Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 15
Eyrarlandsstofa (t. v.) og Eyrar- landsbcer. Ljósmynd. Ekki er vitað með vissu um nafn Ijósmyndara. Eign Minjasafnsins á Akureyri. hún getur haldið dansleika (Bal) sem í prófinu ræðir um að hún hafi gjört í þessum mánuði.“9 Enginn veit hverju Björn Jónsson hefur svarað. Áreiðanlega hefur hon- um fallið það illa að þurfa að hafa afskipti af svona málum. 1 Manntal Akureyrarverslunarstaðar 1860 (af filmu). — Amtsbókasafnið á Akur- eyri. — Hús þetta stendur enn og er númer 50 við Aðalstræti. Það mun hafa verið byggt árið 1849, eftir því sem sagt er í Sögu Akureyrar (bls. 71) eftir Klemens Jónsson. Akureyri 1948. 2 Tala þessi er nokkru hærri en lesa má í ýmsum bókum sem segja frá Akureyri, en er fengin með talningu í íbúaskrá 1860. — Filma. Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Sophie Jacobine, f. Thyrrestrup. Systir Geirþrúðar Thorarensen, sem engin mynd er til af. bls. 152. - Blaðið Þjóðólfur, nr. 18, 16. apríl 1894, bls. 70. Minningargrein um Eggert Briem. — Árið 1858 hafði Eggert Briem sótt um sýslumannsembættið í Rangárvallasýslu og var honum veitt það en hann fór þangað aldrei. Eggert fékk Skagafjarðarsýslu í febr. 1861 og þjónaði henni uns hann lét af embætti 1884 eftir 40 ára embættisþjónustu. 3 Úr blöðum Jóns Borgfirðings. Finnur Sigmundsson tók saman. Leiftur hf., Rvík 1946, bls. 43. 4 Lögfræðingatal 1736—1963. Agnar Kl. Jónsson. ísafoldarprentsmiðja hf., 1963, 5 Hér eru hafðar í huga þær frelsishrær- ingar sem skóku alla Evrópu á þriðja tugi 19. aldar og fram um hana miðja og íslendingar nutu góðs af, m. a. end- urreisn alþingis 1845. Þeir hugðust sækja enn meir fram í þjóðfrelsisátt með þjóðfundinum 1851. En það fór á aðra lund eins og sagan kennir. Þjóðfund- inum var slitið skyndilega í skjóli her- hervalds. Svipleg endalok hans stöfuðu m. a. af sigurfögnuði dana eftir innan- landsátökin í Slesvík og Holsetalandi sem töldu nú nauðsynlegt að láta ís- lendinga kenna á valdi sínu. Eggert Briem var í nefnd þeirri, ásamt þeim Jóni Sigurðssyni forseta og Jóni Guð- mundssyni, sem þjóðfundarmenn kusu til að kæra úrslit hans fyrir konungi. Eggerti voru settir þeir kostir að láta af embætti eða fara hvergi. Hann beygði sig, en bar við embættisönnum. Kristján Kristjánsson sat einnig þennan sögufræga þjóðfund og var einn af þeim, að áliti Trampes greifa, sem sýndi þar „skaðvænasta starfsemi“. Hon- um var vikið frá land- og bæjarfógeta- embættinu í Reykjavík, þó með eftir- launum. Hann komst síðar í náð hjá stjómvöldum, varð sýslumaður og síð- ast amtmaður í norður- og austuramt- inu og lét af því starfi við lítinn orðs- tír, þá aldraður orðinn. Heimild: Ýmis vimeskja úr sögubókum og ritgerðum um sagnfræðileg efni eftir ýmsa sagn- fræðinga, s. s. Sverri Kristjánsson, Einar Laxness, dr. Þorkel Jóhannesson o. fl. 6 Stefánungar, þ. e. niðjar Stefáns Ólafs- sonar prests á Höskuldsstöðum í Dala sýslu (um 1695—1748). Þar skal fyrst nefna son hans Ólaf, síðar stiftamtmann, og hans syni, Magnús dómstjóra og Stefán amtmann Stephensen. Stefán Þórarinsson amtmaður, tengdafaðir Geirþrúðar Thorarensen, var systur- sonur Ólafs Stefánssonar stiftamtmanns. Völd og áhrif Stefánunga náðu til flestra mikilvægustu embætta í land- inu, veraldlegra sem andlegra. — Saga íslendinga, tímabilið 1770—1830, eftir Þorkel Jóhannesson, bls. 126, telur veldi þessara ættmenna hafa verið mest „frá 1790 og fram um aldamótin 1800“, og er þar án efa átt við þau miklu völd, sem stiftamtmannsembættinu fylgdu og skal síst dregið úr þeim miklu áhrif- um. En auður þessara ættmenna í miklum jarðeignum út um allt land og dösnkum skuldabréfum hafa nægt þeim til valda og áhrifa í þjóðlífi langt fram eftir nítjándu öldinni. 7 Lög íslands. Safnað hefur Einar Am- órsson próf. juris. Fjallkonuútgáfan. Rvík 1919, bls. 78. Við þessa bók Ein- ars er stuðst þar sem drepið er á laga- fyrirmæli. 8 Endurrit úr dómabókum Eyjafjarðar- sýslu árið 1858. — Þjóðskjalasafn íslands. 9 Afrit af uppkasti til embættisbréfs, úr fórum Eggerts Briem sýslumanns. — Héraðsskjalasafn Skagfirðinga — HSk. Hehna er bezt 363

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.