Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 26
loksins heim þá bóndinn snýr.
Af því hann var aldrei ragur,
allt of seint til lands hann flýr.
Öldur dans með ströndum stíga,
stormur þeytir lúður sinn.
Ofan í hafið hlaut að síga
hlaðinn fiskibáturinn.
Bylgjur rísa, bylgjur hníga —
beljaði nætur vindurinn.
Ein á strönd í aftanblænum,
ekkjan föl og döpur stóð.
Fjögur á hún börn í bænum,
björt á svip og æskurjóð.
Er sem hver ein alda á sænum
ymji henni sorgarljóð.
Hitt kvæðið, sem Jóna sendir, þarf athugunar við, og
fresta ég því birtingu. —
Þessi þáttur okkar hefur verið með heldur dapurleg-
um blæ að þessu sinni, svo ég hygg réttast að hafa hann
ekki lengri. En áður en ég lýk máli mínu langar mig til
að fullvissa hana Hildi Heiðdal Hjartardóttur, Arn-
geirsstöðum, Fljótshlíð, um að lagið við Sumri hallar
(Darling I am growing old) passar ágætlega, ég vildi
bara að hún gæti heyrt mig syngja það. Ég þakka henni
velvildarorðin, allt slíkt kitlar vesaling minn. — Jórunn
Bjarnadóttir, Eskifirði, segist geta sent mér fleiri kvæði
ef hún fái hvatningu til þess. Guð minn góður, það er
nú það, sem ég af veikum mætti er að hvetja alla lesend-
ur til að gera.
Fleira verður þetta þá ekki að sinni. — Kær kveðja.
E.E.
BREFASKIPTI
Jeg er en Norsk gutt pá 22 ár og som 0nsker brevbytte med Islandsk
jente pá 20—25 ár. Jeg skal pá sommerferie til Island og visst snar-
lig hendvendelse sá kan vi treffes da. — Utseende: Mprkeblond, blá
0yne, h0yde 1,87 m. 0nsker bilde!!
Adr. Karl Einar Haukaas, Husbáten Aker II, Kongshavn Oslo I.
Jóhanna Óladóttir, Húsmæðraskólanum, Varmalandi, Borgar-
firði óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 17—20 ára.
Sesselja Sveinsdóttir, Húsmæðraskólanum, Varmalandi, Borgar-
firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 17—20 ára.
Sigríður Þórhalla Óladóttir, Sólgarði, Borgarfirði eystra, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æski-
legt er að mynd fylgi fyrsta bréfi.
Heiðrún Sigurðardóttir, Görðum, Hellissandi, Snæf., óskar eftir
bréfaskiptum við drengi og stúlkur á aldrinum 13—14 ára.
Auður SigurÖardóttir, Görðum, Hellissandi, Snæf., óskar eftir
bréfaskiptum við drengi og stúlkur á aldrinum 12—13 ára.
6> *
4
&
I
í-
íS>
I
I-
I
t
*
t
*
i
I
I
I
I
i
I
í
I-
i
Helgi Gíslason, Hrappsstöðum:
YERMIREITUR
Sú hugsjón fæddist hrein og skær
að hlúa að ungum gróðri.
Sú liðsemd þörf til lífsins nær
og leggst með vitund hljóðri.
Oft vermdust lítt hin veiku blóm
í vorsins kulda næðum
og þoldu dapran dauðadóm
og dóu á berum svæðum.
Því oft var þörf á vermireit
sem vermdi sprotann mjóa
til sjálfs síns þroska í sólarleit
svo hann næði að gróa.
Á mannkynsandans akurrein
er ærið starf að vinna
að planta og styðja grein við grein
að góðum stofnum hlynna.
Að vekja að glæða vaxtarmátt
svo veljist stofnar beinir
að hefji manndóms merkið hátt
á morgni lífs sem flestir.
4
3
4
1
3
i
■3
|
3
f
4
3
4
s
4
3
4
át
4
3
4
*
t
*
4
|
4
3
4
3
4
*
4
I
3
4
3
Frásöguþættir af bæjum í Geiradal
Framhald af bls. 91 -----------------------------
dýrleika. En að nýju mati 1861, 11,9 hundruð. Tún var
harðbalalegt og ekki grasgefið. Engjaslægjur litlar en
góðar. Sauðland gott á fjallinu og landkostir í betra
lagi. Hlunnindi smávegis kópaveiði.
Snemma á 19. öld átti Gróustaði Einar Jónsson
dannebrogsmaður á Kollafjarðamesi í Strandasýslu.
Einar Jónsson var göfugmenni. Sést það bezt á því, að
árið 1823 gefur hann jörðina Gróustaði til framfæris
fátækra í Tungusveit við Steingrímsfjörð. Mun slíkt
hafa verið algjört einsdæmi á þeim tíma þegar smæl-
ingjar og fátæklingar áttu sér fáa forsvarsmenn. Ekki
veit ég nákvæmlega hve lengi Tungusveitungar nutu
góðs af þessari gjöf Einars á Kollafjarðarnesi. En árið
1883 voru Gróustaðir komnir.í eigu ábúenda þar.
Gróustaðir eru metnir í fasteignamati 1970. Land á
138,000,00 krónur. Hús á 893,000,00 krónur. Alls á
1031,000,00 krónur. Véltækt tún 1969 var 15,59 ha.
Hýsing þar er góð, öll hús byggð úr varanlegu efni,
steinsteypu. Raflýst með rafmagni frá heimilisrafstöð,
sem gengur fyrir vatnsafli.
98 Heima er bezt