Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 21
Var Pétri nú hjálpað að losna af krókunum. Bauð Ari honum kaffi en það vildi Pétur ekki. Ari gekk til dyra með Pétri með ljósið í hendi. En ljásbirtunni sló frá dyrunum fram á hlaðið að hestastjakanum. Sá þá Pétur, að Brúnka var horfin og kallaði: „Símsi! Bölv- aður! Ertu farinn?“ Þá sagði Ari: „Hvað! Voruð þið tveir kumpánamir?“ Pétur játaði því. Þá hló Ari og sagði: „Það hefir þá verið hann, sem steypti niður litunarpottinum konunn- ar minnar. Jú! Það er kynið kattarins að klóra og láta ekki gr'pa sig.“ Næst er ég kom að Flugumýri, var mér boðið upp á kaffi inn í stofu til Ara. Var hann þá kátur venju frem- ur. Kom mér þá í hug, að vera mætti, að ég fengi ákúr- ur fyrir pottinn. Þegar húsfreyjan kom með kaffið til okkar Ara, sagði hann við mig glettnislega: „Farðu nú, Símsi, upp um hálsinn á konunni minni og biddu hana fyrirgefningar fyrir skemmdirnar á litnum.“ Ég hélt, að það yrði nú ekki af því í þetta sinn. Pott- urinn hefði ekki endilega þurft að standa rétt við inn- ganginn, ókunnugum til hrösunar. Þá sagði húsfreyjan: „Þá mátt gera meira á móti mér en þetta, til þess að ég veiti þér ákúrur, og nýtur þú þar líka blessunarinnar hennar móður þinnar.“ Þá hló Ari, en oft eftir þetta spaugaði hann við mig um pott- inn og stríddi mér á för minni inn í eldhúsið, en ætíð var hann mér hlýlegur og góður. Ari bjó allan búskap sinn á Flugumýri og var sonur Ara fjórðungslæknis Arasonar á Flugumýri. Kona Ara yngra var Helga Þorvaldsdóttir prófasts Böðvarssonar. Hún var ágætiskona. Móðir mín og hún voru löngum nágrannakonur. Var með þeim vinátta, sem entist til æviloka. XIII Oft var það síðari hluta vetrar og á vorin, að vöntun var á ýmsum vörum á verzlunarstöðum Skagfirðinga, á Hofsósi og Grafarósi. Olli því oft siglingaleysi. Af peim sókum var það, að Jón í Djúpadal, húsbóndi minu og mágur, bað mig að fara fyrir sig til Akureyrar, því að þar voru verzlanir jafnan öllu birgari. Átti ég að sækja ýmislegt til sumarmálanna. Lagði ég af stað frá Djúpadal fimmtudagsmorguninn síðastan í vetri, og hafði einn hest. í förina slógust tveir menn úr Blönduhl'ð. Voru þeir með sinn hestinn hvor. Fórum við um kveldið að Fremri-Kotum og lögðum okkur þar fyrir um nóttina. Um morguninn héldum við á Oxnadalsheiði. Var þá þíðviðri og hlýviðri með sólskini. Var því kremja mikil í snjónum á heiðinni, og óð víða allt á botni. En er við komum norður hjá Grjótá, sáum við, að fannkyngi mikil var að sjá, þar norður eftir. Lágu hross okkar í kafi með umbrotum, og álitum við, að ómögulegt væri að koma hrossunum norður af. Sneru þá samferðamenn mínir aftur með alla hestana. Skyldu þeir skilja hest minn eftir í Fremri- Kotum og geymast, þar til ég kæmi að norðan. Hélt ég nú áfram fótgangandi norður heiðina. Var afar sein- farið og erfitt færið vegna fannfergi. En er ég kom ofan hjá Gili í Öxnadal, skánaði gangfærið mikið. Hitamolla var um daginn. Óð ég kröp og læki ofan all- an Öxnadal vestan ár. Ætlaði ég að fara til gistingar að Staðartungu í Hörgárdal. Bóndinn þar, sem Jón hét, var vinur Jóns húsbónda míns. Opinn bær var í Starðartungu, er ég kom þar. Hugði ég því fólk þar vera á fótum og barði að dyrum. Ut kom sonur bónda, fáklæddur, og kvað fólk allt vera háttað. Bað ég gistingar og var það auðfengið. Geng- um við inn, og sagði bóndason mér að sofa hjá sér í stafnrúmi hjá baðstofudyrum. Tók ég nú að tína af mér fötin. Sá ég þá, að í næsta rúmi lá gömul kona í öllum fötum, þvert yfir rúmið. Hún varð þess vör, að gestur var kominn, reis upp, hvessti á mig augum, og fór að biðja fyrir sér fyrir þá sök, að kominn væri gestur sem æti heimilið út á húsgang. Staglaðist hún lengi á því sama með fyrirbænum. Mér varð ekki vel við. Sá ég, að hún var rugluð, en fátt hræddist ég meira á þeim dögum en þess háttar fólk. Loks gekk konan fram úr baðstofunni. Var ég þá fljótur að hátta. Bað ég bóndason að lofa mér að sofa fyrir ofan hann, en það vildi hann ekki. Ætla ég, að það hafi hann gert af stríðni, því að hann mun hafa séð, hvað mér leið. Breiddi ég þá ábreiðu á mig og upp fyrir höfuð og vafði mig allan með henni. Þá kom konan inn og kvaðst vilja sá manninn. Þreif hún í ábreiðuna, en ég hélt fast í eftir mætti. Sleppti hún þá. Varð ég því feg- inn og sofnaði skjótt, því að ég var hálf lúinn. Um morguninn kom bóndi til mín og bauð að lána mér hest inn á Akureyri. Varð ég því feginn. Var mér borin heit kjötsúpa, áður en ég fór. Gerði ég henni góð skil, hafði ég þá lítinn mat smakkað í sól- arhring, því að nesti mitt hafði óvart orðið eftir á hesti mínum, er vestur fór að Kotum. Ég var svo heppinn að vera langt kominn að borða súpuna, þegar geðbil- aða konan kom inn til mín. Rausaði hún í sífellu, hvað ég æti mikið og þar fram eftir götunum. Missti ég þá matarlyst, því að ég hræddist konuna. Seinna frétti ég, að hún héti Rósa og hefði lengi búið í Varmavatns- hólum, verið góðkvendi og greiðakona. Var hörmu- legt hlutskipti hennar á gamals aldri. Reið ég nú af stað yfir Hörgá og ofan Lönguhlíðar- bakka. Þar á bökkunum mætti ég nokkru af ríðandi fólki. Var maður einn, á gráum hesti fallegum, þar langt á undan. Hann kastaði á mig kveðju, staldraði við og spurði mig að heiti, hvers son og frá hvaða bæ ég væri. Leysti ég úr því öllu. „Ertu sonur Eiríks, er lengi var hreppstjóri,“ sagði hann. Ég játaði því. Hann kvaðst kannast við hann af afspurn. Líka kvaðst hann hafa verið í brúðkaupi hans, þá strákur á Víðivöllum, að læra að skrifa og reikna. Ég spurði þá um heiti hans. Hann kvaðst heita Pétur og eiga heima á Möðruvöllum. „Er það amtmaðurinn? “ spurði ég. Heima er bezt S69

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.