Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1973, Blaðsíða 18
jafnvel þó að þjösnamenni gæfu honum spark í hausinn, með rennvotum rosabullum. Og af öllum samskiptum hans við stúlkuna bjarthærðu og einnig svipmóti, sýnd- ist mér þau vel geta verið systkini. Þessa gátu fékk ég þó ekki ráðna fyrr en löngu síðar. Og þá varð ég hreint hissa hvað hvolpavit mitt hafði rambað rétt, eftir þeim augnaglömpum, er sjálfum mér og öðrum hafa þó oft reynzt hin argvítugustu villiljós. í Borgarnesi tvístruðust allir um leið og á land var komið. Og þrátt fyrir skýjafarið, sem huldi alveg sólar- sýn, sá ég að þama var mjög víðsýnt. Stórir flákar voru alauðir og dálítið slabb á götunum, sem við gengum eftir. En þær voru ólíkar og húsin fá, miðað við Reykja- vík. Mundi bróðir hafði ákveðið að halda hiklaust áfram að Beigalda, sem er um tveggja tíma gang norðan við Borgarnes. Þar bjó þá Þóra, dóttir Þorleifs Jónssonar, sem lengi var prestur á Skinnastað í Öxarfirði, og konu hans Sesselju Þórðardóttur. Á Skinnastöðum hafði M-undi bróðir kynnzt henni, eins og foreldrum hennar og systkinum, Svövu og Jóni. Jón flutti til Þóru systur sinnar, eftir að faðir hans dó, árið 1911. Þarna áttu því gamlir vinir og sveitungar Munda bróður heima, ásamt manni Þóra, sem hét Grönfelt. Hann var danskur og var hann kennari við Bændaskólann á Hvanneyri. Þóru hafði ég aldrei séð, en aftur á móti þekkti ég vel Svövu systur hennar. Hún kenndi mér stráknum vetrarpart, ásamt fleiri bömum í Öxarfirði. Jón bróður hennar þekkti ég einnig og var sérstaklega hlýtt til hans. Hann var svo góður við mig smáangann, þegar hann kom í göngur í Hafursstaðaheiði og eins á vorin með kiðlinga, sem hann flutti á hestum og áttu að ganga yfir sumar- mánuðina suður með Jökulsá. Ég hlakkaði því til að hitta hann, eins og Mundi bróðir, en þeir voru miklir vinir. Ég vissi að þau systkinin mundu spyrja eftir ýmsu frá æskustöðvunum, og þá mundu rifjast upp löngu liðnir atburðir, sem gáfu huganum vængi heim í Öxar- f jörð. Og það varð mér sannarlegt tilhlökkunarefni. Ég var farinn að herða sporið áður en ég vissi af. Allt í einu mætum við dreng, á að gizka 11 til 12 ára gömlum. Hann var lítið búinn, orðinn blautur í fætur og fremur kuldalegur. Við spurðum hann eftir bæjar- nöfnum og hve langt væri heim að Beigalda. Hann svar- aði greinilega og benti okkur um leið á bæinn, sem við nú sáum, enda skammt undan. Þar er líka sími, bætti hann við. Þegar við kvöddum drenginn tók Mundi ofurlítinn bréfpoka úr vasa sínum með nokkrum rúsínum. Við höfðum haft þær í nesti á leiðinni og voru þær nú langt komnar. Mundi bróðir rétti pokann að honum og sagði að hann mætti eiga þetta fyrir allar leiðbeiningarnar. Hann tók þegjandi við honum, brosti og augun ljóm- uðu. Vertu svo blessaður, sögðum við og héldum áfram. Ég sá að hann horfði á eftir okkur og fór nærri um hvað hann hugsaði, svo margar systur-minningar átti ég sjálfur frá því að ég var barn. AÍér varð tíðlitið austur yfir fjörðinn, þar sem Bændaskólinn á Hvanneyri blasti við, og sömuleiðis til norðausturs, eftir byggðinni, sem mér fannst breiða út faðminn svo fagran og vinalegan. Eftir að ég sá heim að Beigalda, flaug mér í hug smá- saga um föður húsmóðurinnar, Þóru, séra Þórleif á Skinnastað. Ég mundi hann svo vel, því mér þótti svo fyrir, þegar ég frétti látið hans, að ég fór að skæla. Og ég endurtók lengi eftirfarandi setningu: „Æ-i. Þá vill enginn ferma mig.“ Hann hafði oft gist á heimili for- eldra minna, þegar hann var að fara upp á Hólsfjöll til að messa. Mynd hans var óafmáanlega skýr í huga mín- um. Mér fannst hann fráneygari en nokkur annar mað- ur, sem ég hafði augum litið. Og hláturinn hans var alveg einstakur. Framhald í næsta blaði. r r Agúst Sveinsson, Asum Frambald af bls. 79 ---------------------------- þegið og vel metið. En mikill tími fór eðlilega í slíkar ferðir frá búskapnum og öðrum heimastörfum, svo að ekki var þetta neinn búhnykkur fyrir Ásabóndann. Þegar sauðfjársjúkdómar fóru að gera vart við sig í ýmsum myndum (votamæði, þurramæði, garnaveiki o.s.frv.) var hann kvaddur þar til starfa, og fór langar ferðir úm flest héruð landsins um 20 ára skeið til að húðprófa kindur vegna garnaveikinnar á vegum sauð- f j árveikivarnanna. Þá skal nefna þann þátt í lífi Ágústs í Ásum, sem margir munu kannast við og minnast með ánægju. Það eru ferðalög hans á hestum um óbyggðir landsins. Sum- ar eftir sumar var hann fylgdarmaður fólks, sem varði sumarleyfum sínum til að kynnast bláfjallageimnum með heiðjöklahring í íslenzkri hásumardýrð. — Allir þeir, sem kynntust Ágústi í Ásum á slíkum ferðum munu Ijúka upp einum munni um það, að ákjósanlegri leiðsögumann og ágætari ferðafélaga væri varla hægt að hugsa sér. Hann lagði til trausta og góða hesta, bæði sína eigin og annarra, hann var þaulkunnugur víðast á þeim slóðum, sem farnar voru og hann sýndi öllum lipurð og ljúfmennsku, sem nauðsynleg er til að sannur félags- andi skapist í ferðamannahópnum. Þess vegna eru það margir, sem eiga fagrar og bjartar minningar um ferðir sínar um óbyggðir landsins með Ágústi í Ásum. Heimili þeirra Kristínar og Ágústs var alla jafnan mjög gestkvæmt. Þangað áttu margir erindi, því að Ásar voru um langa tíð nokkurs konar miðstöð sveitarinnar. Þar var stofnsettur heimavistarbarnaskóli 1923, þar var sett símstöð 1929 og margs konar fyrirgreiðsla var þar vcitt af fúsum vilja og góðum hug. En hinir munu þó hafa verið enn fleiri, sem sóttu þau heim Ásahjónin til að blanda við þau geði og eiga þar glaða stund á góðra vina fundi. Þannig minnast Gnúpverjar þessa mikla myndarheim- ilis, sem með prúðri fyrirmennsku húsráðenda setti svo sterkan svip á sveitina fögru og frjósömu alla þeirra löngu búskapartíð. 90 Hehna er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.