiginlega af fúsum vilja upp í mann, þegar ég
sneri mér eins og Skjöldur.
Allt í einu kom gríðarstór maður, svartur á brún og
brá og í svörtum fötum, svipmikill og svipljótur sýndist
mér, upp á þilfarið og skálmar í stórum rosabuhum, sem
ná upp á læri, bcint að stjórnklefanum þar sem var eitt-
88 Heivia er bezt