Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1973, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.03.1973, Qupperneq 31
mín, svarar Auður og reynir að hafa fullt vald á rödd sinni. — Var hann úti að skemmta sér í kvöld? — Já, en hann kom ekki mjög seint heim, flýtir Auð- ur sér að segja. — Jæja, það var ágætt. En fyrst mér auðnast ekki að sjá drenginn minn vakandi hér heima, langar mig til að líta á hann sofandi. Má ég ekki ganga inn til hans, góða mín, ég lofa að vekja hann ekki. Bergþóra rís á fætur, en Auður færir sig eins og ósjálf- rátt fyrir svefnherbergisdyrnar og tekur sér þar stöðu í annað sinn þessa nótt. Bergþóra má ekki sjá þá hrylli- legu mynd, sem svefnherbergið hefir að geyma, og Auður segir í blíðum bænarróm: — Nei, Bergþóra mín, lofaðu honum að vera í algeru næði. — En ég ætla ekki að gera honum neitt ónæði, aðeins koma sem snöggvast að rúminu hans. — Hefir þú nokkra ánægju af því að sjá hann sofandi, góða Bergþóra? -Auður getur ekki lengur leynt geðs- hræringu sinni, og rödd hennar titrar af angist. Bergþóra horfir mildum augum á tengdadóttur sína og skynjar fullkomlega, hvað fyrir henni vakir á þessari stund: Auður vill hlífa henni við því að sjá Hrein núna, en því ákveðnari verður Bergþóra, hún vill fá að vita sannleikann allan afdráttarlaust, hversu þungbær sem hann kann að verða henni, og Bergþóra segir því hlýtt og rólega: — Hvað er það sem þú vilt leyna fyrir mér, Auður mín? — Ég er ekki að leyna neinu fyrir þér, Bergþóra, ég vildi aðeins hlífa þér í lengstu lög. — Ég skil þig vel, Auður mín, en sjálf hef ég bezt af því að fá að vita sannleikann eins og hann er, óvissuna þoli ég ekki lengur. — Þá gefst ég upp fyrir þér, Bergþóra mín, Guð styrki þig. Svo opnar Auður svefnherbergið og býður tengda- móður sinni að ganga þangað inn, og sjálf fer hún inn á eftir henni, en staðnæmist frammi við dyrnar, og augu hennar hvíla á Bergþóru og Hreini til skiptis. Bergþóra nemur staðar við rúm sonar síns og lítur rólega á hann, en rautt og þrútið andlit hans á koddan- um, og hinn sterki áfengisþefur sem leggur frá vitum hans með þungum andardrættinum, færir henni fulla vissu um þann hræðilega sannleika, sem hún hefir óttazt að undanförnu, að drengurinn hennar hefir orðið áfeng- isástríðunni að bráð. — Guð hjálpi þér, Hreinn! Orðin líða í lágu andvarpi frá titrandi vörum Bergþóru, en dýpt þess sársauka sem að baki þeirra felst, á sér engin takmörk. Hún stendur eins og dæmd og starir á son sinn nokkur andartök, og augu hennar fyllast tárum, sem hún reynir ekki að stöðva. Auður horfir þögul á tengdamóður sína og sér tárin sem drjúpa ofan vanga hennar, og á þessari stundu finnst henni sín eigin óhamingja vera léttvæg hjá þeim ofur- þunga sorgar og vonbrigða, sem fallið hafa á herðar hinnar góðu móður manns hennar. Ó, hve hún þráir að mega hugga hana. Og Auður færir sig hljóðlega að hlið tengdamóður sinnar og leggur arminn um herðar henn- ar: — Gráttu ekki, Bergþóra mín, hvíslar hún blíðlega. — Við skulum vona, að þetta breytist og batni á ný. Það hefir margur villzt, en ratað heim aftur. Bergþóra snýr sér að Auði og faðmar hana að sér með móðurástúð: — Blessað barn, þetta urðu þá örlög þín, segir hún dapurlega. — En ég er ennþá bjartsýn, Bergþóra mín. Auður þrýstir tengdamóður sinni fastar að sér. — Heldur þú að við getum ekki sameiginlega bjargað honum, sem við elskum báðar? Ég held að við getum það. — Varla af eigin mætti, Auður mín, en með Guðs hjálp, og öllu vildi ég fórna til þess að bjarga drengnum mínum. Ég ætla nú að fá að bíða hérna hjá þér, þangað til hann Hreinn minn vaknar úr vímunni. Og þá langar mig til að tala við hann og reyna að benda honum á þá ógæfu, sem hann hefir villzt út í og sjá, hvaða áhrif orð mín kunna að hafa á hann, því hingað til hefir Hreinn minn teltið orð mín til greina. — Og það gerir hann áreiðanlega ennþá, Bergþóra mín, segir Auður með sannfæringarkrafti, því það finnst henni að hann hljóti að gera, fyrst móður hans sé orðið ljóst, hvernig komið er fyrir honum. Og Auður veit að þrátt fyrir allt elskar Hreinn sína góðu móður, jafnvel meira en nokkuð annað, og hjarta Auðar fyllist nýjum og björtum vonum. Síðan ganga þær fram úr svefnherberginu, og Auður býr vel um tengdamóður sína á legubekknum í stofunni, og henni finnst nú tími vera kominn til að þær taki á sig náðir. Bergþóra leggst brátt til hvíldar í stofunni, en Auður við hlið manns síns, og svo er allt hljótt. Morgunsól skín í heiði er Hreinn vaknar til veru- leikans á ný og lítur í kringum sig. Hann er einn í svefn- herberginu, og engin hreyfing heyrist í húsinu. Æ, hve hann er sljór og lamaður, og honum líður hræðilega illa. Hann liggur kyrr um stund og reynir að jafna sig. En þá taka skuggalegar svipmyndir frá síðastliðnu kvöldi skyndilega að renna upp fyrir honum, hver af annarri eins og vofur, óljósar í fyrstu, en brátt skýrari, og valda honum jafnhliða nýrri kvöl. Framhald í næsta blaði. BREFASKIPTI Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir, Steinsstaðaskóla, Lýtingsstaða- hreppi, Skagafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldr- inum 14—16 ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi. Álfheiður B. Marinósdóttir, Steinsstaðaskóla, Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt, að mynd fylgi fyrsta bréfi. Heima er bezt 103

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.