Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 36
Erlingnr Davíðsson: Aldnir hafa orðið 4.-6. Akureyri 1975—1977. Bókaútgáfan Skjaldborg. Alls eru nú komin sex bindi af samtalsþáttum Erlings Davíðs- sonar við aldrað fólk, hið síðasta nú fyrir skemmstu. Þættir þessir spenna yfir vítt svið, bæði að efni og raunar líka tíma. I þessum þremur síðari bindum eru alls 21 þáttur, og koma þar fram fulltrúar flestra stétta annarra en embættismanna, meira að segja einn ráðherra. Með þessum hætti fæst býsna gott þversnið úr lífi íslenskrar alþýðu á fyrri hluta þessarar aldar og lokum hinnar síðustu, þar sem fólk er valið frá ystu nesjum til innstu dala, en tiltölulega fátt af því er þó upprunnið úr kauptúnum og kaupstöðum, þótt þar hafi síðar orðið starfsvettvangur þess. Elsti viðmælandinn er fæddur 1890 en hinn yngsti 1915, og allir eru þeir, nema tveir, fæddir fyrir fyrri heimsstyrjöld. Fimm konur eru i hópnum. Langflestir eru úr Norðlendingafjórðungi, enginn úr Vestfirðingafjórðungi, en annars úr öllum lands- fjórðungum. Ég nefni þetta til þess að gefa hugmynd um, hve vítt sögusviðið er. Af þessum sökum verður efnið býsna fjöl- breytt, en flestum verður það, að segja meira frá bernsku og æsku, en minna frá manndóms- og efri árum, er það að vísu einkenni flestra íslenskra æfiminninga, stuttra og langra. Er það raunar eðlilegt, bæði er það löngum svo, að á efri árum muna menn best það, sem fjarst er, og svo má ætla, að þeim sem á hlýða þyki vænlegra til fróðleiks að heyra frá löngu liðinni tíð en samtíðinni, sem þeir þekkja. Vitanlega er frásagnargáfa viðmælendanna misjöfn, og efnið misjafnlega áhugavert. Á ég þar ekki við, að menn þurfi endilega að hafa frá einhverjum stórviðburðum að segja, mörg smáatvikin verða oft besta frá- sagnarefnið. Allir hafa þó eitthvað að segja, sem er í frásögur færandi, og vekur áhuga lesandans. Og skemmtilegt er að sjá, hve margir hafa orðið fyrir dulrænni reynslu, og eiga frásagn- ir af því í fórum sínum. Sýnir það ljóslega, að þar er mikið og margþætt rannsóknarefni óunnið meðal Islendinga. Ég treysti mér ekki til að fara í mannjöfnuð milli sögumanna yfirleitt, en þó þóttu mér þættir þeirra Jóns á Hömrum og Guðmundar Frímanns bera af, en næst þeim þættir Tryggva Helgasonar og Þorkels Björnssonar. En vitanlega hefir hver sinn smekk. Spyrj- andinn kynnir alla sögumennina stuttlega. Nokkur lýti eru það á safni þessu, að prentvillur eru fleiri en góðu hófi gegnir, og þar eru missagnir, flestar að vísu smávægilegar, sem höfundi hefði verið í lófa lagið að leiðrétta. En sem sagt, þættimir eru betur skráðir en óskráðir, og gefa þeir margar svipmyndir úr íslensku mannlífi, sem nú er að gleymast. Guðlaugur Rósinkranz: Allt var það indælt strið. Rvík 1977. Öm & Örlygur. Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri rekur hér æfiminningar sínar frá bemsku til æfiloka, en svo vildi til, að hann lést rétt áður en bókin var fullprentuð. Eins og geta má nærri er þar víða komið vúð, því að æfi höfundar var í senn athafnasöm og litrík. Það var allri alþjóð kunnugt að Guðlaugur var flestum mönnum duglegri og í senn bæði hugkvæmur og ósérhlífinn. Kemur það Ijóst fram, og býst ég við að marga furði, hve mörg jám hann hafði í eldinum samtímis án þess nokkurt brynni, slíkt er á fárra færi, og ekki nema þeirra, sem forsjónin hefir gefið óvenju starfsorku og starfsvilja. En eins og vænta má, helgar hann lengstan þátt sögu sinnar Þjóðleikhúsinu, enda verð- ur ekki um það deilt, að hann mótaði það öllum mönnum fremur og skapaði því stefnu og starfshætti. Þá er og rækilega sagt frá Norræna félaginu, en Guðlaugur má vel kallast faðir þess og fóstri hér á landi. Löngum stóð styr um störf Guðlaugs eins og hvern þann, sem stendur í stafni. Árásir á hann vom þó flestar næsta ómaklegar, og virtust oft meira sprottnar af óvild en gagnrýni og löngun til að bæta úr misfellum, ef fyrir hendi voru. Það sjáum vér best nú, þegar atburðirnir em komnir í hæfilega fjarlægð. Enda þótt þess verði ekki dulist, að hér segir aðeins annar baráttuaðilinn frá. En Guðlaugur segir sögu sína af hógværð og látleysi, án orðaflúrs og stílbragða. Frásögnin líður fram eins og jafn, þungur straumur, og það sem gerir hana merkasta, án beiskju eða nokkurrar tilhneigingar til að kasta hnúmm að andstæðingunum. Staðreyndunum er lýst eins og þær komu fram. Mörgum, er segja sögu sína, hættir til að leiðast út á þær brautir, að sagan smækkar hann en ekki stækk- ar. En saga Guðlaugs sýnir oss glaðan og góðviljaðan hugsjóna- og athafnamann, sem helgar hugsjónum sínum alla krafta sína, og metur meira að fylgja sannfæringu sinni til að ávaxta sitt pund og ná jákvæðum árangri, en standa í aurkasti við skiln- ingssljóa og miður góðviljaða andstæðinga. Æfisaga Guðlaugs Rósinkranz er og verður merkileg menningarsöguleg heimild um samtíð vora, en merkilegust er hún þó vegna þeirrar mann- lýsingar, sem hún geymir. Bókin er prýdd fjölda mynda. Helgi Sæmundsson: Fjallasýn. Rvík 1977. Útg. Skákprent. Ekki eru nema tvö ár síðan Helgi Sæmundsson sendi frá sér Ijóðakver eftir nær aldarfjórðungs þögn, og þótti engum of snemma að verið. En svo er að sjá, að aldurinn hafi létt undir honum með ljóðagerðina því að nú sendir hann frá sér annað kver, ekki stórt að vísu, en fágað jafnt að efni sem ytri búnaði. Nöfn kvæðabókanna eru táknræn: Sunnan í móti og Fjallasýn. Höf. skyggnist víða og beinir sjónum í sólarátt, og fetar hærra og hærra, uns fjallasýnin opnast til allra átta. Má kenna það í Fjallasýn að þar er undirtónninn nokkuð blandinn ugg við, að dagur sé að kveldi kominn en þó „kveikir skjálfhent lifsvon ljós, sem lýsir mér“ eins og segir í fyrsta kvæðinu, og að bókarlok- um segir: „blærinn í bjarkasal býður mér góða nótt“. Annars er skemmst frá því að segja, að yfir bókinni hvílir bjart heiði, þótt kenna megi dapurleik í undirómum. Ljóðin eru öll stutt, segja mikið í fáum ljóðlínum og Ijóðræn í fyllsta máta. Þar er fögur náttúra Iands vors, ljós og sumar lofsungið, en haust- skuggamir þó alltaf á næsta leiti. Ekki vil ég velja eitt ljóð öðrum framar, þau „leita skammt til fanga“, en einna vænst þykir mér um Á Snæfellsnesi. Þar er ort í stíl við hina fegurstu hefð íslenskra rímljóða. En eitt kom mér öðru fremur á óvart við þessi ljóð Helga. Hann hefir löngum verið einn öflugasti málsvari órímaðra ljóða og allrar þeirra dellu, en hér leikur hann sér að ríminu á hverri síðu, og segir miklu meira og miklu betur það, sem honum býr í brjósti en rímleysingjamir. Hafi hann þökk fyrir það, og kannske er þetta fyrirboði nýrra og betri tíma. 384 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.