Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 8
JÓHANNES ÖRN JÓNSSON: Nokkur Kelstu og fágætustu fornaldarnöfn áricí 1703 ■ —^ ftir að ég las hina miklu og fróðlegu ritgerð hr. —j Gils Guðmundssonar um mannanöfn í „Heima er bezt“ datt mér í hug að kynna lesendum ' þessa heimilisrits fágætustu mannaheiti, sem koma fram við allsherjarmanntalið 1703, því að tiltölu- lega fáir munu eiga þá fræðasyrpu. Fór ég því lauslega gegn um manntalsbókina og tíndi upp úr henni þau karla- og kvennaheiti, sem mér fannst að hér gætu kom- ið til greina. Sleppti með öllu óþjóðlegum nöfnum, sem allvíða finnast, en kappkostaði að halda til skila fágætustu fornaldarnöfnum, einkum þeim, sem nú munu fágæt eða finnast trautt, að því er ætla má, svo sem: Tindur, Hafur og Loðinn. Þau fundust ekki 1855, né 1910, hvað sem nú er. Aftur á móti tel ég ekki fáein nöfn, sem 1703 voru mjög algeng, þótt nú séu þau fát'ð, svo sem: Brandur, Illugi og Ormur. Þeim nöfnum hríðfækkaði eftir 1703, svo nærri stappaði útrýmingu. Ég skal geta þess hér að árið 1703 sjást fáein spor eftir góð og gild fornaldarheiti sem þá eru nýlega horfin. Ég man eftir þessum í svip: Tanni í Borgar- fjarðar eða Mýrasýslu, Úlfhéðinn í Rangárvallasýslu og suður í Hraunum, sennilega komið upphaflega frá Úlfhéðni Þórðarsyni á Stað í Grindavík, sem mikil ætt er frá, m. a. Stóru-Brekkuætt í Fljótum. Enn má telja Otkels nafn syðra og Þorljóts í Múlaþingi. Kolli er einstætt nafn 1703 (eystra), en litlu fyrr hefur það tíðkast í Skagafirði — Fljótum eða Sléttuhlíð. Ekki eru öll nöfn, sem hér verða talin, mjög fágæt, miðað við allt landið, þótt meiri hluti þeirra sé það. Sumar sýslur eru svo snauðar af fátíðum fornaldar- nöfnum að maður er eiginlega neyddur til að taka þar nöfn, sem ella hefði verið látin eiga sig, eins og sést bezt á þessu yfirliti. Nú geta lesendur „Heima er bezt“ athugað, hver í sínu byggðarlagi, hver af nöfnum þessum muni lifa enn í dag, eftir því sem þeim er kunnugt. Mættu þeir gjarna til fróðleiks í efni þessu senda „Heima er bezt“ stuttar skrár um fátíðustu fornaldarheiti, sem þeim væru kunn, svo lauslegt yfirlit gæti fengist um þau víðs vega um landið. Gæti það orðið betra en ekkert, þótt vanskil yrðu óhjákvæmilega. Skrár um manna- heiti á landi hér hafa víst ekki verið prentaðar síðan Mannanafnaskrá hagstofunnar var gefin út fyrir réttri hálfri öld. GULLBRINGUSYSLA Karlaheiti: Arnkell, Árviður, Ásgautur, Beinir, Bjarn- héðinn, Gamli, Grettir, Haukur, Hildibrandur, Hólm- fastur, Hólmsteinn, Húnbjörn, Húni, ísólfur, Kálfur, Lýtingur, Núpur, Oddleifur, Skeggi, Stígur, Sölmund- ur, Þórálfur, Þórhalli, Önundur. Kvenmheiti: Arnheiður, Hallvör, Hergerður, Hún- björg, Iðunn, Jódís, Ljótunn, Sólvör, Védís, Þórarna, Þórelfur. KJÓSARSÝSLA Karlaheiti: Ásgautur, Haukur, Hjálmur, Semingur, Steini, Steinólfur. Kvemiaheiti: Álöf, Eyvör, Gyðríður, Hugborg, Inga, Jóreiður, Oddgerður. BORGARFJARÐARSÝSLA Karlaheiti: Arnljótur, Áki, Álfur, Dagur, Eilífur, Eyleifur, Hallsteinn, Haukur, Hávarður, Hrafn, Kár, Loðinn, Lvtingur, Styr, Þórhalli. Kvennaheiti: Aldís, Álfdís, Álfhildur, Álöf, Bóthild- ur, Eyvör, Úlfdís, Úlfheiður, Védís, Æsa. MÝRASÝSLA Karlaheiti: Ámundi, Dagfinnur, Gils, Hallsteinn, Hildibrandur, Sverrir, Vermundur. Kvennaheiti: Bjartey, Dómhildur, Ljótunn, Ráðhild- ur. Æsa. SNÆFELLSNESS- OG HNAPPADALSSÝSLA Karlaheiti: Arnoddur, Bassi, Búi, Greipur, Hallvarð- ur, Hreggviður, Kár, Kolbjörn, Ljótur, Már, Oddi, Starri, Steinolfur, Styr, Svartur, Tjörvi, Tyrfingur, Þorleikur, Özur. Kvenmheiti: Brynhildur, Geirr'ður, Gunnfríður, Halldís, Herborg, Herþrúður, Járnþrúður, Katla, Sig- urdrífa, Þjóðhildur, Þórelfur. DALASÝSLA Karlaheiti: Ásvaldur, Eldjárn, Eyleifur, Hrómundur, Skeggi, Sturlaugur, Svarthöfði, Tindur. Kvennaheiti: Geirþrúður, Iðunn, Mildríður, Unnur. BARÐASTRANDARSÝSLA Karlaheiti: Borgar, Greipur, Leifur, Oddgeir, Sem- ingur, Styrkár, Svartur, Úlfur, Valdi (2), Þorleikur. Framhald á bls. 371. Jöíi lieima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.