Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 7
við spiluðum saman. Við erum svona að bauka við þetta hvert í sínu horni, eins og maður segir. — Nú ert þú útivinnandi húsmóðir. Hvað viltu segja um það? — Ég hef ekkert nema gott um það að segja, svo framarlega sem heimilisástæður leyfi það. Það geta verið svo fjölmargar ástæður fyrir því að húsmæður vinni úti. Til dæmis er mjög algengt og reyndar nauð- synlegt af fjárhagsástæðum að hjón, sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið, verði bæði að vinna úti. — Nú, svo er geysileg eftirspurn eftir vinnuafli kvenna í fjöldamörgum starfsgreinum, svo sem í fiskiðnaði, verksmiðjuiðnaði og ekki síst við kennslustörf og hjúkr- un, svo örfá dæmi séu nefnd. Það geta verið svo fjöl- margar ástæður sem seiða húsmæður út fyrir veggi heimila sinna, þetta hlýtuí að fara eftir ástæðum og löngunum hvers og eins, og allur gangur á því. — Hvað um þma vinnu? — Ég er í fullu starfi á dvalarheímili aldraðra í Skjald- arvík. Málefni aldraðra hafa verið og eru mjög ofarlega í huga mínum. Mér líkar vel að starfa við hjúkrun og aðhlynningu á þeim. Á mínu heimili hjálpumst við öll að við heimilisstörfin, og þetta er leikur einn fyrir mig. — Ertu með fleiri bækur í smíðum? — Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Fyrst langar mig til að sjá hvernig frumburðinum vegnar. Það fór auðvitað ekki hjá því að við Heiðdís rædd- um um leiki barna hér á Akureyri, einkum á Oddeyr- inni, þar sem við erum bæði Eyrarpúkar. Hennar leik- ir voru ósköp svipaðir þeim sem ég þekkti frá minni æsku, t. d. öskudagsfagnaðurinn sem ávallt hefur verið einn mesti hátíðisdagur akureyrarbarna. Allt væri þetta efni í heila barnabók, og kannske verður einhver til þess að semja hana. Heiðdís Norðfjörð er fædd á Akureyri 21. desember 1940. 1. desember árið 1959 giftist Heiðdís Gunnari Jó- hannssyni bifvélavirkja. Gunnar er fæddur 20. apríl 1935 að Möðruvöllum í Eyjafirði. Heiðdís og Gunnar eiga þrjá syni: Gunnar, fæddur 26. júlí 1961, menntaskólanemi og í Tónlistarskólanum á Akureyri. Jón Norðfjörð, fæddur 19. mars 1966. Jóhann Valdemar, fæddur 18. ágúst 1971. Svo að lokum þetta. Því er gjarnan haldið fram að vel skrifuð og mótandi barnabók sé áhrifamikið og nauðsynlegt uppeldistæki, og því sé enganveginn sama hvernig hún sé samansett. Þetta er tvímælalaust rétt skoðun sem þó verður að athuga í tengslum við lífsganginn sjálfan. Barnabókahöfundar vilja að sjálfsögðu gefa bókum sínum einhvern tilgang og þeir hyllast til að upphefja gildi þeirra. Til marks um þetta halda sumir þeirra því fram að lífsviðhorf mitt og minna jafnaldra hafi af verulegu leyti mótast af því lesefni sem okkur var feng- ið í æsku. Þessir höfundar telja að við hrærumst enn í draumheimum ævintýrafrásagnanna sem örfuðu ímynd- unaraflið til gagns. Og þeir telja okkur eiginlegt að breyta samkvæmt siðfræði góða fátæka drengsins í fallegu bókinni sem var eins konar áhersluauki við uppeldið á heimili og í skóla. Það er satt að mikið var gert af því að innræta okk- ur góðvild til náungans eftir ýmsis konar leiðum. En því miður held ég að hraði lífsins og kapphlaupið eftir peningum hafi orðið þess valdandi að það góða sem ég vildi gerði ég ekki, en gerði heldur það vonda sem ég vildi ekki. Á þessu eru vitaskuld til undantekningar sem betur fer. Og þessi ásókn heldur áfram með enn meiri hraða en Framhald á bls. 371. Gunruzr Gunnarsson. Jón NorðfjörO. Jóhartn Valdemar. Heitna er bezt 355

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.