Heima er bezt - 01.03.1973, Page 25
í aprílblaði 1971 spurðist ég fyrir um neðangreint
kvæði, mér barst það tiltölulega fljótt, en dregizt hefur
að birta það. Það er birt hér samkvæmt forskrift Val-
borgar Guðmundsdóttur, Tungufelli, Breiðdal. Um
höfund eða lag er mér ókunnugt.
Ég heyrði einn dag,
það var á vori frjóu
í víðigrónum, sólarhlýjum dal,
mót himni syngja himinglaða lóu,
og hræraddaðan góla í björtum val.
Hann kvað: Ó, heyrðu snotra, snara lóa,
þú Snælands káta, mjúka ljóðadís,
nú færðu gest í þína glöðu móa,
því gramur dals að brúði sér þig kýs.
Hann tók á flug og hremmdi litla lóu.
Nú laugar saklaust blóð um gráðga vör,
en augað brast og dýru ljóðin dóu;
á dal sló þögn við kappans brúðarför.
Nú unir hetjan ein í sali tómum,
svo ánægð, dul að munað, sigri rík.
En þögul hirð að döggvum dalablómum,
nú drúpir yfir sakleysingjans lík.
I nóvemberblaði 1972 spurðist ég fyrir um kvæðið
Unnustinn dáinn. Sigríður Einarsdóttir, Neskaupstað,
hefur nú sent mér þetta kvæði, og birtist það hér að
hennar fyrirsögn. Hún segist hafa lært það svona í æsku,
fyrir 55—60 árum síðan. Sigríður getur ekki um höf-
und né lag.
UNNUSTINN DÁINN
. Ég úti sat og átti von á þér,
minn elsku vinur, heim um sæinn kalda,
en báran síðan boðin flutti mér:
Þú brostir til mín yfir hennar falda.
Ég hugði þá hún bæri á brjóstum þig,
svo blítt og hægt, er golan seglin bærði.
Sú unaðsstundin yfirkæmi mig,
er aftur heilan, glaðan þig mér færði.
Nú má ég ekki út á sæinn sjá,
án þess að tárin renni af hvörmum mínum,
því það er þessi sama bára blá,
sem brostnum augum hefur lokað þínum.
Þú kemur heim, — en kaldur, stirður nár, —
svo hverfur með þér lífsins vonin bjarta,
sem áður lék um okkar beggja brár;
nú blæða sárin innzt í mínu hjarta.
Ég sé þig ekki aftur, ástvin minn.
Þú ert nú genginn heim til hvíldar þinnar.
En hjá mér vakir ennþá andi þinn,
hann er sem ljós á vegum ævi minnar.
Því bandið, sem við bundum saman fyrr
á björtu kvöldi og vorsins morgni fríðum.
Það shtnar ekki par við dauðans dyr,
þótt daprir skuggar falli á mig tíðum.
Ég horfi til þín, hjartans vinur minn,
um heiðrík kvöld, í stjörngeiminn bjarta,
og vef þá enn í anda arminn þinn,
með ást og trú og von, að mínu hjarta.
Þættinum hefur borizt bréf frá Jónu Guðrúnu Vil-
hjálmsdóttur á Skagaströnd. Hana langar til að fá birt
tvö kvæði, sem hún sendir, vill vita hvort nokkur veit
um höfunda. Sérstaklega er henni hugleikið að fá að
vita nafn höfundar Sjómannskonunnar, því hún segir,
að henni sjálfri hafi verið eignað það, en það sé víðs
fjarri. Þá spyr Jóna um, hvort hægt væri að fá birtar
gamlar frásagnir í ritinu. Ég vona, að ég taki ekki fram
fyrir hendur útgefanda, Sigurðar O. Björnssonar, þó
ég svari Jónu því til, að það er nú einmitt það, sem
þetta rit sækist eftir. Það er bara að senda Sigurði þetrta
efni, lesendur vita um heimilisfang blaðsins. — Jóna seg-
ir, að hvorttveggja kvæðin hafi verið sungin. Þá segist
hún eiga fleiri Ijóð í fórum sínum — og ætti hún að
senda þau. Ég hef víst sagt það áður á þessum síðum,
að það er sambandið við lesendur, sem gefur blaðinu
gildi. Ég segi fyrir mig, að án þess væri ég eins og
púnkteraður gúmmíkarl fyrir löngu.
SJÓMANNSKONAN
Ein á strönd í árdagsblænum
úti sjómannskonan stóð.
Mann sinn á hún úti á sænum,
ötull fiskar hann á lóð.
Éjögur á hún börn í bænum,
björt á svip og æskurjóð.
Ef að vindur ólmur þýtur,
eða dökknar himinninn,
svefns né værðar sjaldan nýtur,
svo var og í þetta sinn.
Andvarpandi upp hún lítur:
Æ, hvað syrtir, drottinn minn.
í skýjum huldizt himinn fagur,
hann sem áður var svo skír.
Ljós var næstum liðinn dagur,
Heima er bezt 97