Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 16
GISLI HOGNASON, LÆK, HRAUNGERÐISHREPPI: Bodö — Tromsey amall bóndi sem lengst af æfi hefur aðeins komist uppá bæjarhólinn sinn, fyrir utan fjár- leitir að hausti, venjulegar ferðir í sambandi við búrekstur, finnur til sérstakrar kenndar áður en hann leggur af stað í bændaför til Norður- Noregs. í rauninni hlakkar hann ekki til, jafnvel finn- ur til kvíða, en þó fyllist hann eftirvæntingu að fá að koma á gamlar slóðir forfeðra sinna. Einhvers konar óró tekur hug hans s'ðustu dagana. Egilssaga er tekin fram og rifjuð upp, því hann veit að um norðlæg sund Noregs stýrði Þórólfur Kveldúlfsson knerri, og var skattheimtumaður Haraldar hárfagra, en féll fyrir konungssverði 890 vegna rógs vondra manna. En var það sagan, sem jók eftirvænting og ferðahug. Lagt var af stað í flugvél frá Keflavíkurflugvelli kl. 7 12. júní og lent í Bodp eftir 2 stundir og 10 mínútur. Við blasa, fjöll, skógar og sund. Alls er þetta 127 manna hópur íslendinga, sem er saman kominn hér á flugstöðinni í Bodp, og jafnmargir Norðmenn munu fljúga til íslands með þessari sömu vél og þá beint til Akureyrar eftir stutta viðdvöl hér. Þrjátíu manna hópur gistir á hótelum í bænum. En hinum, sem eftir eru, er ekið að félagsheimili og höfuð- stöðvum Norlands fylkis. Þeim er boðinn næturgreiði af bændunum í sveitinni, og þeir bíða hér eftir ís- lenskum starfsbræðrum. Fylkeslandbrukssjef Artur Bartholsen ásamt Villy Hole fylkesagronom, taka í hönd hvers og eins og bjóða alla velkomna um leið og gengið er inn í stóran sal, þar sem bændur sitja, sem ætla að hýsa okkur í nótt. Það er eftirvænting í svip þeirra, en farið er að raða gestunum niður á bæina. Þetta er seinlegt, að deila niður 97 manns. Bóndanum úr Flóanum er farið að leiðast biðin, tekur blað úr vasa s’num og segir nafn konunnar, sem hann á að gista hjá. Orðinu hafði hann ekki sleppt er þrifið er í arm hans og sagt: „Ég er Áse Stóver og ég sleppi þér ekki aftur, komdu strax.“ Hún ruddi sér braut til mannsins síns, Rolf Stóver agrónom, og út í bíl með það sama með karlinn úr Flóanum og húsmóður hans. Ekið var um ellefu kílómetra út í sveit að fallegu húsi, sem stóð á klapparhól skógivöxnum, við stóran silfurtæran læk, sem myndaði fagran foss í hárri hlíð ofan bæjarins, þar scm silungur stekkur í hyl neðan foss- ins. Það eru aðeins 10 skref frá húsinu að hylnum. Hér er ósegjanlcga fagurt draumaland. ‘564 Hciina er bezt Bóndinn af íslandi og Rolf eru jafnaldrar, báðir 69 ára gamlir, en sá norski er höfði hærri, glæsimenni, sannur Norðmaður. Konan hans er þrem árum yngri en bóndi hennar, falleg kona, hvatleg með vinnulúnar hendur. Bömin, einn sonur og þrjár dætur, gift og að heiman farin. Ekki gat bóndinn hugsað sér betri næt- urstað en hjá nautgriparæktarráðunaut Hálogalands, hvílík heppni fyrir kúabónda úr Flóanum, enda var spjallað eins og kvöldið leyfði við frábærar viðtökur í mat og drykk. Meðal annars nýreyktum lax sem hús- bóndinn hafði veitt og reykt sjálfur. Að loknum kvöldverði tók bóndakonan úr Flóanum úr pússi sínu slæðu í sauðalitum og lagði á herðar Áse Stóver og sagði að hún ætti að eiga þetta. Það kom undrunarsvipur á andlit norsku konunnar og hún spurði: „Á ég að eiga þetta?“ Er svo var, vafði hún íslensku konuna að sér og minntist við hana með heitum kossi á vanga. Frændkonur tveggja þjóða — ísland—Noregur. Er gestum hafði verið sýnt húsið, sem búið var þjóð- legum munum, mörgum heima gerðum úr viði úr skóg- inum og báru vitni lægnum höndum húsbóndans, voru þeir leiddir til stofu, er þeir skyldu njóta svefns og hvíldar. í stórri forstofu á neðri hæð hússins, sem bú- in var sem sctustofa, sjónvarpi o. fl. var ofn, sem kynnt- ur var viði og húsið var eingöngu hitað upp með. Ofn- inn var sérstaklega gerður til að nýta heimafengið elds- neyti úr skóginum á landareigninni. Úr þessari for- stofu var gengið til gestastofu, er búin var hreinlætis- tækjum, þar nutu langferðamenn ljúfrar nætur. Árla er risið úr rekkju, gengið um garða, og margt sem athygli vekur hjá langferðamanni. Að morgun- verði loknum, aka Stóver hjónin með gesti sína út í sveit, upp í svonefnda Hryggi, skógivaxið land, algrón- ar hæðir með smá vötnum á milli, er bóndabýli standa við, flest í óþægilega bröttum hlíðum, sem torvelda heyskap. Pallar standa við vegina með mjólkurbrús- um, sem mjólkurbíllinn á eftir að sækja. Á sumum býl- unum er cingöngu sauðfé, öðrum kýr og einnig bland- aður búskapur. Annars er hér tæknivæðing í örri þró- un og mjólk sótt þrisvar í viku. Hingað upp í Hryggi flýði fólkið, er Þjóðverjar dembdu sprenguregni yfir Bod0 1940. Hér hýrðist það í skógivöxnum hæðum uns ósköpunum linnti — og sumt lengur, sem tapað höfðu húsum sínum í eldregninu. Er ofan úr sveitinni kemur, býður Stóver að sýna

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.