Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 26
í hinni stórmerku þjóðlagabók séra Bjarna Þorsteins- sonar er m. a. að finna skrá yfir rúmlega 50 söngva sem skólasveinar Bessastaðaskóla sungu á árunum 1828 —34. Skrá þessi er samin af Páli Melsteð sögukennara sem á þessum árum var nemandi í Bessastaðaskóla. Eitt þeirra kvæða sem skólapiltar sungu fjallaði um prest á Snæfellsnesi (Helgafelli) sem hét Sæmundur Magnús- son Hólm og var eftir Bjarna (Vigfússon) Thorar- ensen skáld, þá meðdómara (assessor) við landsyfir- réttinn, síðar amtmann. Sæmundur þessi klerkur var hinn mesti furðufugl og listgáfu gæddur. Hann þótti snjall listmálari á sín- um tíma og hlaut fyrir það viðurkenningu í Dan- mörku. Einnig var hann sundmaður, uppfinningamað- ur og stjörnuspekingur. Þá var hann vel að sér um söng og mun eitthvað hafa fengist við að kenna hann. Fleira var honum til lista lagt. En sá var ljóður á ráði hans að honum var ákaflega sýnt um að koma sér út úr húsi hjá mörgum „vegna óviðfelldinna geðsmuna sinna og undarlegra athafna,“ eftir því sem hermt er eftir Daða Níelssyni hinum fróða. Verður að telja það trúverðugt mat á þver- brestum þessa hæfileikaprests. Tilefni þessa kvæðis Bjarna Thorarensen mun vera það að Sæmundur klerkur lenti í málaþrasi við einn aðstoðarprest sinn sem hét Gísli Ólafsson. Leit svo út í fyrstu sem Sæmundur myndi fara halloka fyrir Gísla. En þegar mál þetta kom fyrir landsyfirréttinn, þar sem Bjarni var einn dómara, vænkaðist hagur Sæmund- ar. Landsyfirrétturinn gerði lítið úr þessu máli „á báðar síður“ og féll það svo niður. En um þessi mála- lok kvað Bjarni Thorarensen þetta kvæði sitt. Lagið sem skólasveinar Bessastaðaskóla sungu við kvæðið er það sama og séra Matthías Jochumsson hafði í huga þegar hann samdi vísuna alkunnu úr Skugga-Sveini, Látum af hárri heiðarbrún, og skólasveinamir í því leikriti syngja. Þetta mun vera gamalt íslenskt tvísöngs- lag. Sennilega er óþarfi að taka það fram að lagið nær ekki yfir nema þrjár ljóðhendingar í einu, svo til þess að geta sungið bálkinn til enda verður að byrja upp á nýju að hverjum þrem ljóðhendingum loknum. Lag- vísir hljóta að átta sig á þessu. 374 Heima er bezt Sæmundur Magnússonur Hólm vindanna vængjum á vatt sér málunum frá. Forlög þó hann ásæktu ólm, aurinn hann óð í kvið, óvinir skelfdust við. Sæmundi Magnússyni Hólm hamingjan hrynji í skaut, hverfi ólán á braut. Prósessa lystin linni ólm, rósemdar reyni hann kost rétt eins og maur í ost. Sæmundar Magnússonar Hólm suður var för á land, að fanga sitt fyrra stand. Stiklaði svo í Stykkishólm, makt við það missti hinn millibils klerkurinn. En ekki voru allir nágrannar séra Sæmundar Hólm glaðir yfir lokaúrskurði landsyfirréttar, og töldu Sæ- mund hafa um of notið þar hylli Bjama (Vigfússonar) Thorarensen meðdómara. Neðangreindur kveðlingur er til marks um þetta. Daði fróði segir hann vera eftir Jón bónda Hákonarson á Narfeyri. Við kveðling þenn- an má nota sama lagið og að ofan greinir frá. Þórarins niður þannig kvað, þegar hann hafði dæmt Hólms málið harla ræmt. En hvað er að ösla hundavað hafi það ekki skeð þinglokum þessum með. Brandurinn og hann bangsi reið brögðóttan lagahnút, hertan um Hólma grút, Themis á vængjum vinda beið, var þá ösluð í kvið leirveltan lögberg við. „Neðan við kveðlinginn stoð vísa þessi með þekkjan- legri hönd síra Jóns Hjaltalíns:

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.