Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 2
Ferhafélag Islands 50 ára Hinn 27. nóv. hélt Ferðafélag Islands hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Svo kunnugt er félagið öllum landslýð, að óþarfi er að kynna það eins og það starfar nú, en um leið og ég færi því þakkir fyrir hálfrar aldar merki- legt og mikilvægt starf, vildi ég rifja upp sitthvað frá Iiðnum tíma og ræða breytt viðhorf þessara mála. Enda þótt 50 ár séu engin óratími í sögunni, þykir oss, sem lifað höfum síðustu 50 árin, það furðulangur tími, og hinum, sem enn eru yngri, þykir slíkt í óra- fjarlægð að minnast félagsstofnunar fyrir 50 árum. Breytingarnar á þessum tíma eru slíkar, að vér venju- lega gerum oss þær ekki ljósar, nema með því að skyggn- ast til baka. Allt má heita nýtt, umhverfið, lifnaðar- hættirnir og lífsviðhorf þjóðarinnar. Söm er hún Esja og samur er Keilir“ kvað Bjami fyrrum, og víst er um það, að þau eru hin sömu, en þau horfa nú yfir allt annað samfélag en þau gerðu á Bjarna dögum, og í því samfélagi hafa gerst stórfelldari breytingar nú á 50 árum, en gerst höfðu áður allan tímann frá Ingólfs dögum. Og í raun réttri hefur F. í. unnið markvíst að því að fleyta oss yfir iðuköst breytinga, með því að tengja hugi okkar nánar en nokkru sinni fyrr við landið sjálft, ósnortið eins og það var í árdaga byggðar. Nokkru áður en félagið var formlega stofnað höfðu nokkrir ungir Reykvíkingar, flestir úr verslunarstétt, tekið sig til og hrist af sér bæjarrykið þegar tími gafst til, og tekið að iðka gönguferðir um nágrenni bæjar- ins, klífa fjöll og leita inn í hinar nálægari óbyggðir. Ekki veit ég, hvernig menn litu almennt á þessi tiltæki þeirra, en grunur minn er, að flestir hafi látið sér fátt um finnast og jafnvel hneykslast á þessum kúnstum, og kallað þær sérvisku eða jafnvel flónsku. Islending- um hafði frá alda öðli verið lítið gefið um fjallgöngur, hvort sem það var af ugg við öræfin eða erfiðið. En smám saman drógst athygli manna að ferðalögum til gagns og gamans, og þar kom að nokkrir tugir manna komu saman og stofnuðu F. I. í skammdeginu 1927, og settu sér þar lög og stefnuskrá, þar sem svo var ákveð- ið, „að tilgangur félagsins væri að stuðla að ferðalög- um á Islandi og greiða fyrir þeim“. Þessum tilgangi hefir félagið þjónað dyggilega í hálfa öld, svo að nú ferðast árlega þúsundir manna á vegum þess, og leggja leiðir s’nar um öræfi og óbyggðir, klífa fjöll og kanna útskaga. Munu það ekki vera víðáttumikil svæði á land- inu, svo að Ferðafélagshópar hafi ekki lagt þar leiðir sínar. Starfsemi félagsins er orðinn sterkur þáttur í lífsmynstri þjóðarinnar. Margt hefir komið til þess, að þróunin hefir orðið slík. Á þessum 50 árum hefir byggð landsins gjör- breytst. S'fellt býr stærri og stærri hópur þjóðarinnar í þéttbýli, en með auknu þéttbýli rofna tengslin við náttúruna, og um leið skapast þörfin fyrir að komast eitthvað út fyrir húsaþyrpingarnar og malbikið. Bætt vegakerfi og samgöngutæki og ekki síst rýmri efna- hagur einstaklinganna hefir gert þetta kleift í ríkuleg- um mæli. En það haggar ekki þeirri staðreynd, að Ferðafélagið hratt hreyfingunni af stað á þeim tíma, sem vegakerfið var enn harla ófullkomið og ferðabún- aður og farartæki fátæklegt. Og miklu veldur sá, er upphafinu veldur. Og ef til vill er mest um vert for- dæmið, sem félagið hefir skapað. Það er fróðlegt að skoða hvernig ferðir félagsins hafa þróast úr örfáum ferðum árlega í næsta nágrenni Reykjavíkur, í tugi ferða um allt land. Hefir kunn- ugíeiki almennings á landinu ekki aukist lítið við það. Kjörorðið var og er „félag allra landsmanna", og fjölmennar deildir hafa vaxið upp víða utan höfuðborg- arinnar, og nú eru fleiri þúsundir félagsmanna, en ein- staklingar voru í upphafi. Mikilvægur þáttur í starfi félagsins hefir verið bygg- ing sæluhúsa, til gistingar víðsvegar um fjöll og öræfi. Þau eru öll vistleg, íburðarlaus og búin hinum nauð- synlegustu tækjum, til þess að ferðamaðurinn getur lát- ið sér líða vel, hvort sem hann er í stórum hópi, eða einmana göngumaður. Framan af voru sæluhúsin reist á fögrum stöðum við ruddar bílaslóðir. Hefir það síð- ar reynst tvíeggjað sverð, eftir að umferðin jókst, svo að hætta hefir orðið á örtröð og eyðingu, hins við- kvæma öræfagróðurs. En nú síðari árin er stefnt eink- um að því að reisa húsin við gönguleiðir, svo kleift megi verða að ferðast langar leiðir gangandi með sára- lítinn útbúnað. Og jafnframt þessu hefir félagið kennt mönnum að búa sig til ferðalaga, bæði að klæðnaði og öðru. Ótalið er þó það, sem F. I. hefir unnið markverðast að mínu mati, en það er að það hefir kennt mönnum að umgangast landið og náttúru þess, enda þótt enn sé langt í land, að allir hafi numið þá list til fulls, en það eru líka enn margir, sem aldrei hafa komist í beina snertingu við F. I. eða gengið í skólá þess í öræfaferð. Að yísu hafa alltaf verið til þrifnaðarmenn, sem aldrei skildu eftir óhroða þar sem þeir fóru, en hinir voru þó fleiri, sem létu sig slíkt engu skipta, þótt þeir 350 Heivia er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.