Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 24
Músin og ljónié Úr fórum Eðvalds F. Möllers kaupmanns á Akureyri er neðanskráð saga. Hún er greinilega ætluð börnum, enda hefur hann ritað á spássíu stílabókarinnar sem hún er rituð í, að hún muni vera „við hæfi Hrafns Eðvalds“ sem er dóttursonur hans og var ungur sveinn þegar sagan er rituð. Það dylst engum, sem kunnugur er, að þessi uppskrift Möllers er næstum bein endursögn á sögu með sama nafni úr Dæmisögum Esóps, en þó með þeim skemmti- legu breytingum sem lokkuðu mig til að birta hana. Eðvald F. Möller hafði mikla frásagnarhæfileika og sagði vel frá. Hann var fróður maður. Get ég trútt um talað því eigi sjaldan sátum við á tali. Ég kom oft á heimili hans því Pálína kona hans var föðursystir mín og með okkur kærleikar. Saga þessi er óneitanlega í flokki táknrænna dæmi- sagna og þarf sjálfsagt að skýra hana fyrir börnum svo þau hafi gagn af. Ég mun þó ekki leggja út í það, en treysti á að foreldrar muni gera það, vegna þess að það er jafnan heilladrýgst. Ungur vinnufélagi minn, Þorbergur Hinriksson, hef- ur teiknað myndirnar sem prýða söguna og kann ég honum þakkir fyrir handbragðið. — E. E. Ljónið er eitt af stærstu dýrum heimsins. Það er fallega vaxið með hnarreist höfuð. Það er gulleitt að lit, en faxið sem er í kringum allan hálsinn er dökkleit- ara og mikið. Vegna þess hvað það er sterkt og tígu- legt er það kallað konungur dýranna. Músin er eitt af minnstu dýrum veraldar. Hún er með langan hala sem er eins langur og skrokkurinn. Stóru dvrin, kettir og hundar, ráðast oft á mýsnar, drepa þær og éta, og búa mýsnar sér því holur sem cru með svo mjóum gangi, að þær eru öruggar fyrir árásum stærri dýranna. Einu sinni var mús sem bjó í holu úti í skógi. Þegar hún þurfti út til að afla sér matfanga, varð hún ávallt að hafa hraðann á því heima í holunni átti hún 4 unga sem allir voru á spenum. Einn dag er ungarnir voru allir sofandi og hún svöng, fór hún út að leita sér matar. Fór hún hratt yfir en hugurinn var allur heima í holunni, svo að hún aðgætti ekki um ferðir sínar sem skyldi og hljóp yfir ljón sem lá sofandi í háu grasi. Ljónið vaknaði við, sló til hramminum og hremmdi músina. Músin varð afskaplega hrædd er hún sá að þetta var ljónið. Bað hún sér lífs, og sagði Ijóninu að það væri ekki aðeins um sitt eigið líf að tefla, því 4 ungar sínir væru ósjálf- bjarga heima í holunni og þeir myndu deyja úr hungri ef ljónið dræpi sig, og enginn til að gefa þeim mjólk. „Ef þú gefur mér líf þá skal ég vera þér hjálpleg eins og ég get þegar þú þarft þess við,“ mælti músin. Ljónið fór að hlæja að því að hún, litla ögnin, ætlaði að hjálpa honum, konungi dýranna: „Ha, ha, ha, ha, úr því þú ætlar að hjálpa mér seinna, þá verð ég að gefa þér og ungunum þínum líf, — ha, ha, ha, ha.“ Adúsin þakkaði klökk og innilega lífgjöfina og sagð- ist muna það á meðan hún lifði. Nú leið langur tími. Músarungarnir voru komnir af spena. Adúsin lét þá fara með sér í skóginn og kenndi þeim hvernig og hvar þeir ættu að leita sér fæðu, hvaða 372 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.