Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 18
Uppstoppaði ísbjörninn fyrir framan Aage-Lunds verslun í Bodö.
Að síðustu ganga þeir félagar til nýju dómkirkjunn-
ar í Bod0. Á íslenskan mælikvarða er hún geysistór, og
um leið glæsilegt hús. Hér hafa bæjarbúar ekkert til
sparað. Klukkuturninn er sjálfstæð bygging við eitt
horn kirkjunnar, en gnæfir þó yfir hana þó há sé, eða
að virðist eins og þriggja hæða hús. Vesturgafl kirkj-
unnar er að mestu úr gleri allt til riss, því er hún mjög
björt, stílhrein og fögur. Gluggar skreyttir og stór
mósaík-mynd yfir altari. Hituð er kirkjan með raf-
magni. Hitagjafinn er lagður við gólf, undir kirkju-
bekkjunum, svo fætur kirkjugesta njóti ylsins, meðan
messu er hlýtt.
Tíminn hefur liðið svo hratt, að gamli bóndinn verð-
ur að afþakka að skoða fleiri staði og hald ð er niður á
torg til blómanna þar sem konurnar bíða. Kveðju-
stund næstum sár, en óendanlega hlý, er frændur
kveðjast. Áse og Rolf Stóver hafa lokið hlutverki gest-
gjafans af einstakri vináttu og norskri reisn.
Á gangstétt, framan við eina stórverslunina, stendur
hvítur björn, uppstoppaður sjálfsagt æfa gamall, feld-
urinn gulnaður. Hann virðist hafa aðdráttarafl með
kippu af Samaskóm hangandi um hálsinn, tákn norður-
hjarans.
Sameiginlegur hádegisverður er kl. 13 á Park Pens-
jonat. Að loknum málsverði skiptast íslensku ferða-
félagamir í tvo hópa. Annar og sá minni, rúmlega 40
manns, heldur suður á bóginn, allt til Brönnöysund, og
er Stefán Sigfússon þar fararstjóri. Hinn hópurinn,
rúmlega 80 manns, heldur aftur á móti til Tromsö.
Fararstjórar þess flokks eru Agnar Guðnason og hon-
um til aðstoðar Jón Bjarnason bóndi í Bjarnarhöfn.
Báðir eru þeir með frúr sínar sér til halds og trausts.
Allir, sem norður fara, eru komnir um borð í „Finn-
marken“ klukkan 3. Skipið er stórt með öllum þæg-
indum og virðist fullt af fólki, sumt á langa leið fyrir
höndum eða allt norður í Kirkenes, nyrsta bæ Noregs.
Matar og drykkjar er neytt í borðsal eftir óskum og
þörfum ferðamanna. Veðrið er bjart og norðan eða
norðvestan strekkingur en kalt. Ganghraði skipsins virð-
ist mikill, er það tekur stefnu á Svolvær utan ystu nesja
.‘Uiíi Heima cr bezt
við Bod0. Brátt er varla um fjallasýn að ræða vegna
fjarlægðar, og karlinum úr Flóanum þykir leiðin löng,
enda óvanur sjóferðum. Því ráfar hann útá dekk og
gefur sig á tal við norska konu með glóbjart hár. Henni
fylgir. lítill drengur, er gæti verið sex ára og þau eru
mjög lík. Nei, hún er ekki frá Svolvær, en frá smá fiski-
bæ, Stamsund, og þar kemur báturinn við á leið sinni.
Þar búa um 2000 manns, og þar á konan heima. Fall-
egi ljóshærði drengurinn hleypur um dekkið. Hvað
þau eru nú lík íslendingum. Stundum kemur fyrir að
karl ávarpar landa sína í ógáti á sinni slæmu norsku,
og bölvar í hljóði yfir aulaskapnum. En karl er forvit-
inn og heldur áfram að spjalla við norsku konuna. Nei,
drengurinn er ekki sonur hennar, en dóttursonur. Fað-
ir hans var færeyskur, en hann er dáinn. Þau áttu tvö
börn, þennan dreng, og stúlku, sem er yngri en hann
og er heima. Nú eru börnin hjá afa og ömmu í Stam-
sund. Lífið er nú svona, enda hefur það alla tíð vafist
fyrir karli að skilja þennan guð og allt það. Nú er síld
in aftur að koma hérna í Lófótfirðina, og afi og amma
í Stamsund geta haft síld á borði handa dótturbörnum
sínum, og það er líka guðsblessun. Þau mega veiða síld
til heimilisins en alls ekki til sölu. Það er of lítið af
henni en til þess, að það er nóg af öðrum fiski, góð
vertíð í Vesturálnum í vetur.
„Finnmarken“ er að skríða inn í litla vík eða kví á
milli tveggja sléttra klapparhæða, höfn frá náttúrunnar
hendi, og amma fer í land með drenginn sinn, en sendir
karli bros um leið og hún kveður. Hér er undirlendi
sára lítið, en gnæfandi fjöll rétt ofan bæjarins. Þó hófst
útgerðin í rauninni hér, segir Agnar. Karl sunnan úr
landi fór hingað norður með bát sinn og fjölskyldu.
Karlinn hét Jónas, segir Agnar. Jónas var fiskimaður
góður enda rótaði karl upp fiskinum og auðvitað flaug
fiskisagan. Nú er aðalútgerðarmaðurinn hér sonarson-
ur Jónasar gamla, og heitir líka Jónas. Hann er þriðji
Jónasinn, segir Agnar.
Er skipið leggur frá, verður það að bakka afturábak
út á sund til að geta snúið sér á rétta leið, svo mjó er
höfnin en dýpi mikið. Eftir 6 tíma ferð frá Bod0 er
Hluti af bæmmt Svolvær.