Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 29
Leiðast mér langvinnir dagar, en lengri þó nætur, heims er því horfin öll kæti, til himna vill sálin. Sorgin mér syrtir í augum, ég sé ekki að ganga, en veit að fá eru fetin, uns fæ að sjá ljósið. Gott er að gráta til hvíldar og grátin að sofna, betra er að vakna til blíðu, brosir mót eilífð. Sönginn þann hefja hinn sæla, er síst vildir heyra, þá með þér ég dvaldist í mæðu, sem mér var þó dulin. Leist mig títt Ijúfur í hjarta, ég leit þig á móti. Leiðstu mig illa, er áttir, en eg leit þig kæran. Lýttir mig sök fyrir litla, því Iíða má harma. Þú lítur mig loksins á hæðum, en lýtir þá ekki. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. VERÐLAUNAKROSSGÁTA HEIMA ER BEZT Fyrir nokkru var dregið um verðlaunin í hinni vinsælu Verðlaunakrossgátu HEB, sem birtist í ágúst-blaði. — Rétt lausn er þannig: Vertu Ijós á lífsins för, lærðu mál þess góða. Hafðu ylríkt æskufjör inntak þinna ljóða. Dregið var úr fjölda réttra lausna. Hinir heppnu voru: Jón Sveinn Þórólfsson, Stóruvöllum, Bárðardal. Unnur S. Jónsdóttir, Lambhaga 6, Selfossi. Þórarinn Guðjón Gunnarsson, Vagnsstöðum, Suðursveit, Austur-Skaftafellssýslu. Ranki hefur beðið blaðið fyrir kveðjur til lesenda HEB og óskar þeim árs og friðar og þakkar vísurnar og línumar sem alltaf fylgja mörgum lausnum. — Les- endur má svo gleðja með því að ný Verðlaunakross- gáta HEB (efur Ranka) kemur í desemberblaðinu. Verðlaunahafar eru vinsamlega beðnir að gera við- vart á afgreiðslu HEB um hvaða bækur (að upphæð 1500 krónur) þeir velja sér, samkv. bókaskrá HEB 1977. Jón M. Pétursson frá Hafnardal. Lífsins neisti. Þó kulni jörð og fyllist fönnum frost og byljir nísti tönnum, kviknar nýtt á láði og legi. líf á björtum sólskinsdegi. Fögur aftur vaxa að vori viðkvæm blóm í hverju spori. Dauðinn g;tur kreist og kvalið, koldimm élin ljósið falið, eilífðin í alheim geymir allt sem hjartað fegurst dreymir. Þrátt fyrir allt ég trúi og treysti að tapist eng:nn lífsins neisti. Vordraumur. Þriðju nótt hins níundatugar. Kveða litlar lindir létt í hlíðardrögum, glóa í muna myndir frá mínum æskudögum — ' leiðslu safn af sögum úr sumargrænum högum. Kveða litlar lindir létt í hlíðardrögum. Fuglar kátir kvaka . kyssir golan vangann, vaknar á vörum staka við það léttist gangan. Endist vorsins angan ævidaginn langan. Fuglar kátir kvaka kyssir gola vangann. Ferðafélag íslands 50 ára Framhald af bls. 351. — F. í. hefir unnið þrekvirki á hálfri öld. Og engin hætta er á stöðnun í starfi þess. Það er svo gæfusamt, að viðfangsefnin þrjóta aldrei. Alltaf er landið jafn- fagurt, og alltaf vaxa upp nýjar kynslóðir, sem þurfa að skoða og læra að njóta þess, sem náttúra landsins býður þeim. Þessvegna hefir F. í. alltaf jafnmikið að vinna, þótt ár og aldir líði. Það er gæfa þess og auður. St. Std. Heima er bext 377

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.