Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 6
Heiðdís Norðfjörð sem „Fjallkonan" á þjóðhátíðardegi 77 júní. Myndin tekin á Ráðhústorgi. alltaf við hjá þeim þegar ég kom úr skólanum til að fá eina sögu. Þau kunnu sæg af ævintýrasögum. Þá hafði ég afar gaman af bókum Jennu og Hreiðars, ég var hjá þeim í smábarnaskóla og þótti mikið til þeirra koma, bæði sem kennara og barnabókahöfunda. — Hvenær datt þér í hug að semja sjálf barnabók? — Ég hafði ákaflega gaman af því að búa til stíla þeg- ar ég var í skóla og eitt af mínum eftirlætisfögum var íslenska og var heppin þar með kennarana, t. d. Sverri Pálsson í gagnfræðaskólanum. En það hvarflaði aldrei að mér að skrifa bók. Þegar ég skrifaði þessa sögu var það ekki gert með útgáfu fyrir augum eða ég ætlaði mér að fara að gerast rithöfundur eins og þú spurðir mig um áðan, nei — það ætlaði ég mér ekki að verða. Til þess lágu aðrar ástæður. Ég hef oft lesið sögur fyrir börn í útvarp og ég hlustaði oft á Morgunstund barn- anna. En þótt margar ágætis sögur kæmu þarna fram, fannst mér engin þeirra beinlínis höfða til lítilla bama. Ég hugsaði með mér að það væri svo sem nógu gaman að reyna að setja saman efni fyrir þau. Ég settist því niður og skrifaði þessa sögu og sendi handritið til Silju Aðalsteinsdóttur sem hafði þá með dagskrárefni að gera fyrir börn hjá útvarpinu. í rauninni datt mér ekki í hug að henni litist á þetta, sendi það inn meir af gamni mínu fremur en með von um árangur. En Silja sagði að sagan mín væri vel þess virði að hún væri lesin fyrir börn í Morgunstundinni og það gerði ég síðan. Þetta var árið 1974. — Hvernig álítur þú að barnabók eigi að vera? — Um þetta eru jafnmargar skoðanir og höfundarnir eru margir. En mér finnst nú kannske æskilegt að þær beri einhvern þann boðskap sem geti orðið börnum til góðs og þau dregið einhvern lærdóm af. Svo finnst mér að barnabækur verði að vera skrifaðar á fallegu en auðskildu mál.i Atburðarásin þarf einnig að vera svo- lítið spennandi til að halda athyglinni vakandi. Þú sagð- ir mér áðan að þínar barnabækur hefðu yfirleitt end- að vel. Ég held að öll börn vilji hafa góðan söguendi, svo fannst mér líka í æsku. Og þá er ekkert haft á móti því að hinn vondi í frásögninni breytist til batnaðar. Svo vildi ég hafa það og þannig er það með mína stráka, — en ég las söguna m'na fyrir þá jafnóðum og mér miðaði áfram með hana og mér virtist þeir hafa áhuga á efninu, og það varð mér uppörfun. Bók mín er ævintýrabók, eins og þegar hefur komið fram, og er látin gerast á fjarlægri stjörnu útí himin- geimnum. Sem barn velti ég honum fyrir mér og myndaði mér skoðanir um líf þar, kannski ekki ósvip- að því og er hér á jörðinni en þó svolítið frábrugðið. Persónurnar eru bæði góðar og vondar, og sumar þeirra vondu snúa frá villu síns vegar. Annars er best að láta öðrum eftir að dæma um hvernig mér hefur tekist. — Hvenær gafstu þér svo tíma til að semja þessa sögu? Nú ert þú sjúkrahði og húsmóðir og hefur vafa- laust í mörg horn að líta. — Ég skrifaði hana á kvöldin þegar ég var búin að ganga frá heimilisverkum og koma börnunum í ró. Og eins snemma á morgnana, því ég er æði oft mikill morg- unhani. — Hefur þú aldrei fengist við leiklist? Nú var faðir þinn kunnur leikari. — Ég hef gaman af leiklist, en ég hef aldrei haft áhuga fyrir að fara útí hana sjálf. Þó hef ég komið á svið hjá Leikfélagi Akureyrar í litlu hlutverki, öðrum púkanum í Skugga-Sveini. I barnaskóla kom ég oft fram á skólaskemmtunum, bæði lék og las upp. Pabbi hafði hér leiklistarskóla sem ég fór í og lærði ég dá- lítið að leika og lesa upp. Ég hef talsvert gert af því að lesa upp, bæði í útvarp og á öðrum vettvangi þegar þess hefur verið æskt. — Jú, mér þykir gaman af ljóð- um og Kristján frá Djúpalæk er í mestu dálæti hjá mér, ég er ákaflega hrifin af Ijóðum hans og hef oft lesið þau upp. Davíð og Tómas eru og í hávegum hafðir og fleiri og fleiri. — En hvað um tónlist? — Mér þykir gaman af henni og ég lærði svolítið að spila á píanó, en það var nú ekki mikið. Strákar mínir hafa gaman af alls konar tónlist og sá elsti spil- ar hér í hljómsveit af miklum ákafa. Hér á heimili mínu eru mörg hljóðfæri, þó hefur það nú aldrei komist á að ,‘ló4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.