Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 35
Indriði G. Þorsteinsson: Samtöl við Jónas. Rvík 1977. Öm & Örlygur. Jónas Jónsson frá Hriflu var óumdeilanlega einn svipmesti mað- ur samtíðar sinnar meðal þjóðar vorrar. Um skeið var hann valdamesti maður þjóðarinnar og um leið sá umsvifamesti, en síðustu tugi æfinnar lifði hann kyrrlátu lífi, utan við amstur dægurmálanna en þó sívökull um öll iðuköst þjóðlífsins. Um eitt skeið æfinnar var hann hataður öllum mönnum meir, en jafn- framt dáður um alla menn fram af fylgismönnum sínum. Hann var stórhöggur og þunghöggur í garð andstæðinga og skeyti hans beittari og hittu betur í mark en annarra manna. Veitti hann mörg sár og stór, en hlaut þau einnig óspart sjálfur, svo sem títt er um bardagamenn. En í öllum bardaganum og deilun- um gátu menn ekki neitað honum um meiri hugkvæmni, dirfsku og athafnasemi en öðrum var gefin. En allt um mikla sögu er tekið að fyrnast yfir minningu hans. Það var því vel til fundið að gefa þessa bók út, sem eins og nafnið segir til um, er gerð eftir áralöng kynni höfundar af Jónasi á síðustu áratugum æfi hans og ótalmörg samtöl yfir kaffibolla eða hádegisverði, án þess að gert væri ráð fyrir þau yrðu nokkru sinni almenn- ingseign, heldur máttu miklu fremur kallast kunningjarabb, og þar kemur maðurinn fram eins og hann var, en ekki fyrst og fremst stjómmálamaðurinn. Engu að síður varpa samtölin ljósi á ýmsa helstu pólitísku atburðina, meðan Jónas var mest í sviðsljósinu, en þó kemur allra best í ljós, með hverjum hætti honum var þokað til hliðar af valdagjörnum samherjum í ref- skák stjórnmálanna. Verður bók þessi þannig merkileg heimild um stjómmálasögu aldar vorrar, en þó er hún ef til vill enn merkilegri sem lýsing á Jónasi Jónssyni sjálfum, eins og hann var, stiginn út úr moldviðri stjómmálanna. Frásögnin er ljós og lífi gædd og sameinar það tvennt að fræða og skemmta. Virð- ing og hlýja höfundar gagnvart viðmælanda sínum gefur bók- inni hugþekkan blæ. Jón Dan: Síðasta kvöld í hafi. Rvtk 1977. Almenna bókafélagið. Eins og fyrri sögur höfundar er þessi saga sérstök að stíl og frá- sagnarhætti, fer þar eiginlega mörgum sögum fram samtímis, og einhver duld hvílir yfir þeim öllum, svo að lesandinn er í raun og veru að glíma við að ráða gátur, uns allt leysist að sögu- lokum. Er þetta unnið af miklum hagleik. Annars gerist sagan, eins og nafnið segir síðasta kvöldið, sem farskipið er í hafi, og þar tengjast margir þræðimir saman í stjómlausu veisluhófi, ef til vill dálítið ýktri en þó skarpri mynd af þeirri hófleysu, sem drotmar víða í daglegu lífi vom, og ekki síst í skemmtana- lífinu. Er það nokkur spegilmynd af hrunadansi samtíðar vorrar. Persónulýsingar höfundar eru margar eftirminnilegar. Hann tefl- ir fram mannlegum örlögum, flestum þó harmsögulegum, en kryddar frásögnina gamansemi og skoplegum atvikum. Sagan er svipmyndir hins daglega lífs, dregnar fram eins og kvik- mynd á tjaldi, án dóma eða prédikana, það eftirlætur höf. les- andanum. Sagan slakar hvergi á spennunni frá því stigið er um borð í Kaupmannahöfn, unz lent er við hafnarbakkann í Reykja- vík. Gísli Jónsson: Konur og kosningar. Rvík 1977. Almenna bókafélagið. í bók þessari rekur höfundur baráttuna fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna, eins og hún var háð hér á landi frá 1872—1926, að fullum sigri var náð. Rekur hann þar frumvörp, breytingar- tillögur og umræður á Alþingi allnákvæmlega. Má það næsta furðulegt heita, hve mjög var um þetta deilt, en hitt þó meira, að stjómin úti í Höfn skyldi hvað eftir annað neita að stað- festa lög frá Alþingi, og vera þar enn íhaldssamari en búand- karlar úti á fslandi. Margt mun oss nútímamönnum þykja furðu- legt, sem hinir vísu landsfeður á Alþingi létu sér um munn fara í öllum þessum umræðum, eins og t. d. að gera samanburð á gáfum karla og kvenna, og jafnvel gefa í skyn að vinnufólk væri ver gefið en húsbændur þess. Sumt verður býsna skringi- legt, eins og þar sem einn þingmaður ber kvíðboga fyrir því, ef konur almennt hlytu kjörgengi til bæjarstjóma mætti svo fara að virðulegir bæjarfulltrúar í Reykjavík þyrftu e. t. v. að sitja á bæjarstjómarfundum með einni eða tveimur vinnukon- um sínum. Má fara nærri um hvemig það hefði farið í fínu taugarnar á höfðingjafrúnum í höfuðstaðnum. En svona skemmtilegir hlutir finnast í Alþingistíðindunum. En jafnframt því sem þessi saga er rakin, er þess getið, hvað gerðist í kven- réttindahreyfingunni í landinu utan þings, og þeirra kvenskör- unga, sem þar vom fremstir í flokki, einnig er getið hins helsta, er gerðist í þessum málum erlendis. Þótt ritið sé stutt er það furðu efnismikið, og fræðir oss um áhugaverðan þátt í sögu vorri. E. L. Doctorow: Ragtime. Rvik. 1977. Jóhann S Hannesson þýddi. Almenna bókafélagið. Þessi mikla skáldsaga á að Iýsa bandarísku þjóðlífi á fyrsta tug þessarar aldar. Sagan er lögð í munn ungum manni, sem vex upp á þessum áram og er úr stétt og heimili betri borgara, sem lifir að nokkra leyti í hinum góða, gamla heimi, en dregst þó inn í hringiðu aldarinnar, og þannig kynnist lesandinn hinum sundur- leitustu persónum og atburðum. Þar koma fram hetjur og úr- hrök, auðjöfrar og öreigar og einnig kynnist hann byltingu og afturhaldi, siðavendni og stéttafordómum, kynþáttastríði, glæp- um og góðverkum. Margar sannsögulegar persónur koma við sögu, svo sem auðmaðurinn Morgan og Ford bílaframleiðandi. Atburðimir reka hvem annan líkt og hröð kvikmynd á tjaldi og halda huga lesandans föstum við bókina. Jóhann S. Hannes- son hefir þýtt bókina af íþrótt, hefir það vissulega ekki verið létt verk né heiglum hent. BRÉFASKIPTI Emil Briem, Norðurgötu 31, Akureyri, óskar eftir bréfaskipt- um við strák eða stelpu á aldrinum 15—17 ára. Jófríður Hauksdóttir, Túngötu 8, Hofsósi, óskar eftir bréfa- skiptum við stráka og stelpur á aldrinum 17—19 ára. Guðrún Elín Bjömsdóttir, Braut 2, Hofsósi, óskar eftir bréfa- skiptum við stráka og stelpur á aldrinum 16—18 ára. Heima er bezt 383

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.