Heima er bezt - 01.03.1973, Side 34

Heima er bezt - 01.03.1973, Side 34
þá þótti sjálfsagt að skipa dómnefndir, er skæru úr um hvað væri sýningarhæft og hvað ekki. Margir sýslumenn og sýslunefndir sýndu hinn bezta skilning á þessu þjóðþrifamáli. Hafi þeir allir þökk fyr- ir, sem hafa unnið því gagn. Nefndin réð til sín framkvæmdastjóra, sem starfaði allan tímann, var það Freymóður Jóhannsson, málari. Reyndist hann okkur vel. Það duldist engum, sem að sýningu þessari vann, að það var heppileg ráðstöfun að skipta henni í deildir eftir sýslum. Bar margt til þess, fyrst og fremst var það gagnlegt vegna þeirra fulltrúa, sem fylgdu mununum heiman úr héruðunum. Þeir höfðu búið sýninguna að heiman, skrásett hana o. s. frv. Þeir settu munina upp, gættu deildarinnar meðan á sýningunni stóð, önnuðust sölu á því sem mátti selja og bjuggu munina loks til heimferðar. Þeir þekktu sína deild mætavel og létu sér sérstaklega annt um hana. Létti þetta fyrirkomulag mjög allt sýningarhaldið og olli síður ruglingi. Sýslur og félagasambönd önnuðust um allan undirbúning heima fyrir, þá voru fulltrúar líka kostaðir, eftir því sem farið var fram á úr mörgum sýslum. Hvað höfum við svo lært af sýningu þessari? Um- stang og kostnaður verður að gefa eitthvað í aðra hönd, kenna almenningi eitthvað, annars hafa sýningar enga þýðingu. Sýningar eiga fyrst og fremst að vera skólar, og að sýningar þær sem haldnar hafa verið víðsvegar um land síðustu 15 árin hafi kennt fólkinu eitthvað, sést bezt, þegar þessi sýning er borin saman við sýn- inguna í Reykjavík 1921, þar sem var handavinna af öllu landinu eins og nú. Það var aðallega tvennt, sem maður veitti sérstaklega athygli við samanburð á þess- ari sýningu og þeirri sem haldin var 1921. Að vinnu- brögðin voru mikið fjölbreyttari, gerð, lag og litir smekklegri, tóvinna hreinni, og að mestu ólyktarlaus og svo hitt að karlmannavinna var miklu meiri og af fleiri tegundum. Niðurlag. Mörgum sýningargesti varð starsýnt á íslenzka mel- kornið, villikornið úr Vestur-Skaftafellssýslu, sem hef- ur verið unnið til manneldis líklega á sama hátt allt frá landnámstíð. Af sýningarmunum frá karlmönnum má nefna nokkra sem báru af öðru, eða vöktu athygli manna: Fugla- veiðiáhöld úr Vestmannaeyjum, skinnklæði úr Grinda- vík, lagnet og dorg frá Mývatni, vatnstúrbína frá Bjarna í Hólmi. Einnig heimasútuð skinn, allt frá folalda- og kálfsskinnum að lungumjúkum hunds- og kattarskinn- um. Hrosshársvinna: Gjarðir, tögl, hárpokar, taumar og mottur. Leðurvinna ýmisleg: Reiðtýgi, ólarreipi, ferða- töskur. Ennframur svipur, reislur, tengur, beislissteng- ur. Margt hefur nú breyzt í okkar þjóðfélagi á 40 árum, margt til batnaðar. Við höfum öll þessi ár tekið þátt í samvinnu norrænna þjóða, sem vinna að sömu hugsjón. Og við höfum ekki látið okkar hlut eftir liggja í sam- vinnu við þær þjóðir, enda mjög ánægjuleg og lær- dómsrík kynni. Þjóðbúningarnir okkar blómstra, sem betur fer. En okkur vantar þunt og lipurt efni úr íslenzkri ull í bún- ingana. Heimilisiðnaðarfélag íslands blómstrar, veitir mikla fræðslu, stendur í stórræðum. Heimilisiðnaðarfélagi ís- lands er bezt treystandi til að fá þessari hugmynd fram- gengt að fá lipurt efni úr íslenzkri ull í þjóðbúningana. Kvennasamtökin ná nú yfir allt landið. Flest hafa þau heimilisiðnaðinn á dagskrá og halda þeim gamla góða sið að hafa sýningu með á aðalfundum sínum í svipuðu formi, er var Um 1930. Látum sýningarnar jafnan halda velli, góðu konur! Heill sé þeim! i'VVVVVVVVVVVVVVMVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV'r- IGÍRÓ - seðill I Kæri áskrifandi: g Með þessu blaði af „Heima er bezt“ er lagður § GÍRÓ-seðill með áprentuðu áskriftargjaldi fyr- g ir árið 1973. Eins og ákrifendur rekur minni K til, þá voru áskriftargjöldin innheimt með þess- g um sama hætti s.l. ár og reyndist mjög vel. GÍRÓ-seðillinn er einfalt greiðsluform. Þó er § eitt atriði, sem olh okkur hér á skrifstofu g „Heima er bezt“ á s.l. ári þó nokkrum erfið- g leikum, en það var það, að 50—60 áskrifendur X gleymdu að rita nafn sitt á seðilinn. Við vilj- g um því biðja ykkur fyrir alla muni að rita 5 NAFN ÁSKRIFANDANS á Gíró-seðilinn. | Verði það ekki gert er útilokað fyrir okkur g að færa greiðslu á kort sendandans og kemur § þá að því að við hættum að senda blaðið. Lát- § ið það því eklti henda að Gíró-seðillinn fari g frá ykkur án nafns ákrifandans. S Þeir áskrifendur sem þegar hafa greitt árgjald § sitt fyrir yfirstandandi árgang, láta Gíró-seðil- § inn hinsvegar beint í ruslakörfuna og hafa ekki S af því frekari áhyggjur. X Með beztu kveðjum og árnaðaróskum. Utgefandi. X tititititititititititititit^^ 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.