Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 36

Heima er bezt - 01.03.1973, Síða 36
15. „Þá er landabréf mitt rétt,“ sagði Smollett skipstjóri og lét Silver líta á það. Silver greip það með áfergju, en ég veitti hon- um nána athygli og sá hve vonsvikinn hann var, er hann komst að raun um, að það var ekki landabréfið, sem ég hafði fundið í vaxdúksvendlinum, heldur afrit án krossa og merkja, er sýndu hvar fjársjóðurinn var falinn. — „Jú, skipstjóri, þetta er rétt landabréf, og hér varpaði kapteinn Kidd akkeri. Þetta er ágætt landabréf, hver skyldi hafa teiknað það?“ En skipstjórinn sneri við honum baki án þess að svara. Mér ógnaði sú óskammfeilni, er Silver sýndi, er hann lét í Ijós þekkingu sína á Gulleyjunni, og það fór um mig kuldahrollur þegar hann lýsti fyrir mér dásemd- um eyjarinnar, og sagði, að hann skyldi láta mig fá góðan nestis- pakka, svo ég yndi vel í landi og gæti klifið hæðirnar. Nú varð ég sem fljótast að ná sambandi við einhvern yfirmanninn, og þegar Silver fór niður í kokkhús og Livesey læknir gekk í sama mund framhjá, sagði ég við hann: „Viljið þér sjá um, að ég verði strax kallaður niður í káetu, því að ég hef hræðilegar fréttir að færa!“ Livesey læknir varð alvarlegur á svip og fór að bragði niður í káetuna. Skömmu síðar var ég kallaður þangað. 16. Ég skýrði nú frá hvers ég hafði orðið vísari, þegar ég leyndist í eplatunnunni. Smollet skipstjóri, Livesey læknir og herra Trel- awny voru viðstaddir og hlustuðu með athygli á frásögn mína. Þegar ég hafði lokið henni, báru þeir lof á mig fyrir árvekni mína, já, meira að segja skáluðu fyrir björgunarmanni fararinnar. Og skipstjórinn var beðinn afsökunar á því, að mat hans á skips- höfninni hafði verið dregið í efa. Yfirboðurum kom saman um, að fyrst um sinn væri bezt að láta sem allt væri í himnalagi. Við töldum, að sjö mönnum væri treystandi af 26 manna áhöfn. Meðal þessara sjö var drengurinn Jim Hawkins, það er að segja ég sjálfur. Og ég átti eftirleiðis að umgangast skipshöfnina eins og ekkert hefði skeð. — Næsta morgunn var komið logn. Skipið veltist á þungri undiröldu. Bátar voru sjósettir, og ólundin var auðséð á áhöfninni, þegar hún sté niður í þá, því að hitinn var kæfandi og lognmolla, og ekkert skrið fyrir seglum, svo að draga þurfti skipið inn á leguna. Mér sýndist meira að segja, að Ander- son bátsmaður væri í uppreisnarhug. Ég hafði sem sé stokkið niður í bátinn, þar sem ég í raun og veru hafði ekkert að gera.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.