Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 34
sat hinn jötunvaxni konungur og hvíldist. Þeir settust báðir að snæðingi, því Hróðmar konungur vildi ekki matast fyrr en Bjamharður kæmi. „Á hvaða ferðalagi er þú, konungur," spurði Bjam- harður. „Það er sorgarsaga að segja frá og ýfir upp illa gróin ' _ lí sar. „Þú þarft ekki að segja mér þá sögu, Hróðmar kon- ungur. Ég þekki hana í stórum dráttum. Ég vissi vel, hver þú varst um leið og þú nefndir nafn Valdimars prins. Sonur þinn er hér í höllinni, mikils metinn vegna mannkosta sinna og atgervis. Líka eru þau komin hingað Elísa, unnusta hans, og Hildibrandur greifi, faðir hennar. Einnig er hér staddur sonur þinn, Víglundur. Nú er þú einnig hér meðal vor. Mun ég leitast við að bera sáttar- orð ykkar í milli. Ég lét fara með þig hingað. Þarf að undirbúa Valdimar prins undir komu Þína. Hann hefur verið veikur. Hefur liðið mikið. En eftir að Elísa greifadóttir kom í leitimar, er hann annar maður. Nú spyr ég þig, Hróðmar konungur. Hver em þau sáttaboð^ sem þú býður Valdimar syni þín- um? Hver er afstaða þín til hans?“ Hróðmar konungur hafði setið steinþegjandi. Hann tók til máls á þessa leið: „Herra prins. Ef þú getur sætt mig við Valdimar son þá er ég þér skuldbundinn ævilangt. Mitt tilboð er það, að hann taki við konungsvaldi mínu og ríki í minn stað. Við Elísu greifadóttur vil ég líka vera sáttur. Gleður það mig að vera viðstaddur brúðkaup þeirra, þó svo framt, að sættir takist. Einnig vil ég sættast við greifann Hildibrand, ef auðið verður. Ég hef nefnt það helzta sem máli skiptir. Nú bíð ég eftir því, hvort sættir takast eða ekki.“ >rÉg hef heyrt tilboð þitt, Hróðmar konungur, og met og virði sáttavilja þinn. Mun ég nú fara að búa Valdimar prins undir sáttafundinn, sem ég tel bezt, að fari fram í viðurvist konungs. Býst ég við, að konungi sé umhugað um að smámóttökuhátíð fari fram í þessu sambandi. Þarf slíkt undirbúnings við.“ Að svo mæltu gekk Bjam- harður prins á fund Valdimars. Það hittist svo vel á, að Bjamharður prins hitti þau Valdimar og Elísu, um leið og hann kom út úr íbúð sinni. „Ég var einmitt að leita að þér, Bjarnharður. Við Elísa mín vorum stödd í sjúkrahúsinu, þegar komið var inn með særðan mann á sjúkrabörum. Eitthvað var nafn þitt nefnt í þessu sambandi. Viltu segja okkur nánar um þetta.“ „Komið bæði með mér inn í íbúð mína. Þar getum við talað saman í næði,“ mælti Bjarnharður, og opnaði dyrnar. í því bar Júlíu prinsessu þar að. „Ég er bráðlát að vita nánar um þennan særða mann. Er kannski enn farið að gera árás á höllina?“ „Ekki á höllina. Aðeins á mig.“ Svo sagði prinsinn þeim frá viðureigninni og hjálp ókunna mannsins tröllaukna. „Þetta tröllmenni, sem þú lýstir í frásögninni, minnir mig á Hróðmar konung föður minn, væri hans von hér. En þar sem hann er víðs fjarri, hlýtur. þessi maður að vera annar en hann.“ „Segðu mér, Valdimar prins, hefur þér aldrei hug- kvæmzt að sættast við föður þinn?“ „Því spyrð þú að þessu, vinur minn? Ég hef ekkert hugsað um það mál. Get tæpast hugsað mér, að hann, sá ofstopi, komi í sáttahug.“ „Því segir þú slíkt, Valdimar? Er nokkrum alls vamað? Því gæti ekki föður þínum hafa snúizt hugur, svo hann vilji einmitt sættast? Beinlínis þrái það?“ „Hvað áttu við, Bjamharður prins? Þú ætlar þó ekki að segja mér, að Hróðmar konungur faðir minn sé kom- inn og vilji sættast? Talaðu prins. Láttu mig ekki bíða í þessari óvissu lengur.“ „Jú, Valdimar. Þetta var einmitt Hróðmar konungur, faðir þinn. Ég rakst á hann sofandi, nokkru áður en óaldarseggimir réðust á mig. Nú er faðir þinn orðinn breyttur maður. Hann segist vera búinn að fara land úr landi í leit að þér til þess að sættast við þig. Ég sagði honum frá Elísu og föður hennar. Hann varð glaður við. Sagðist gleðjast yfir samfundum ykkar Elísu. Einnig vill hann vera viðstaddur giftingu ykkar, þó því eins að sættir takist. ' Nú er þetta mál í þínum höndum, Valdimar prins. Nú er það þitt að velja og hafna.“ Bjarnharður prins þagnaði. Hann leit á jötunmennið heyja sína hörðustu baráttu, þá að yfirvinna sjálfan sig. Þá skeði það, að röddin hennar Elísu hljómaði mild og blíð: „Elsku Valdimar. Þökkum guði, sem lét okkur hittast aftur. Þökkum Bjamharði prinsi, sem nú ber sáttarorð á milli okkar og föður þíns. HeyrSu, elsku Valdimar, hvernig getum við verið ósátt við nokkum mann? Við, sem eigum hvort annað?“ Rödd Elísu hljómaði eins og klukknahlj ómur. Rödd engils frá öðrum heimi. Og það var einmitt þannig. Þegar einhver er altekinn af góðleik, vinnur og hugsar í samræmi við sínar beztu tilfinningar, þá talar rödd til vor frá öðrum heimi. Við orð Elísu og þann innileik, sem þeim fylgdi, mild- aðist svipur Valdimars. Hinn dimmi svipur hvarf. Eldur augnanna, sem minningamar endurvöktu, breyttist í gleði- ljóma. Tröllmennið leit á Elísu og mælti: „Elísa, unnusta mín. Ég hef mörg öflin þín, sé um líkamskraftana að ræða. En þó er ég h'tils virði án þín, Elísa. Hvað sýndi reynslan mér þessi ár, sem við vorum aðskilin?*1 „Söm er mín reynsla, Valdimar. Án þín er lífið mér kvöl. Hugsum því um föður þinn, sem hefur komið um langan veg til þess eins að sættast við okkur.“ „Já, Elísa. Þú hefur sannleik að flytja. Sú stund, sem ég sá þig aftur, þarna í kjallaraholunni, var gleðistund. Þá birti aftur í sálu minni. Þá sá ég inn í himinsælu og dýrðar. Þvílík hamingja. Vissulega vil ég sættast við föður minn. Hvar er hann?“ „Kæri vinur. Nú fer ég og sæki föður þinn. Nú hefur þú unnið þína hörðustu orustu. Þinn stærsta sigur. Þakk- aðu unnustu þinni, sem er engri lík að kvenlegum dyggð- um,“ mælti Bjarnharður. „Ef ég gleymdi þér, Bjarnharður prins, eða þér, Júlía prinsessa, þá ætti ég ekki tilverurétt á þessari jörðu. Með ykkur bæði mér við hlið og unnustu mína, Elísu, finnst mér ég verða svo bljúgur og góður. Sæktu föður minn, Bjamharður prins.“ Framhald í næsta blaði. 382 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.