Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 19
lagst við bryggju í Svolvær, eyju, sem er 460 km2 að stærð með 9.600 íbúa, sem búa í fiskibæjum víðsveg- ar á eynni. Hér í Svolvær kemur á land stærstur hluti þess afla, sem dreginn er úr sjó við Lófót. Há fjöll rísa í nágrenni bæjarins, með snjó í hl'ðum og tindum. Lún- ir ferðalangar leita náttstaðar á Hótel Havly, en þar er gist í nýtískulegu, fögru húsi skammt frá höfninni. Dumbrauðum geislum hnígandi sólar slær á fjöll og sund. Þó finnst ferðalangi að vestan eitthvað vanta, litasamsetning er hér fábreytileg, ekki þetta sérstæða draumaglit hnígandi vorsólar eins og á íslandi, enda er hér engin nótt, lítill birtumunur dags og nætur um Jónsmessuleytið langt norðan heimskautsbaugs. Nóttin er ekki löng hjá bónda austan úr Flóa. Árla þriðjudags er hann kominn niður að höfn. Menn eru að smá tínast til vinnu sinnar. Miðaldra maður situr á tunnu, með pípuna sína, auðsýnilega að bíða eftir vinnufélögum, og bóndi gefur sig á tal við hann. Karl- inn á tunnunni veit hvaðan gesturinn er, en hann er orðvar þó hann svari öllu, sem um er spurt, hefur lifað hörmungar stríðsáranna. Þá mátti heita að þessi bær væri þurrkaður út og fólkið flýði til fjalla og skóga, dimmir dagar, voða tímar. Bóndi undrast að hér nið- ur við höfn eru menn á gangi í gráum fötum með byssu um öxl. Jú, þetta er vegna bæjarins hér og hafn- arinnar, samsvarandi lögreglunni á íslandi. Undrun vekur, að hér sést ekki svartbakur, aðeins mávar, þeir virðast ræfilslegir eru á snöpum eftir æti í görðum og húsasundum. Fiskvinnslustöðvarnar ala ekki slíka fugla, allt er nýtt, en hrafninum fjölgar, og þykir illur gestur. Höfnin er undrasm'ði frá náttúrunnar hendi, aðdýpi mikið, en afmarkast að mestu af eyjum og klettahólm- um, ineð ótal krókum og afkimum, þar sem skip geta lagst svo að segja hvar sem er. Norðan hafnarinnar rís geysi hátt fjall er heitir „Svolværgjeita“. Ber nafn af bergrisa hátt í fjallinu sem líkist geithafri. Á móts við fjallið rís há brú, er tengir saman ysta útvörð hafnar- innar við land, flata stóra klettaey. Um þessa bröttu bergtinda liðast græn gróðurbönd til efstu brúna, hvar sem rót getur tá tyllt. Nú sést vart fugl í bjargi, þó mun hann gista þar á vorin, en ekki í stórum stíl. Rjúpa heldur sig gjarnan í efstu skógarmörkum og refir um fjöll. Á göngu sinni að stórri kirkju, mætir bóndi ung- um manni með byssu um öxl, og byssusting í slíðrum við belti. Hann er í hermannabúningi með skotfæra- tösku við hlið, og fleira sem tilheyrir hans starfi. Hann gefur sig á tal við þennan unga myndarlega frænda sinn, býður góðan daginn, og kynnir sig, sem tekið er af háttvísi. Hann brosir þegar bóndi segir: „Það er ekki stríð núna“ og bendir á skotvopnið. „Nei en við höfum vakt hér bæjarins vegna“. „Jæja“ segir sá gamli undr- andi, svo skiptast þeir á brosi hvor til annars, og bóndi bætir við „Hafið þið kannski vaktmenn hér uppi á fjöllunum“. „Já, það gerum við, á mörgum fjöllum er vakt nótt og dag“. Sá íslenski vill ekki spyrja frekar, honum finnst þetta vera trúnaðarmál, vill ekki vita Svolvter-kirkja. meir, og veit að slíkt hefði ekki verið sagt við nábúann í austri. Léttara hjal er upp tekið uns leiðir skiljast. Kirkjan gnæfir yfir bæinn á stórri kletta hæð, sem nálgast að vera mjór klettarimi, ekki ýkja langt frá Svolværgjeita. Bratt er upp að þessu veglega guðshúsi með háum klukkuturni og stórum bjargrisa, sem reist- ur hefur verið við suðurhorn kirkjunnar. Á einni hlið þessa bjargs er greypt koparplata, með nöfnum, fæð- ingar- og dánardegi þeirra manna, sem létu l'fið fyrir föðurland sitt, frá þessum bæ í síðasta stríði. Islensk- ur bóndi finnur heita samúð líða um brjóst sitt, til þessara föllnu norsku drengja. Létu þeir ekki einnig líf sitt fyrir hann? Ofan af klettahryggnum þar sem kirkjan rís, er víð- sýni mikið, og fagurt. Víður fjallafaðmur umlykur byggðina í fjarska, umvafinn blámóðu fjarlægðar. Blá sund mynnast við vog og vík. Undrun vekja húsaraðir á löngum hækkandi bergbrúnum norður með Svolvær- gjeita, langt upp með fjallinu. Milli granítklappa og hæða eru smá tjarnir með smá bátum bundnum við landfestar. Hér á björkin sýnilega erfitt uppdráttar. En hvar sem hola eða sprunga sést er hún nýtt og rætur grípa sterku taki um eitthvað sem farandkarli er lítt skiljanlegt. Andstæðnanna land — land fjalla, trölla og skóga. Morgunverðar er neytt á Havly, en bærinn kvaddur um 10 leytið. Ekið er á tveim stórum langferðabílum. Öðrum þeirra ekur kona, og karlinn úr Flóanum giskar á að hún sé um þrítugt. Þeim verður vel til vina. Ekki tók hún síður þessu stóra farartæki, en starfsbróðir hennar, þó af karlkyni væri. Framhaid j næsta blaði >£■ BRÉFASKIPTI Elín Vilborg Friðvinsdóttir, Háaskála, Hofsósi, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 19—21 ára. Heiðrún Kristín Óskarsdóttir, Skuggabjörgum, Deildadal, Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldr- inum 17—19 ára. Heima er bezt 367

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.