Heima er bezt - 01.11.1977, Page 14

Heima er bezt - 01.11.1977, Page 14
manninn. Böndin bárust fljótlega að vinnukonu þar á heimilinu. Vinnu- maður gaf það upp við réttarpróf, sem fyrirskipað var, að fullur hefði hann glingrað við griðku eigi alls fyrir löngu, auðvitað í þeirri trú að hún væri alheil. Þá komst það og upp að enn annar maður á Akureyri hefði einnig átt vingott við hana og hefði sýkst. Stúlkan staðhæfði að þessi síðarnefndi maður væri unn- usti sinn, en hann vildi ekki aldeil- is kannast við það og taldi stúlku- kindina syrjufulla að skaplyndi. Miklar skýrslur eru til um allt þetta mál sem Klemens Jónsson tæp- ir á í Akureyrarsögu sinni, þar sem hann segir að berlega hafi mátt „sjá það að lauslæti hefur þá verið mikið í bænum og á Eyrarlandi.“ Ritari prótókollsins lýsir vel og skilmerkilega atvikum hvílubragða. Og hann er meistari í því að útlista leyndustu hluta líkamans. Hann dregur ljóslega fram sektarkennd þremenninganna, vífilengjur þeirra og mótsagnir í framburði. Af þeim lestri verður ljóst að sakborningar Akureyri 1850. Yennateikmng eftir danskan mann, Emanuel Larsen. — Frumteikningin er t eigu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. eru engir óþokkar af náttúru, held- ur einfalt fólk sem þekkti ekki synd- ir heimsmenningarinnar eða datt í hug að langanir þess hefðu svona eftirköst, hvað þá að menn legðu slíkt ofurkapp á að ýta þeim fram í dagsljósið. Og eins og alltaf verður þegar þess konar fólk á í hlut reynir það að verja sig með vífilengjum og barnaskap. Ströngum rannsóknar- dómara verður því engin skotaskuld úr að sjá í gegnum blekkingarnar og greiða úr flækjunni. Að lokum blasir nakinn sannleik- urinn við. Réttarprófi lýkur og full- trúi sýslumanns, Ari Sæmundsson, sem stjórnaði því, setur nafn sitt undir réttarskjölin með flúri miklu. Það liggur ljóst fyrir að þessi ein- falda vinnukonukind hafði sýkst af völdum lausakaupmanns sem hún hafði átt vingott við í upphaldi á dansleik í Eyrarlandsstofu. Fleiri reyndust ekki veikir en þessi þrjú. — Ekkjumaddama Geirþrúður var ekki einu sinni kölluð fyrir rétt sem vitni í þessu óláni vinnukonu sinnar. Yfirvöld skylduðu þremenningana til að leita sér læknishjálpar og settu þá í sóttkví um stundarsakir. Enn- fremur bönnuðu þau allan óþarfa- umgang við Eyrarlandsheimihð. Þessa frelsisskerðingu þoldi mad- dama Geirþrúður ekki og efndi til dansleiks eins og ekkert hefði í skor- ist. Fulltrúa sýslumanns, Ara Sæ- mundssyni, fyrrverandi prentara, þótti hér krenkt að virðingu yfir- valda og hann sendir Bimi Jónssyni tilsjónarmanni maddömunnar bréf í umboði sýslumanns sem þá var Egg- ert Briem: „Assistent B. Johnsen á Akureyri. ... verð ég þénustusamlega að mæl- ast til að þér, sem ég ætla að séuð fjárhaldsmaður maddömu G. Thor- arensen á Stóra-Eyrarlandi, þóknan- lega vilduð hið fyrsta gefa mér skýrslu um hvernig á því standi að ‘502 Heivia er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.