Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 17

Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 17
hvað upphækkað þrep og áfast við það rimlaverk, sem ég hafði ekkert athugað. Þar lágu farþegar eius og víðar á dekkinu og breiddu yfir sig yfirhafnirnar. Þessi brúna- þungi maður stikaði að þeim og sparkaði í fatahrúguna með þeim munnsöfnuði, sem ég kannaðist auðvitað vel við en með þeirri áherzlu og í þeirri tóntegund, sem ég minntist ekki að hafa heyrt áður, enda brá mér skratta- lega við. „Hvem eiginlega andskotann eruð þið að hugsa þarna. Þið eruð að drepa alla farþegana niðri í bátnum. Þið liggið á loftrásinni og byrgið hana alveg. Burt með ykkur — s t r a x,“ öskraði hann. Ég varð orðlaus af undrun. Ég sá líka að Mundi bróð- ir tók eftir þessu og gekk í átt til mannsins. Undmn mín óx þó um allan helming þegar kápan, sem hann sparkaði í lyftist og undan henni birtist andlitið á Hann- esi Jónssyni skólabróður mínum frá Vatnsdal, síðar alþingismanni. Og það varð ekki á því séð, að hann ótt- aðist að dómsdagur væri á næstu grösum, svo fullkomin ró hafði þar öll völd. Þó gat ég ómögulega séð betur en sparkið hefði hlotið að koma beint í höfuðið á Hannesi, og það gramdist mér mest. Ég botnaði því ekkert í því, ■og aldrei síðar, með hve aðdáunarverðri ró og undur- samlegu jafnaðargeði hann tók þessari þjösnalegu kveðju. Hann reis bara upp við olnboga, horfði upp á risann og mælti án nokkurrar geðbreytinga en með tals- verðum þunga: „Við vissum þetta ekki, — m a ð u r. Við skulum færa okkur héðan.“ Þá reis upp annar maður hinum megin við hann. Það var nafni hans, Hannes Pálsson frá Undirfelli. Hann leit fast á dónann svarta en ekki sagði hann orð. Á milli þeirra rís svo upp stúlka, sem ég hafði áður veitt tals- verða eftirtekt og sem kostaði mig síðar þó nokkur heilabrot án þess að ég kæmist til botns. Stúlkan var ung, ljóshærð og mjög álitleg. Og ekki sá ég betur en Amor hefði hitt hana, — ja, — í öllu falli á námskeiði eða að hún væri jafnvel búin að taka einhver próf, því hún var gáskafull og brosti oft. Þarna risu þau upp þrjú og höfðu staðaskipti. En þessi svarti hrotti hvarf niður aftur. Hér virtust öldurnar býsna krappar þótt þær leyndu sér í logninu. Þó voru þær mjög misjafnar og áreiðan- lega minnkandi. Kemur þá ekki þessi svarti þrjótur allt í einu upp á dekkið aftur. Og nú er stórum léttara yfir svipnum. Hann gengur að þeim næsta, sem situr þar á bekk og segir eitthvað við hann. Ekki gat ég heyrt hvað sá svarti sagði við þann er á bekknum sat, enda gat hann naumast gert neina bölvun þar. En þegar ég sá, að hann seildist í jakkavasa sinn og dregur upp peningaveskið, skildi ég hvað til stóð. Þessi stóri var nú farinn að inn- heimta fargjöldin. Og nú skálmaði hann á milli allra þeirra er uppi voru, en þeim hafði nú fjölgað skyndi- lega. Og hcitt og innilega óskaði ég þcss, að hann skylli á hrygginn þegar Skjöldur hallaðist sem mest. En — þá vantaði mig illa kraftinn eins og fleiri. Þessi stóri maður var svo stöðugur á fótum að furðu gegndi. Það var engu líkara en að þeir hefðu augu og fylgdust því vel með hvemig dekkið hallaðist. Ég sá engan óstyrk á göngu- lagi hans fremur en hann væri á vappi eftir venjulegum danspalli. Þarna. Nú stefnir hann á okkur. „Er ætlunin að fara af í Borgarnesi?“ Rödd hans er hljómmikil og ísköld. ,Já.“ „Hérna eru farseðlarnir.“ Mundi bróðir réttir honum 50 króna seðil. „Hafið þið ekki minna en þ e 11 a?“ „Nei.“ Ég var búinn að horfa í veskið mitt líka og fann engan minni nema einn fimm króna og svo talsvert af smápeningum. „Hvað segið þið. Komið úr Reykjavík og hafið enga skiptimynt. Það er þó helvíti hart.“ Og ég næstum dáð- ist að áherzlunni á síðustu orðunum eða þó öllu heldur hlj ómbrigðunum. „Þú veizt nú sjálfur að venjulega eru smáu seðlarnir gripnir fyrst á meðan þeir hrökkva. Eða sýnist þér þetta máske 100 króna seðill?“ svarar Mundi bróðir og kímdi við. Hásetinn virðir hann fyrir sér, kæruleysislega nokkur augnablik og segir svo: „Ætli ég þekki þá ekki,“ þrífur seðilinn og bætir við: „Þið hafið þá líklega nokkra krónupeninga? “ „Ja-há. Þ a ð höfum við vafalaust.“ Við grípum nið- ur í vasana og réttum honum nokkrar krónur. Ekki man ég hvað hann greip af þeim eða hvort hann rétti Munda bróður einn eða tvo tíukróna seðla aftur, en það man ég að hann var fljótur að skálma frá okkur. Og þegar ég horfði aftan á hann, flaug um hug minn gömul saga sem ég heyrði smáangi. Hún var um vanan sjómann, sem var allra manna viðmótsþýðastur í landi. En þegar hann kom á sjóinn, hafði hann allt á hornum sér. Slíkir menn voru kallaðir sjókaldir. Þessi kraftalegi háseti var áreiðanlega sjókaldur.-- Þegar Skjöldur nálgaðist mynni Borgarfjarðar fór aldan ört minnkandi. Samtímis fjölgaði stórum á þilfar- inu og frúrnar smátíndust aftur á bekkina. Sumar undr- uðust, hvað þær gátu orðið hræðilega sjóveikar, aðrar hvað Skjöldur gæti oltið óskaplega í ekki meiri öldum, hvað veðrið væri þó óvenju milt, o. s. frv. Og nú fékk ég gott tækifæri til að athuga stúlkuna, sem lá þarna á milli þeirra Hannesanna og ég hafði aldrei séð neitt sjó- veika. Þarna sat hún á milli þeirra svona kánkvís og brosandi, svo mig fór að gruna, — af mínu litla hvolpa- viti, — að þetta væri ekki einleikið. Þegar svo við bætt- ist, — og það var andskotann engin missýning, — að Hannes minn Pálsson hafði grunsamlega mikinn áhuga á að tala við hana, og ég hafði aldrei séð hann eins bros- andi og eins marga sólskinsglampa í augum hans, þar sem mér hafði virzt hann fremur hugsandi og alvörugefinn, þá styrkti það auðvitað grun minn, að þarna væri eitt- hvað á seyði. Á hina hlið virtist mér Hannes Jónsson nákvæmlega eins og hann var vanur, hægur, kíminn, oft í þungum þönkum og yfir svip hans og allri framkomu sú ró og það jafnvægi, sem aldrei brást, hvað sem á gekk, Heima er bezt 89

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.